Ódýrast að búa í Reykjavíkurborg Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2015 07:30 Reykjavík er ódýrasta sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Það er ódýrast að búa í Reykjavík en dýrast að búa í Hafnarfirði ef öll gjöld sveitarfélaga eru tekin saman. Fyrir dæmigerða fjögurra manna fjölskyldu munar um 200 þúsund krónum á kostnaði í skatta og gjöld á milli ódýrasta sveitarfélagsins og þess dýrasta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart. „Borgarstjórn hefur undanfarin ár forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna og þeirra sem eiga erfiðast með að láta enda ná saman,“ segir Dagur. Ef borin eru saman skattar og gjöld íbúa eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sést að búseta er dýrust í Hafnarfirði. Einnig eru útsvarstekjur Hafnfirðinga þær minnstu á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn á kostnaði fjölskyldna eftir búsetu er meiri ef um er að ræða einstætt foreldri með um 500 þúsund krónur á mánuði og þrjú börn, búandi í blokkaríbúð í meðalstærð. Er þá kostnaðurinn 400 þúsund krónum hærri á ári í Hafnarfirði en í Reykjavík eða næstum því heil mánaðarlaun. Ef skoðuð eru útgjöld og skattar fjölskyldu með tvö börn í 200 fermetra einbýlishúsi þar sem annað barnið er í leikskóla og hitt í grunnskóla sést að fasteignaskattar eru hæstir í Hafnarfirði af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en lægstir í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík og munar þar um 125 þúsund krónum á ársgrundvelli fyrir eitt barn. Hins vegar breytast hlutirnir gífurlega þegar einstæðingur er með tvö börn á leikskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu. Þá er kostnaður í Reykjavík lægstur eða 274.120 krónur. Kostnaðurinn í Hafnarfirði er 230% hærri eða 635 þúsund krónur. Þar kemur til að sum sveitarfélög veita ákveðnum hópum meiri afslætti en önnur. Í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, um fjármál Hafnarfjarðarkaupstaðar sem kynnt var gær kemur einnig fram að útsvarstekjur á hvern íbúa í Hafnarfirði eru þær lægstu af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Meðalútsvarstekjur eru 413 þúsund krónur þar sem þær eru lægstar en 491 þúsund krónur á Seltjarnarnesi þar sem þær eru hæstar. Dagur segir systkinaafslætti jafna kjör og það skipti miklu máli þegar allt er tekið saman. „Þyngst vega í þessu sjálfsagt lágir fasteignaskattar á íbúðahúsnæði, ódýrar skólamáltíðir og lækkun leikskólagjalda sem að auki taka mikið mið af barnafjölda með systkinaafsláttum og félagslegri stöðu,“ segir Dagur en hann hefur samt sem áður áhyggjur af vaxandi ójöfnuði. „Þetta breytir þó ekki því að ég hef áhyggjur af ójöfnuði, bæði almennt og ekki síst þegar kemur að aðgangi barna að frístundum, íþróttum og tónlistarnámi. Þar er sannarlega ennþá verk að vinna.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Það er ódýrast að búa í Reykjavík en dýrast að búa í Hafnarfirði ef öll gjöld sveitarfélaga eru tekin saman. Fyrir dæmigerða fjögurra manna fjölskyldu munar um 200 þúsund krónum á kostnaði í skatta og gjöld á milli ódýrasta sveitarfélagsins og þess dýrasta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart. „Borgarstjórn hefur undanfarin ár forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna og þeirra sem eiga erfiðast með að láta enda ná saman,“ segir Dagur. Ef borin eru saman skattar og gjöld íbúa eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sést að búseta er dýrust í Hafnarfirði. Einnig eru útsvarstekjur Hafnfirðinga þær minnstu á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn á kostnaði fjölskyldna eftir búsetu er meiri ef um er að ræða einstætt foreldri með um 500 þúsund krónur á mánuði og þrjú börn, búandi í blokkaríbúð í meðalstærð. Er þá kostnaðurinn 400 þúsund krónum hærri á ári í Hafnarfirði en í Reykjavík eða næstum því heil mánaðarlaun. Ef skoðuð eru útgjöld og skattar fjölskyldu með tvö börn í 200 fermetra einbýlishúsi þar sem annað barnið er í leikskóla og hitt í grunnskóla sést að fasteignaskattar eru hæstir í Hafnarfirði af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en lægstir í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík og munar þar um 125 þúsund krónum á ársgrundvelli fyrir eitt barn. Hins vegar breytast hlutirnir gífurlega þegar einstæðingur er með tvö börn á leikskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu. Þá er kostnaður í Reykjavík lægstur eða 274.120 krónur. Kostnaðurinn í Hafnarfirði er 230% hærri eða 635 þúsund krónur. Þar kemur til að sum sveitarfélög veita ákveðnum hópum meiri afslætti en önnur. Í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, um fjármál Hafnarfjarðarkaupstaðar sem kynnt var gær kemur einnig fram að útsvarstekjur á hvern íbúa í Hafnarfirði eru þær lægstu af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Meðalútsvarstekjur eru 413 þúsund krónur þar sem þær eru lægstar en 491 þúsund krónur á Seltjarnarnesi þar sem þær eru hæstar. Dagur segir systkinaafslætti jafna kjör og það skipti miklu máli þegar allt er tekið saman. „Þyngst vega í þessu sjálfsagt lágir fasteignaskattar á íbúðahúsnæði, ódýrar skólamáltíðir og lækkun leikskólagjalda sem að auki taka mikið mið af barnafjölda með systkinaafsláttum og félagslegri stöðu,“ segir Dagur en hann hefur samt sem áður áhyggjur af vaxandi ójöfnuði. „Þetta breytir þó ekki því að ég hef áhyggjur af ójöfnuði, bæði almennt og ekki síst þegar kemur að aðgangi barna að frístundum, íþróttum og tónlistarnámi. Þar er sannarlega ennþá verk að vinna.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira