Elsta félag á Íslandi 200 ára Valgeir Ástráðsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Þann 10. júlí 2015 eru liðin 200 ár síðan komið var saman að Aðalstræti 10 í Reykjavík eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni. Ákveðið var þar að stofna félag og því kosin stjórn. Skyldi félagið setja sér markmið og skyldur til útgáfu Biblíunnar á íslensku, gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska biblíufélag. Eftir óslitið farsælt starf í 200 ár er biblíufélagið elsta félag á Íslandi. Sannarlega er vert að þeirra tímamóta sé gaumur gefinn og þeirra minnst. Biblíufélagið er sameiginlegur vettvangur allra kristnu safnaða landsins. Meðal kristins fólks þar og víða um veröld er Biblían jafnan nefnd Guðs orð. Í því felst sú sannfæring, að sé hlustað í einlægni á það sem þar stendur, megi skynja nálægð þess, sem er ofar öllu, en vill samt hafa samband við fólk til stuðnings og hjálpar. Það var uppörvun sem reyndist íslenskri þjóð það vel í baráttu lífsins að oft skipti sköpum og gaf þjóðinni getu til að lifa af, sem ella hefði ekki tekist. Biblían var lifandi bók, eins og hún er nú meir en nokkru sinni fyrr um alla veröld. Svo samanslungin hefur Biblían verið menningu og hugsun þjóðar okkar, að hvarvetna má sjá skýr mörk þess. Bent hefur t.d. verið á af fræðimönnum að löngu áður en þjóðin eignaðist heildarútgáfu Biblíunnar á íslenska tungu hafi orð og líkingar Biblíunnar samfléttast öllu máli þjóðtungunnar. Það komi fram í einstökum orðum, orðasamböndum, orðatiltækjum, málsháttum, nafnahefð, flest af því að líkindum frá upphafi þjóðar. Ekki er langsótt að segja notkun Biblíunnar einn mikilvægasta þátt í varðveislu tungu og þar með þjóðar.Lifandi bók Þess ber að minnast á tímamótum. Að stuðla að því farsæla í lífi einstaklinga og þjóðar er hlutverk elsta félags landsins. En þá er ótalið það merka starf sem félagið er þátttakandi í á heimsvísu. Þegar félagið var stofnað árið 1815 var það fyrir hvatningu hins mæta manns og Íslandsvinar Ebenezer Hendersons. Hann kom á vegum breska biblíufélagsins og því tókust mikilvæg tengsl. Þegar biblíufélög víða um veröld mynduðu samtök, „Sameinuðu biblíufélögin“ (UBS - unitedbiblesocieties.org), varð íslenska félagið þar í hópi. Þar eru nú meir en 200 hliðstæð félög hvaðanæva í heiminum. Af því samstarfi hefur íslenska félagið notið stuðnings, en líka fengið að taka þátt í spennandi verkefnum. Á vegum aðildarfélaganna er unnið að útgáfu og dreifingu Biblíunnar og biblíuhluta – mikið þýðingarstarf fer þar fram og oftar en ekki fylgir því smíði ritmáls. Biblíum er dreift í tugmilljónum árlega, biblíuhlutum í hundruðum milljóna eintaka, en samt tekst ekki að fullnægja þörfum. Þar eru verðug verkefni. Biblían er lifandi bók, það sést m.a. af þessu. Mest er hún þó lifandi, þar sem hún nær því að hressa sálu, leiða réttan veg. Það er vert að minnast þess á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags og taka þátt í góðu verki. Hinn 10. júlí verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni, gengið til stofnstaðarins og gerð heitstrenging til að efla gott starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2015 eru liðin 200 ár síðan komið var saman að Aðalstræti 10 í Reykjavík eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni. Ákveðið var þar að stofna félag og því kosin stjórn. Skyldi félagið setja sér markmið og skyldur til útgáfu Biblíunnar á íslensku, gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska biblíufélag. Eftir óslitið farsælt starf í 200 ár er biblíufélagið elsta félag á Íslandi. Sannarlega er vert að þeirra tímamóta sé gaumur gefinn og þeirra minnst. Biblíufélagið er sameiginlegur vettvangur allra kristnu safnaða landsins. Meðal kristins fólks þar og víða um veröld er Biblían jafnan nefnd Guðs orð. Í því felst sú sannfæring, að sé hlustað í einlægni á það sem þar stendur, megi skynja nálægð þess, sem er ofar öllu, en vill samt hafa samband við fólk til stuðnings og hjálpar. Það var uppörvun sem reyndist íslenskri þjóð það vel í baráttu lífsins að oft skipti sköpum og gaf þjóðinni getu til að lifa af, sem ella hefði ekki tekist. Biblían var lifandi bók, eins og hún er nú meir en nokkru sinni fyrr um alla veröld. Svo samanslungin hefur Biblían verið menningu og hugsun þjóðar okkar, að hvarvetna má sjá skýr mörk þess. Bent hefur t.d. verið á af fræðimönnum að löngu áður en þjóðin eignaðist heildarútgáfu Biblíunnar á íslenska tungu hafi orð og líkingar Biblíunnar samfléttast öllu máli þjóðtungunnar. Það komi fram í einstökum orðum, orðasamböndum, orðatiltækjum, málsháttum, nafnahefð, flest af því að líkindum frá upphafi þjóðar. Ekki er langsótt að segja notkun Biblíunnar einn mikilvægasta þátt í varðveislu tungu og þar með þjóðar.Lifandi bók Þess ber að minnast á tímamótum. Að stuðla að því farsæla í lífi einstaklinga og þjóðar er hlutverk elsta félags landsins. En þá er ótalið það merka starf sem félagið er þátttakandi í á heimsvísu. Þegar félagið var stofnað árið 1815 var það fyrir hvatningu hins mæta manns og Íslandsvinar Ebenezer Hendersons. Hann kom á vegum breska biblíufélagsins og því tókust mikilvæg tengsl. Þegar biblíufélög víða um veröld mynduðu samtök, „Sameinuðu biblíufélögin“ (UBS - unitedbiblesocieties.org), varð íslenska félagið þar í hópi. Þar eru nú meir en 200 hliðstæð félög hvaðanæva í heiminum. Af því samstarfi hefur íslenska félagið notið stuðnings, en líka fengið að taka þátt í spennandi verkefnum. Á vegum aðildarfélaganna er unnið að útgáfu og dreifingu Biblíunnar og biblíuhluta – mikið þýðingarstarf fer þar fram og oftar en ekki fylgir því smíði ritmáls. Biblíum er dreift í tugmilljónum árlega, biblíuhlutum í hundruðum milljóna eintaka, en samt tekst ekki að fullnægja þörfum. Þar eru verðug verkefni. Biblían er lifandi bók, það sést m.a. af þessu. Mest er hún þó lifandi, þar sem hún nær því að hressa sálu, leiða réttan veg. Það er vert að minnast þess á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags og taka þátt í góðu verki. Hinn 10. júlí verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni, gengið til stofnstaðarins og gerð heitstrenging til að efla gott starf.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar