Gufan frá Hverahlíð dugar ekki til – vinnsluhola boruð Svavar Hávarðsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Gufulögn frá Hverahlíð, lausnin 2013, mun kosta tæpa fjóra milljarða. vísir/gva Áætlanir Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um að viðhalda framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar í nokkur ár með því að sækja gufu í fjórar borholur í Hverahlíð ganga ekki eftir. Frá því að ljóst var að núverandi vinnslusvæði virkjunarinnar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar hefur framleiðslan fallið niður fyrir 260 megavött (MW). Uppsett afl virkjunarinnar er hins vegar 303 MW. Orka náttúrunnar sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við nýja vinnsluholu á Hellisheiði – þá fyrstu frá árinu 2009. Þar kemur fram að raforkuframleiðslan í virkjuninni hefur minnkað meira en áætlað var og því nauðsynlegt að bora nýja holu samhliða lagningu Hverahlíðarlagnar.Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá ON, segir rétt að Hverahlíðarlögnin hafi átt að duga til að viðhalda framleiðslu í Hellisheiðarvirkjun í nokkur ár án borana. Í millitíðinni voru fjórar kraftminni holur á vinnslusvæði Hellisheiðar teknar í notkun og áttu að brúa bilið þangað til lögnin tengdist virkjuninni. „Tvær þessara hola gefa nú ekki meiri gufu og með því minnkaði framleiðslan um 10 MW í einu þrepi á vormánuðum 2015. Þá stendur einnig til að hvíla fleiri vatnsríkar holur þegar gufa fæst frá Hverahlíð. Þetta gerir það að verkum að gufan frá Hverahlíð dugar ekki til að koma framleiðslu virkjunarinnar í það horf sem áætlað var, eða í um 280 MW að jafnaði, og því er nauðsynlegt að bora nýja holu á þessum tíma,“ segir Marta. Virkjunin framleiddi á fullum afköstum til ársloka 2012; 303 MW. Um sumarið gat hún mest framleitt 276 megavött. Meðaltalsframleiðsla frá áramótum 2014-2015 er 262 MW, en ekki fást við því svör hvað framleiðslan hefur verið lægst á þessu tímabili. Í svörum ON við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort staða virkjunarinnar sé ekki mun verri en menn hafa talið, segir að rétt sé að framleiðsla dali hraðar en áætlað var og vonir um lausnir hafi ekki gengið eftir. Hins vegar sé fyrirhuguð vinnsluhola hluti af eðlilegu viðhaldi og „alls ekki óvenjuleg aðgerð“. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Áætlanir Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, um að viðhalda framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar í nokkur ár með því að sækja gufu í fjórar borholur í Hverahlíð ganga ekki eftir. Frá því að ljóst var að núverandi vinnslusvæði virkjunarinnar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar hefur framleiðslan fallið niður fyrir 260 megavött (MW). Uppsett afl virkjunarinnar er hins vegar 303 MW. Orka náttúrunnar sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að á næstu dögum hefjist framkvæmdir við nýja vinnsluholu á Hellisheiði – þá fyrstu frá árinu 2009. Þar kemur fram að raforkuframleiðslan í virkjuninni hefur minnkað meira en áætlað var og því nauðsynlegt að bora nýja holu samhliða lagningu Hverahlíðarlagnar.Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá ON, segir rétt að Hverahlíðarlögnin hafi átt að duga til að viðhalda framleiðslu í Hellisheiðarvirkjun í nokkur ár án borana. Í millitíðinni voru fjórar kraftminni holur á vinnslusvæði Hellisheiðar teknar í notkun og áttu að brúa bilið þangað til lögnin tengdist virkjuninni. „Tvær þessara hola gefa nú ekki meiri gufu og með því minnkaði framleiðslan um 10 MW í einu þrepi á vormánuðum 2015. Þá stendur einnig til að hvíla fleiri vatnsríkar holur þegar gufa fæst frá Hverahlíð. Þetta gerir það að verkum að gufan frá Hverahlíð dugar ekki til að koma framleiðslu virkjunarinnar í það horf sem áætlað var, eða í um 280 MW að jafnaði, og því er nauðsynlegt að bora nýja holu á þessum tíma,“ segir Marta. Virkjunin framleiddi á fullum afköstum til ársloka 2012; 303 MW. Um sumarið gat hún mest framleitt 276 megavött. Meðaltalsframleiðsla frá áramótum 2014-2015 er 262 MW, en ekki fást við því svör hvað framleiðslan hefur verið lægst á þessu tímabili. Í svörum ON við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort staða virkjunarinnar sé ekki mun verri en menn hafa talið, segir að rétt sé að framleiðsla dali hraðar en áætlað var og vonir um lausnir hafi ekki gengið eftir. Hins vegar sé fyrirhuguð vinnsluhola hluti af eðlilegu viðhaldi og „alls ekki óvenjuleg aðgerð“.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira