Útmeð'a! Jóhanna Dögg Pétursdóttir skrifar 30. júní 2015 07:00 Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Slagorðið „Útmeð'a“ er yfirskrift átaks Geðhjálpar og Rauða krossins gegn sjálfsvígum ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára sem er algengasta dánarorsök þessa aldurshóps. Nú um mánaðamótin mun 12 manna hlaupahópur hefja átakið í samstarfi við Geðhjálp og Rauða krossinn með það að markmiði að hlaupa hringinn í kringum landið á þjóðvegi eitt og hefst það í Reykjavík þann 30. júní og stendur til 5. júlí nk. Með hlaupinu vill hópurinn efna til vitundarvakningar um algengustu dánarorsök ungra íslenskra karla og safna áheitum/fé til að kosta gerð forvarnarmyndbands og herferð til að fækka sjálfsvígum sem hefst á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september í haust. Með slagorðinu „Útmeð'a“ eru ungir karlmenn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð til að stuðla að því að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Í grunninn er manneskjan gerð til þess að virka vel. Við höfum líffræðilegan, tilfinningalegan og huglægan búnað meðferðis sem er gerður til þess að virka. Það eru hins vegar margvíslegir áhrifaþættir sem spila saman og gera þann eiginleika ekki alltaf jafn einfaldan og aðgengilegan. Til að mynda kunnum við oft á tíðum ekkert allt of vel á þennan stórkostlega búnað sem við höfum meðferðis í lífinu. Við lærum misvel á virkni huga, líkama og sálar með aldri og árum en umhverfið hefur þar líka heilmikið að segja. Hreyfing er oft sett í samhengi við andlega vellíðan og er það mikilvægt fyrir okkur öll að huga að líkamanum og setja orku í þann farveg. Það skiptir hins vegar engu máli að geta hlaupið maraþon ef manni líður illa á sálinni, þó það geti hjálpað. Að koma tilfinningalegri orku út og geta talað um líðan sína er fyrsta skrefið og mikilvæg fyrir þær sakir að geta deilt líðan sinni og séð fram á veginn. Að öðrum kosti upplifum við þjáningu.Samfélagsleg ábyrgð Samfélagsleg ábyrgð spilar stórt hlutverk í umræðunni um sjálfsvíg. Við erum ekki eylönd og það kemur okkur við hvernig náunginn hefur það. Aðrir skipta máli. Öll höfum við áhrif hvert á annað með einum eða öðrum hætti og öll höfum við þörf fyrir að vera viðurkennd fyrir nákvæmlega það sem við erum. Gildi samfélagsins hafa almennt mikil áhrif á þau viðmið sem við berum okkur saman við. Hvernig við lítum á okkur sjálf – og hvernig við lítum á aðra. Af þessum sökum er mikilvægt að hafa skýr viðmið um það hvað það þýðir að vera manneskja. Þannig byggjum við upp heilbrigt samfélag sem samræmist þörfum okkar. Raunin er hins vegar önnur í heiminum í dag. Með því að segja „útmeð'a“ er fyrsta skrefið stigið í þá átt að koma líðan okkar í orð sem opnar farveg til lausna. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er ein leið til að leita sér hjálpar ef ekki er hægt að ræða við einhvern nákominn og nýlega var tekið í notkun 1717 netspjall sem er frábær kostur fyrir ungt fólk. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í verkefninu, hvort sem er með fjárframlögum eða í huga. Til þeirra sem eiga erfitt andlega og sjá ekki fram úr deginum og til aðstandenda sem eru ráðalausir þá eru skilaboð hlaupahópsins, Geðhjálpar og Rauða krossins: „Útmeð'a“ – ræðum saman og opnum umræðuna! Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun