Fjölbreytni í laganámi Magnús Smári Smárason skrifar 2. júlí 2015 07:00 Í leiðara í Fréttablaðinu frá 27. júní fjallar Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri blaðsins, um hættuna á því að laganemar á Íslandi séu allir steyptir í sama mót og af því hljótist að „lítil gerjun verði í faglegri umræðu.“ Ábending Kristínar um að „Laganám á Íslandi hafi oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun“ á að nokkru rétt á sér en þó er vert að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur í laganámi á Íslandi. Á liðnum árum hefur orðið veruleg breyting á þeim kröfum sem gerðar eru til íslenskra lögfræðinga. Þjóðaréttur, Evrópuréttur, mannréttindi og stjórnsýsluréttur eru réttarsvið sem hafa fengið aukið vægi miðað við það sem áður var. Réttarheimspekin, grundvöllur lögfræðinnar í heimi fræða og vísinda, hefur að auki gengið í endurnýjun lífdaga. Breytingar sem þessar kalla óhjákvæmilega á fjölbreyttara námsframboð og nýjar nálganir. Í dag eru starfandi fjórar lagadeildir við háskóla landsins, hver deild með sínar áherslur og er það vel. Við lagadeild Háskólans á Akureyri er skipulag og námstilhögun með nokkuð öðru móti en við aðrar lagadeildir hérlendis. Námið hefur frá upphafi verið skipulagt með hliðsjón af viðmiðum Bolognia-fyrirkomulagsins þ.e. í grunnnám (B.A.) og meistaranám (M.L.). Grunnnámið tekur mið af þeirri þróun sem orðið hefur í lagakennslu í Evrópu á liðnum 15-20 árum og er megináhersla lögð á fræðilega þætti lögfræðinnar sem og þjóðarétt, samanburðarlögfræði, réttarsögu og réttarheimspeki. Segja má að B.A.-námið sé þriggja ára lögfræðileg heimsreisa þar sem farið er um víðan völl fræðanna. Að því loknu geta þeir sem vilja haldið áfram og hafið nám á meistarastigi þar sem tekist er á við hefðbundnar greinar íslensks réttar.Sótt fram Í grunnnámi við lagadeild Háskólans á Akureyri miðar námið að því að tryggja að nemendur öðlist þekkingu og nái góðu valdi á þeim greinum sem nauðsynlegar eru til að takast á við lögfræðileg viðfangsefni og álitamál. Einstakir þættir almennrar lögfræði, s.s. réttarheimildarfræði, lögskýringar og kennileg lögfræði, (aðferðafræði lögfræðinnar) eru kenndir í samfellu þótt hver og ein grein sé kennd á sérstöku námskeiði. Meginlandsréttur sem og fordæmisréttur eru á sínum stað og á þeim þremur skólaárum sem það tekur að ljúka B.A.-náminu er u.þ.b. þriðjungur námskeiða kenndur á ensku. Það má því segja að hið almenna komi á undan hinu sértæka eins og tíðkast í öðrum námsgreinum. Útskrifaðir laganemar úr grunnámi við Háskólann á Akureyri hafa sótt fram á ýmsum sviðum fræðanna. Flestir hafa lokið M.L.-gráðu í lögfræði, aðrir farið í meistaranám í alþjóðasamskiptum, stjórnmálafræði og skyldum greinum. Þó nokkur hópur hefur að loknu M.L.-námi haldið áfram við skólann og lokið L.LM.-gráðu í heimskautarétti og enn aðrir eru að hefja doktorsnám í lögfræði. Nú sem fyrr er það svo að góð lögfræðimenntun gagnast þeim sem yfir henni býr og svo mun verða á meðan mannfólkið óskar eftir að búa í lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru og vörður er staðinn um réttarríkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í leiðara í Fréttablaðinu frá 27. júní fjallar Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri blaðsins, um hættuna á því að laganemar á Íslandi séu allir steyptir í sama mót og af því hljótist að „lítil gerjun verði í faglegri umræðu.“ Ábending Kristínar um að „Laganám á Íslandi hafi oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun“ á að nokkru rétt á sér en þó er vert að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur í laganámi á Íslandi. Á liðnum árum hefur orðið veruleg breyting á þeim kröfum sem gerðar eru til íslenskra lögfræðinga. Þjóðaréttur, Evrópuréttur, mannréttindi og stjórnsýsluréttur eru réttarsvið sem hafa fengið aukið vægi miðað við það sem áður var. Réttarheimspekin, grundvöllur lögfræðinnar í heimi fræða og vísinda, hefur að auki gengið í endurnýjun lífdaga. Breytingar sem þessar kalla óhjákvæmilega á fjölbreyttara námsframboð og nýjar nálganir. Í dag eru starfandi fjórar lagadeildir við háskóla landsins, hver deild með sínar áherslur og er það vel. Við lagadeild Háskólans á Akureyri er skipulag og námstilhögun með nokkuð öðru móti en við aðrar lagadeildir hérlendis. Námið hefur frá upphafi verið skipulagt með hliðsjón af viðmiðum Bolognia-fyrirkomulagsins þ.e. í grunnnám (B.A.) og meistaranám (M.L.). Grunnnámið tekur mið af þeirri þróun sem orðið hefur í lagakennslu í Evrópu á liðnum 15-20 árum og er megináhersla lögð á fræðilega þætti lögfræðinnar sem og þjóðarétt, samanburðarlögfræði, réttarsögu og réttarheimspeki. Segja má að B.A.-námið sé þriggja ára lögfræðileg heimsreisa þar sem farið er um víðan völl fræðanna. Að því loknu geta þeir sem vilja haldið áfram og hafið nám á meistarastigi þar sem tekist er á við hefðbundnar greinar íslensks réttar.Sótt fram Í grunnnámi við lagadeild Háskólans á Akureyri miðar námið að því að tryggja að nemendur öðlist þekkingu og nái góðu valdi á þeim greinum sem nauðsynlegar eru til að takast á við lögfræðileg viðfangsefni og álitamál. Einstakir þættir almennrar lögfræði, s.s. réttarheimildarfræði, lögskýringar og kennileg lögfræði, (aðferðafræði lögfræðinnar) eru kenndir í samfellu þótt hver og ein grein sé kennd á sérstöku námskeiði. Meginlandsréttur sem og fordæmisréttur eru á sínum stað og á þeim þremur skólaárum sem það tekur að ljúka B.A.-náminu er u.þ.b. þriðjungur námskeiða kenndur á ensku. Það má því segja að hið almenna komi á undan hinu sértæka eins og tíðkast í öðrum námsgreinum. Útskrifaðir laganemar úr grunnámi við Háskólann á Akureyri hafa sótt fram á ýmsum sviðum fræðanna. Flestir hafa lokið M.L.-gráðu í lögfræði, aðrir farið í meistaranám í alþjóðasamskiptum, stjórnmálafræði og skyldum greinum. Þó nokkur hópur hefur að loknu M.L.-námi haldið áfram við skólann og lokið L.LM.-gráðu í heimskautarétti og enn aðrir eru að hefja doktorsnám í lögfræði. Nú sem fyrr er það svo að góð lögfræðimenntun gagnast þeim sem yfir henni býr og svo mun verða á meðan mannfólkið óskar eftir að búa í lýðræðislegu samfélagi þar sem mannréttindi eru og vörður er staðinn um réttarríkið.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar