Útmeð'a! Jóhanna Dögg Pétursdóttir skrifar 30. júní 2015 07:00 Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar