Er þörf á Samstöðu? 14. júlí 2015 12:00 Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa hætt þátttöku í pólitískum samtökum á vinstri vængnum upp úr 1984 fannst mér rétt að reyna að hafa áhrif á stofnun Samfylkingarinnar (1999) sem raunverulegrar samfylkingar nánast allra vinstri manna. Til þess ræddi ég við fáeina lykilkarla og lykilkonu en allt kom fyrir ekki. Því miður. Grunnhugmyndin að regnhlífarsamtökum félagshyggjufólks var ættuð frá Frakklandi og haldið á lofti af Vilmundi heitnum Gylfasyni. Gamalreynd en erfið aðferðafræðin felst í að fólk komi sér saman um helstu stefnumál og starfshætti sem duga til að móta og reka félagslega og hagfræðilega sjálfbært samfélag til næstu ára en geti eftir sem áður deilt um grunngerðina – kapítalisma, sósíalisma, þingræði, lýðræði, alþýðuvöld og fleira sem helstu grunnhugtök stjórnmála taka til og menn leggja ólíkan skilning í. Ávinningurinn felst í að hafa nægilega öflugan stuðning almennings, í gegnum kosningar, þingbundið lýðræði, endurskoðaða stjórnarskrá og virk samskipti við þúsundir (utan regnhlífarsamtakanna), til að reka mannvænna samfélag en nú er við lýði, til a.m.k. kosti áratugar. Nú til dags er komin ný vídd inn í þá vinnu: Umhverfismál og hugmyndir um sjálfbær samfélög á heimsvísu. Fimmtán ára vegferð, lengst af með Samfylkinguna og Vinstri græna sem aðalleikara á vinstri væng stjórnmálanna, hefur verið þannig að hann hefur koðnað niður, flest samtök launafólks týnt biti og samstöðu og kreppur nagað stoðir samfélagsins jafnt sem efnahag allt of margra. Í vökinni hefur vaxið hópur félagshyggjufólks, sjóræningjarnir, sem um 30% kjósenda binda vonir við. Enginn veit hvað sprettur af nýjabrumi hvert vor en hitt má benda á: Það er löngu kominn tími til að framboðin/flokkarnir þrír sem samanlagt hafa enn kosningafylgi um 25-30%, S, Bf og Vg, horfi jafnt inn á við sem út á við og spyrji spurninga eins og þessara: Getum við unnið saman sem starfhæf eining (samfylking), að hverju og þá hvernig? Getum við virkjað félagshyggjufólk utan flokkanna, m.a. í nokkrum litlum samtökum, og þá hvernig? Getum við tekið í hendur sjóræningja og fundið breiðan samstarfsgrunn? Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa í þessum efnum. Það á að ræða stofnun Samstöðu. Næstu árin mun öll grunngerð íslensks þjóðfélags og flestra annarra samfélaga veraldar væntanlega ekki umturnast. En sífellt erfiðari verkefni í íslenskum fjármálum, umhverfismálum, öryggismálum og félagsþjónustu útheimta stjórnmálaafl sem getur verið fulltrúi mannúðar og skynsemi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun