Valkyrjur og víkingar Anna Eyvör Ragnarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar