Valkyrjur og víkingar Anna Eyvör Ragnarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun