Innlent

Mærudagar minni í sniðum

Snærós Sindradóttir skrifar
Mærudagurinn verður eftir sem áður haldinn í lok júlí.
Mærudagurinn verður eftir sem áður haldinn í lok júlí. Mynd/Hafþór Hreiðarsson
Mærudagar á Húsavík verða minni í sniðum í ár en síðustu ár. Ástæða er meðal annars 50 prósenta styrkskerðing frá sveitarfélaginu Norðurþing.

„Það virðist vera almennur vilji fyrir því að snúa hátíðinni yfir í gömlu góðu lókalhátíðina sem hún einu sinni var,“ er haft eftir Heiðari Hrafni Halldórssyni, forstöðumanni Húsavíkurstofu, á heimasíðu Raufarhafnar.

Mærudagar verða því að mærudegi í þetta sinn. Skemmtunin fer fram á laugardegi og auglýsingar fyrir hátíðina verða takmarkaðar mjög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×