Innlent

Áætlunarflug aukist um 77%

Snærós Sindradóttir skrifar
Í svarinu kemur fram að oftast sé lent á Egilsstaðaflugvelli þegar nota þarf varaflugvöll í stað Keflavíkurflugvallar.
Í svarinu kemur fram að oftast sé lent á Egilsstaðaflugvelli þegar nota þarf varaflugvöll í stað Keflavíkurflugvallar. vísir/gva
Áætlunarflug til Keflavíkurflugvallar hefur aukist um 77 prósent frá aldamótum.

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Árið 2000 voru flugtök og lendingar á flugvellinum 15.871 talsins. Árið 2014 voru flugtök og lendingar orðnar 28.147 talsins. Leiða má líkur að því að það þýði að 14.073 áætlunarvélar hafi farið um flugvöllinn á síðasta ári.

Í svarinu kemur jafnframt fram að Egilsstaðaflugvöllur sé vinsælasti flugvöllur landsins þegar nota þarf varaflugvöll. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×