Nú brestur 'ann á með ferðalögum Smari Sigurðsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Um þessar mundir halda þúsundir fjölskyldna á vit þeirra ævintýra sem Ísland hefur upp á að bjóða. Auk okkar heimamanna eru hér fjölmargir erlendir gestir að reyna að fanga svipaða stemningu. Stór hluti þessa hóps heldur út á þjóðvegina til að koma sér á fyrirheitna staðinn en þar hefur umferðin margfaldast og stefnir í að verða meiri og þéttari en nokkru sinni fyrr. Að sama skapi hafa gæði vegakerfisins ekki fylgt eftir fjölgun notenda. Bílafjöldi landans er á svipuðu róli og verið hefur síðasta áratuginn en samsetningin breyst; húsbílum hefur fjölgað verulega í umferðinni, tjaldvagnarnir eru orðnir að fellihýsum og gömlu fellihýsin að hjólhýsum. Að auki hefur fjöldi hópferðabíla og bílaleigubíla með erlenda ökumenn margfaldast á þjóðvegunum síðustu ár. Íslendingar elta veðrið og bæjarhátíðir hvers konar á meðan erlendu gestirnir fylgja margir hverjir upplýsingum um áhugaverða staði. Hluti ferðalanganna heldur inn á hálendið eða á fáfarnari slóðir. Búast má við að aðstæður á hálendinu til aksturs og gönguferða verði með erfiðara móti fyrst um sinn vegna snjóa, á sunnanverðu hálendinu er t.a.m. víða meiri snjór en verið hefur mörg undanfarin ár og sama gildir um snjóalög t.d. á Sprengisandi og Gæsavatnaleið. Vegahaldarar gera sitt besta til að opna flesta fjallvegi svo fljótt sem skynsemin leyfir en fyrst um sinn verða margir þessara slóða blautir og torfærir þrátt fyrir að vera auglýstir opnir. Með tilheyrandi sumarhlýindum má síðan reikna með miklum leysingum í ám og lækjum umfram venju. Hvernig ætli erlendir gestir okkar séu undirbúnir að aka um þrönga þjóðvegi eða hálendisvegi með stórum drullupollum, sandbleytu og óbrúuðum ám og lækjum? Eða þeir sem hyggjast reima á sig gönguskóna og halda til fjalla, t.d. ganga frá Mývatni að Skógum eða hring að Fjallabaki. Hafa þeir nægar upplýsingar um óvenju mikil snjóalög og erfiðari gönguskilyrði? Gerði auglýsingabæklingurinn ráð fyrir þessum breytum?Á ábyrgð okkar allra Og hvað með okkur sjálf sem hér höfum alið allan okkar aldur? Þekkjum við ekki allar þessar hindranir og breytileika náttúrunnar af langri reynslu? Hér hefur fólk verið á ferðinni allt frá landnámi svo reynslan ætti að segja til sín, eða hvað? Þá er ekki úr vegi að við, sem landið byggjum með alla okkar reynslu og þekkingu, miðlum visku okkar til gestanna sem sækja okkur heim. Það er á ábyrgð okkar allra að láta lífið snúast á farsælan eðlilegan hátt og allir komi heilir heim. Það markmið gæti náðst ef allir leggjast á eitt. Hlekkur í þessari keðju er Slysavarnafélagið Landsbjörg. Á vefslóðinni www.safetravel.is má finna margvíslegar upplýsingar um ferðalög og aðstæður til ferðalaga og þar má skilja eftir ferðaáætlun sem er mikilvægt þegar ferðast er utan alfaraleiðar. Vefurinn er á íslensku og ensku og eiga flestir að geta sótt þangað upplýsingar og fræðslu um örugga ferðamennsku. Í sumar munu björgunarsveitir standa vaktina á hálendinu, til taks ef á þarf að halda. Fyrst og fremst til að miðla þekkingu og reynslu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óhöpp og slys en jafnframt til að bregðast við ef í nauðir rekur. Hálendisvakt björgunarsveita verður með búðir á þremur stöðum á hálendinu í sumar, við skálann Dreka við Öskju, í Nýjadal á Sprengisandi og í Landmannalaugum. Hægt verður að ná sambandi við hálendisvaktina í gegnum skálaverði, starfsmenn þjóðgarðsins eða með því að hringja í neyðarnúmerið 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir halda þúsundir fjölskyldna á vit þeirra ævintýra sem Ísland hefur upp á að bjóða. Auk okkar heimamanna eru hér fjölmargir erlendir gestir að reyna að fanga svipaða stemningu. Stór hluti þessa hóps heldur út á þjóðvegina til að koma sér á fyrirheitna staðinn en þar hefur umferðin margfaldast og stefnir í að verða meiri og þéttari en nokkru sinni fyrr. Að sama skapi hafa gæði vegakerfisins ekki fylgt eftir fjölgun notenda. Bílafjöldi landans er á svipuðu róli og verið hefur síðasta áratuginn en samsetningin breyst; húsbílum hefur fjölgað verulega í umferðinni, tjaldvagnarnir eru orðnir að fellihýsum og gömlu fellihýsin að hjólhýsum. Að auki hefur fjöldi hópferðabíla og bílaleigubíla með erlenda ökumenn margfaldast á þjóðvegunum síðustu ár. Íslendingar elta veðrið og bæjarhátíðir hvers konar á meðan erlendu gestirnir fylgja margir hverjir upplýsingum um áhugaverða staði. Hluti ferðalanganna heldur inn á hálendið eða á fáfarnari slóðir. Búast má við að aðstæður á hálendinu til aksturs og gönguferða verði með erfiðara móti fyrst um sinn vegna snjóa, á sunnanverðu hálendinu er t.a.m. víða meiri snjór en verið hefur mörg undanfarin ár og sama gildir um snjóalög t.d. á Sprengisandi og Gæsavatnaleið. Vegahaldarar gera sitt besta til að opna flesta fjallvegi svo fljótt sem skynsemin leyfir en fyrst um sinn verða margir þessara slóða blautir og torfærir þrátt fyrir að vera auglýstir opnir. Með tilheyrandi sumarhlýindum má síðan reikna með miklum leysingum í ám og lækjum umfram venju. Hvernig ætli erlendir gestir okkar séu undirbúnir að aka um þrönga þjóðvegi eða hálendisvegi með stórum drullupollum, sandbleytu og óbrúuðum ám og lækjum? Eða þeir sem hyggjast reima á sig gönguskóna og halda til fjalla, t.d. ganga frá Mývatni að Skógum eða hring að Fjallabaki. Hafa þeir nægar upplýsingar um óvenju mikil snjóalög og erfiðari gönguskilyrði? Gerði auglýsingabæklingurinn ráð fyrir þessum breytum?Á ábyrgð okkar allra Og hvað með okkur sjálf sem hér höfum alið allan okkar aldur? Þekkjum við ekki allar þessar hindranir og breytileika náttúrunnar af langri reynslu? Hér hefur fólk verið á ferðinni allt frá landnámi svo reynslan ætti að segja til sín, eða hvað? Þá er ekki úr vegi að við, sem landið byggjum með alla okkar reynslu og þekkingu, miðlum visku okkar til gestanna sem sækja okkur heim. Það er á ábyrgð okkar allra að láta lífið snúast á farsælan eðlilegan hátt og allir komi heilir heim. Það markmið gæti náðst ef allir leggjast á eitt. Hlekkur í þessari keðju er Slysavarnafélagið Landsbjörg. Á vefslóðinni www.safetravel.is má finna margvíslegar upplýsingar um ferðalög og aðstæður til ferðalaga og þar má skilja eftir ferðaáætlun sem er mikilvægt þegar ferðast er utan alfaraleiðar. Vefurinn er á íslensku og ensku og eiga flestir að geta sótt þangað upplýsingar og fræðslu um örugga ferðamennsku. Í sumar munu björgunarsveitir standa vaktina á hálendinu, til taks ef á þarf að halda. Fyrst og fremst til að miðla þekkingu og reynslu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óhöpp og slys en jafnframt til að bregðast við ef í nauðir rekur. Hálendisvakt björgunarsveita verður með búðir á þremur stöðum á hálendinu í sumar, við skálann Dreka við Öskju, í Nýjadal á Sprengisandi og í Landmannalaugum. Hægt verður að ná sambandi við hálendisvaktina í gegnum skálaverði, starfsmenn þjóðgarðsins eða með því að hringja í neyðarnúmerið 112.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar