Skoðun

Reiði hjúkrunarfræðinga

Eggert Briem skrifar
Hjúkrunarfræðingar eru reiðir, miklu reiðari en félagar í BHM þótt laun hjúkrunarfræðinga séu talsvert hærri en félaga í BHM. Samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins voru heildarlaun fyrir marsmánuð síðastliðinn að meðaltali 632 þúsund hjá hjúkrunarfræðingum en 590 þúsund hjá félögum í BHM.

Laun kennara í Kennarasambandi Íslands fyrir marsmánuð eru þau sömu og BHM-félaga, laun félagsráðgjafa eru 489 þúsund. Báðar síðastnefndu stéttir hafa fimm ára nám að baki en hjúkrunarfræðingar fjögur ár. Ef einungis er tekið mið af þessum tölum virðist lengd námstíma ekki metin að fullu til launa.

Nú eru tölur alltaf dónalegt innlegg í umræður en þær eru hins vegar mjög oft sannfærandi.

Opinber reiði vegna launa virðist ekki háð lengd náms, hún er mest í hjúkrunarfræðingum en nánast engin í félagsráðgjöfum.

Reiði hjúkrunarfræðinga er líka sögð stafa af því að ekki er tekið mið af ábyrgð við ákvörðun launa. En aðrar stéttir bera líka mikla ábyrgð, kennarar á þroska barna, félagsáðgjafar á heill fjölskyldna og vörubílstjórar sem aka þungum vögnum í mikilli umferð. Sennilega bera allar stéttir mikla ábyrgð þegar grannt er skoðað.

En ábyrgðin kemur misjafnlega fram. Ef reiðir hjúkrunarfræðingar segja upp störfum koma áhrifin strax fram, en ef kennarar segja upp störfum koma áhrifin ekki fram fyrr en að árum liðnum, nema náttúrulega í barnapössun.




Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×