Elsta félag á Íslandi 200 ára Valgeir Ástráðsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Þann 10. júlí 2015 eru liðin 200 ár síðan komið var saman að Aðalstræti 10 í Reykjavík eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni. Ákveðið var þar að stofna félag og því kosin stjórn. Skyldi félagið setja sér markmið og skyldur til útgáfu Biblíunnar á íslensku, gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska biblíufélag. Eftir óslitið farsælt starf í 200 ár er biblíufélagið elsta félag á Íslandi. Sannarlega er vert að þeirra tímamóta sé gaumur gefinn og þeirra minnst. Biblíufélagið er sameiginlegur vettvangur allra kristnu safnaða landsins. Meðal kristins fólks þar og víða um veröld er Biblían jafnan nefnd Guðs orð. Í því felst sú sannfæring, að sé hlustað í einlægni á það sem þar stendur, megi skynja nálægð þess, sem er ofar öllu, en vill samt hafa samband við fólk til stuðnings og hjálpar. Það var uppörvun sem reyndist íslenskri þjóð það vel í baráttu lífsins að oft skipti sköpum og gaf þjóðinni getu til að lifa af, sem ella hefði ekki tekist. Biblían var lifandi bók, eins og hún er nú meir en nokkru sinni fyrr um alla veröld. Svo samanslungin hefur Biblían verið menningu og hugsun þjóðar okkar, að hvarvetna má sjá skýr mörk þess. Bent hefur t.d. verið á af fræðimönnum að löngu áður en þjóðin eignaðist heildarútgáfu Biblíunnar á íslenska tungu hafi orð og líkingar Biblíunnar samfléttast öllu máli þjóðtungunnar. Það komi fram í einstökum orðum, orðasamböndum, orðatiltækjum, málsháttum, nafnahefð, flest af því að líkindum frá upphafi þjóðar. Ekki er langsótt að segja notkun Biblíunnar einn mikilvægasta þátt í varðveislu tungu og þar með þjóðar.Lifandi bók Þess ber að minnast á tímamótum. Að stuðla að því farsæla í lífi einstaklinga og þjóðar er hlutverk elsta félags landsins. En þá er ótalið það merka starf sem félagið er þátttakandi í á heimsvísu. Þegar félagið var stofnað árið 1815 var það fyrir hvatningu hins mæta manns og Íslandsvinar Ebenezer Hendersons. Hann kom á vegum breska biblíufélagsins og því tókust mikilvæg tengsl. Þegar biblíufélög víða um veröld mynduðu samtök, „Sameinuðu biblíufélögin“ (UBS - unitedbiblesocieties.org), varð íslenska félagið þar í hópi. Þar eru nú meir en 200 hliðstæð félög hvaðanæva í heiminum. Af því samstarfi hefur íslenska félagið notið stuðnings, en líka fengið að taka þátt í spennandi verkefnum. Á vegum aðildarfélaganna er unnið að útgáfu og dreifingu Biblíunnar og biblíuhluta – mikið þýðingarstarf fer þar fram og oftar en ekki fylgir því smíði ritmáls. Biblíum er dreift í tugmilljónum árlega, biblíuhlutum í hundruðum milljóna eintaka, en samt tekst ekki að fullnægja þörfum. Þar eru verðug verkefni. Biblían er lifandi bók, það sést m.a. af þessu. Mest er hún þó lifandi, þar sem hún nær því að hressa sálu, leiða réttan veg. Það er vert að minnast þess á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags og taka þátt í góðu verki. Hinn 10. júlí verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni, gengið til stofnstaðarins og gerð heitstrenging til að efla gott starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2015 eru liðin 200 ár síðan komið var saman að Aðalstræti 10 í Reykjavík eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni. Ákveðið var þar að stofna félag og því kosin stjórn. Skyldi félagið setja sér markmið og skyldur til útgáfu Biblíunnar á íslensku, gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska biblíufélag. Eftir óslitið farsælt starf í 200 ár er biblíufélagið elsta félag á Íslandi. Sannarlega er vert að þeirra tímamóta sé gaumur gefinn og þeirra minnst. Biblíufélagið er sameiginlegur vettvangur allra kristnu safnaða landsins. Meðal kristins fólks þar og víða um veröld er Biblían jafnan nefnd Guðs orð. Í því felst sú sannfæring, að sé hlustað í einlægni á það sem þar stendur, megi skynja nálægð þess, sem er ofar öllu, en vill samt hafa samband við fólk til stuðnings og hjálpar. Það var uppörvun sem reyndist íslenskri þjóð það vel í baráttu lífsins að oft skipti sköpum og gaf þjóðinni getu til að lifa af, sem ella hefði ekki tekist. Biblían var lifandi bók, eins og hún er nú meir en nokkru sinni fyrr um alla veröld. Svo samanslungin hefur Biblían verið menningu og hugsun þjóðar okkar, að hvarvetna má sjá skýr mörk þess. Bent hefur t.d. verið á af fræðimönnum að löngu áður en þjóðin eignaðist heildarútgáfu Biblíunnar á íslenska tungu hafi orð og líkingar Biblíunnar samfléttast öllu máli þjóðtungunnar. Það komi fram í einstökum orðum, orðasamböndum, orðatiltækjum, málsháttum, nafnahefð, flest af því að líkindum frá upphafi þjóðar. Ekki er langsótt að segja notkun Biblíunnar einn mikilvægasta þátt í varðveislu tungu og þar með þjóðar.Lifandi bók Þess ber að minnast á tímamótum. Að stuðla að því farsæla í lífi einstaklinga og þjóðar er hlutverk elsta félags landsins. En þá er ótalið það merka starf sem félagið er þátttakandi í á heimsvísu. Þegar félagið var stofnað árið 1815 var það fyrir hvatningu hins mæta manns og Íslandsvinar Ebenezer Hendersons. Hann kom á vegum breska biblíufélagsins og því tókust mikilvæg tengsl. Þegar biblíufélög víða um veröld mynduðu samtök, „Sameinuðu biblíufélögin“ (UBS - unitedbiblesocieties.org), varð íslenska félagið þar í hópi. Þar eru nú meir en 200 hliðstæð félög hvaðanæva í heiminum. Af því samstarfi hefur íslenska félagið notið stuðnings, en líka fengið að taka þátt í spennandi verkefnum. Á vegum aðildarfélaganna er unnið að útgáfu og dreifingu Biblíunnar og biblíuhluta – mikið þýðingarstarf fer þar fram og oftar en ekki fylgir því smíði ritmáls. Biblíum er dreift í tugmilljónum árlega, biblíuhlutum í hundruðum milljóna eintaka, en samt tekst ekki að fullnægja þörfum. Þar eru verðug verkefni. Biblían er lifandi bók, það sést m.a. af þessu. Mest er hún þó lifandi, þar sem hún nær því að hressa sálu, leiða réttan veg. Það er vert að minnast þess á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags og taka þátt í góðu verki. Hinn 10. júlí verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni, gengið til stofnstaðarins og gerð heitstrenging til að efla gott starf.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar