Kæri sendiherra Eldar Ástþórsson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Herra Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi og á Íslandi. Ég tók eftir lesendabréfi þínu í Fréttablaðinu um daginn og get ekki staðist mátið að senda þér nokkrar línur sem svar. Þú veist jafn vel og ég að í átökum Ísraela og Palestínumanna hernemur annar aðilinn hinn, stundar þar landrán og reisir landránsbyggðir í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, Genfarsáttmálann og önnur alþjóðalög. Þú minnist þó ekki einu orði á hernámið í grein þinni eða þá staðreynd að samkvæmt alþjóðalögum og áliti Sameinuðu þjóðanna er Gaza hernumið svæði. Ísraelsher ræður land- og lofthelgi þess ásamt landamærum og „öryggisvæðum“ – og ber því sem hernámsaðila að tryggja öryggi íbúanna. Líkt og þú hafa ísraelskir ráðamenn og margir talsmenn Hamas átt erfitt með að horfast í augu við niðurstöðu nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem upplýst er um stórfellda stríðsglæpi Ísraelshers, dráp á 551 palestínsku barni og hátt í tvö þúsund óbreyttum borgurum. Þar er einnig fjallað um glæpi og gróf mannréttindabrot Hamas og árásir þeirra á Ísrael sem kostuðu sex óbreytta borgara lífið, þar á meðal barn. Tilefni skrifa þinna er leiðari Óla Kristjáns Ármannssonar, Um stríðsglæpi, þar sem hann fjallar um niðurstöðu skýrslunnar. Þar segir þú umræddan blaðamann stunda lélega fréttamennsku og gefur í skyn að skrif hans séu afurð fordóma og gyðingahaturs. Leiðari Óla Kristjáns er vissulega beittur og gagnrýnir að samþykktir alþjóðsamfélagsins séu að engu hafðar í Ísrael. Þar er þó tekið fram strax í byrjun að stríðsglæpir hafi verið framdir af bæði Ísraelsmönnum og Palestínumönnum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels fær svo heila málsgrein í leiðaranum til að útskýra hlið Ísraels, meðan hvorki talsmenn Palestínumanna né Hamas fá slíkt pláss.Vondur málstaður að verja Þar er þó sögð saga eins fórnarlambs stríðsins, hins sex ára gamla Baders Qdeih, sem fannst á flótta frá þorpinu Kuzah hlaupandi með innyflin úti og lést stuttu síðar í sjúkrabíl við varðstöð Ísraelshers. Þú segir réttilega að dauði drengsins sé ömurlegur, en tekur síðan fram að það að „lítill drengur lét lífið er því miður fórnin sem er færð með háttalagi Palestínuaraba“. Talandi um fordóma. Að réttlæta dráp á barni, palestínsku eða ísraelsku, með því að að tala um slæmt háttalag heillar þjóðar finnst mér í besta falli ósmekklegt. Segir margt um þinn málflutning. Þegar maður hefur vondan málstað að verja, eins og dráp á börnum og hernám á heilli þjóð, er kannski eðilegt að fara út á hálan ís í röksemdafærslum sínum. En að reyna að réttlæta voðaverk hermanna eða hernámsstefnu ísraelskra yfirvalda með því að tala um gyðinghatur er ekki aðeins lágkúrulegt, heldur vanvirðing við fórnarlömb gyðinghaturs fyrr og nú. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmörg samtök gyðinga um allan heim hafi mótmælt árásarstríði Ísraels á Gaza. Þau hundruð þúsunda, gyðingar sem aðrir, sem streymdu út á göturnar í borgum og bæjum, m.a. í New York og á Ísafirði, fyrir ári til að mótmæla árásum Ísraelshers á Gaza og hernámi Palestínu eru kannski ekki sömu skoðunar og þú. En þetta fólk er ekki gyðinghatarar. Frekar en þeir blaðamenn sem voga sér að fjalla um framferði Ísraelshers í hertekinni Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Um stríðsglæpi Leiddar eru að því líkur að stríðsglæpir hafi verið framdir bæði af hálfu Ísraelsmanna og Palestínumanna í tengslum við árásir Ísraelshers á Gasa í fyrra. Niðurstaðan, sem sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna birti í byrjun vikunnar, kemur svo sem ekki á óvart. 24. júní 2015 07:00 „Skoðun“ blaðamanns Hér áður fyrr var evrópskum gyðingum gert það að sök að drepa börn kristinna í tengslum við helgisiði þeirra. Þeim var og gert það að sök að eitra vatnsbrunna í þeim tilgangi að koma af stað smitfaröldrum. Þá voru útbreidd hin alkunnu ósannindi að 3. júlí 2015 08:52 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Herra Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi og á Íslandi. Ég tók eftir lesendabréfi þínu í Fréttablaðinu um daginn og get ekki staðist mátið að senda þér nokkrar línur sem svar. Þú veist jafn vel og ég að í átökum Ísraela og Palestínumanna hernemur annar aðilinn hinn, stundar þar landrán og reisir landránsbyggðir í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, Genfarsáttmálann og önnur alþjóðalög. Þú minnist þó ekki einu orði á hernámið í grein þinni eða þá staðreynd að samkvæmt alþjóðalögum og áliti Sameinuðu þjóðanna er Gaza hernumið svæði. Ísraelsher ræður land- og lofthelgi þess ásamt landamærum og „öryggisvæðum“ – og ber því sem hernámsaðila að tryggja öryggi íbúanna. Líkt og þú hafa ísraelskir ráðamenn og margir talsmenn Hamas átt erfitt með að horfast í augu við niðurstöðu nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem upplýst er um stórfellda stríðsglæpi Ísraelshers, dráp á 551 palestínsku barni og hátt í tvö þúsund óbreyttum borgurum. Þar er einnig fjallað um glæpi og gróf mannréttindabrot Hamas og árásir þeirra á Ísrael sem kostuðu sex óbreytta borgara lífið, þar á meðal barn. Tilefni skrifa þinna er leiðari Óla Kristjáns Ármannssonar, Um stríðsglæpi, þar sem hann fjallar um niðurstöðu skýrslunnar. Þar segir þú umræddan blaðamann stunda lélega fréttamennsku og gefur í skyn að skrif hans séu afurð fordóma og gyðingahaturs. Leiðari Óla Kristjáns er vissulega beittur og gagnrýnir að samþykktir alþjóðsamfélagsins séu að engu hafðar í Ísrael. Þar er þó tekið fram strax í byrjun að stríðsglæpir hafi verið framdir af bæði Ísraelsmönnum og Palestínumönnum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels fær svo heila málsgrein í leiðaranum til að útskýra hlið Ísraels, meðan hvorki talsmenn Palestínumanna né Hamas fá slíkt pláss.Vondur málstaður að verja Þar er þó sögð saga eins fórnarlambs stríðsins, hins sex ára gamla Baders Qdeih, sem fannst á flótta frá þorpinu Kuzah hlaupandi með innyflin úti og lést stuttu síðar í sjúkrabíl við varðstöð Ísraelshers. Þú segir réttilega að dauði drengsins sé ömurlegur, en tekur síðan fram að það að „lítill drengur lét lífið er því miður fórnin sem er færð með háttalagi Palestínuaraba“. Talandi um fordóma. Að réttlæta dráp á barni, palestínsku eða ísraelsku, með því að að tala um slæmt háttalag heillar þjóðar finnst mér í besta falli ósmekklegt. Segir margt um þinn málflutning. Þegar maður hefur vondan málstað að verja, eins og dráp á börnum og hernám á heilli þjóð, er kannski eðilegt að fara út á hálan ís í röksemdafærslum sínum. En að reyna að réttlæta voðaverk hermanna eða hernámsstefnu ísraelskra yfirvalda með því að tala um gyðinghatur er ekki aðeins lágkúrulegt, heldur vanvirðing við fórnarlömb gyðinghaturs fyrr og nú. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmörg samtök gyðinga um allan heim hafi mótmælt árásarstríði Ísraels á Gaza. Þau hundruð þúsunda, gyðingar sem aðrir, sem streymdu út á göturnar í borgum og bæjum, m.a. í New York og á Ísafirði, fyrir ári til að mótmæla árásum Ísraelshers á Gaza og hernámi Palestínu eru kannski ekki sömu skoðunar og þú. En þetta fólk er ekki gyðinghatarar. Frekar en þeir blaðamenn sem voga sér að fjalla um framferði Ísraelshers í hertekinni Palestínu.
Um stríðsglæpi Leiddar eru að því líkur að stríðsglæpir hafi verið framdir bæði af hálfu Ísraelsmanna og Palestínumanna í tengslum við árásir Ísraelshers á Gasa í fyrra. Niðurstaðan, sem sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna birti í byrjun vikunnar, kemur svo sem ekki á óvart. 24. júní 2015 07:00
„Skoðun“ blaðamanns Hér áður fyrr var evrópskum gyðingum gert það að sök að drepa börn kristinna í tengslum við helgisiði þeirra. Þeim var og gert það að sök að eitra vatnsbrunna í þeim tilgangi að koma af stað smitfaröldrum. Þá voru útbreidd hin alkunnu ósannindi að 3. júlí 2015 08:52
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun