Útmeð'a! Jóhanna Dögg Pétursdóttir skrifar 30. júní 2015 07:00 Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun