Kosningaréttur kvenna í 100 ár Eygló Harðardóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Jafnréttismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun