Skoðun

Háskólasjúkrahús?

Sigurður Oddsson skrifar
Bolli Héðinsson og Kári Stefánsson voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni. Kári sagði sérfræðideildir flytjast frá Landspítalanum út í bæ. Beinalækningar væru komnar í Orkuhúsið og í Ármúlanum væri verið að opna einhvers konar sjúkrahús með brjóstskurðstofudeild fyrir konur. Á báðum stöðum væru sjúklingar í góðum höndum fagfólks. Það gætu samt komið upp aðstæður, sem gerðu það að verkum að sjúklingar væru ekki eins öruggir á þessum litlu spítölum.

Kári sagði að fleiri sérsvið ættu eftir að fara frá Landspítalanum. Það bara gerðist og ekki gott að svara hvers vegna. Læknar væru á betri launum en á spítalanum. Það væri ekki vegna samkeppni, því til þess værum við of fá. Fyrir spítalann væri vont að sérþekking flyttist frá honum. Sérfræðigreinar ætti að kenna á háskólasjúkrahúsi og ekki væru nógu mörg tilfelli til að halda læknum í þjálfun á tveimur stöðum. Best væri að fá þessar deildir aftur inn á spítalann, þá væri hægt að greiða læknum sömu laun og úti í bæ og heildarkostnaður væri samt lægri en nú er.

Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að hlusta á þáttinn. Ekki hvað síst þá sem bera ábyrgð á byggingu nýs spítala (ef finnast) og svo auðvitað hollvinasamtök Landspítalans. Þátturinn ber heitið Landspítalanum fórnað fyrir einkarekstur. Hann má nálgast á slóðinni:https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP36592. Þar tala þeir sem fagþekkinguna hafa.

Hagstæðasta lausnin

Ekki veit ég, hvort í nýjum spítala við Hringbraut sé nægilegt pláss fyrir þessar deildir vildu þær koma til baka. Það er hvort spítalinn, sem átti að sameina allt á einn stað, sé of lítill, áður en byrjað er að byggja hann? Í Fossvogi er meir en nóg pláss og auk þess hægt að leigja út húsnæði fyrir einkareknar deildir.

Spítali í Fossvogi var að hluta til sleginn út af borðinu af þeirri ástæðu að búið væri að byggja svo mikið á svæði, sem hafði verið ætlað fyrir stækkun hans. Það kann að hafa verið rétt miðað við 5-6 hæða hús, eins og á að byggja við Hringbraut. Í dag eru sjúkrahús hins vegar byggð á hæðina en ekki mörgum húsum dreift yfir stórt svæði. Í Fossvogi er hægt að byggja til framtíðar á hæðina, eins og gert er í Bandaríkjunum. Byggja hraðar betra og ódýrara sjúkrahús, en það sem nú skal byggt við Hringbraut.

Háskólaspítali þjónar öllu landinu líkt og flugvöllur. Skattgreiðendur standa undir byggingu hans og um alla framtíð rekstrarkostnaði.

Fyrir utan byggingarkostnað gæti munur á rekstrarkostnaði verið af stærðargráðu tekna ríkisins af álveri.

Stjórnvöld bera ábyrgð á að hagstæðasta lausn sé valin fyrir það gott hús svo vel tækjum búið að læknar sækist eftir að vinna þar. Ég skil ekki hvers vegna alþingismenn hafi ekki fyrir löngu síðan látið gera raunhæfan samanburð á staðsetningu í Fossvogi og við Hringbraut. Í stað þess að setja sig inn í mál og leysa fer hvert þingið á eftir öðru í að þrasa vikum saman í þeim tilgangi að tefja störf þingsins.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×