Staða kvennastétta á Íslandi 2015 Gyða Hrönn Einarsdóttir skrifar 19. júní 2015 00:00 Ég man enn tilfinningarnar sem vöknuðu þegar ég sem óharðnaður unglingur las um það í kennslubók í Íslandssögu að konur yfir 40 ára hefðu fengið kosningarétt þann 19. júní 1915 eftir langa og stranga baráttu frá 1885. Ég man bæði eftir undrun yfir því að konur hefðu ekki haft kosningarétt og eins stolti yfir því að Ísland væri eins framarlega í jafnréttismálum og ég þóttist af þessu lesa. Konur í Sviss fengu til dæmis ekki kosningarétt fyrr en 1971 og svo vorum við líka fyrst landa til að kjósa konu sem forseta í lýðræðisríki árið 1980. Allt þetta taldi ég merki um að konur stæðu jafnfætis körlum í íslensku þjóðfélagi, en er það svo? Í reynd er kynbundinn launamunur staðreynd á Íslandi. Óútskýrður launamunur kynjanna er 7-18% á Íslandi samkvæmt vefsíðu Jafnréttisstofu. Nú síðastliðinn laugardag voru samþykkt lög sem binda enda á verkfallsaðgerðir stórra kvennastétta í heilbrigðiskerfinu, geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Það sem meira er að í lögunum eru forsenduákvæði um gerðardóm svo skýr að komið er í veg fyrir að kvennastéttir þessar geti fengið sams konar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra læknar fengu við gerð sinna kjarasamninga í upphafi árs 2015. Erum við í reynd að sjá hér birtingarmynd feðraveldisins? Er ásættanlegt að störf kvennastétta séu markvisst metin verðminni en störf karla? Er eðlilegt í nútímaþjóðfélagi að kvennastéttir séu sviptar lögbundnum réttindum sínum til að berjast fyrir betri launakjörum? Er eðlilegt að kvennastéttum sem starfa hjá hinu opinbera sé boðin langtum minni launahækkun en aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið? Og er eðlilegt að þegar þessar kvennastéttir eru ekki tilbúnar að lúta í gras og sætta sig við að störf þeirra séu verðfelld þá sé slíkri samþykkt þvingað upp á þær með lögum? Ég velti því fyrir mér hvernig unglingum framtíðarinnar muni líða þegar þeir lesa um það í kennslubókum að rétt fyrir aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hafi kvennastéttir í kjarabaráttu verið sviptar vopnum sínum. Munu þau upplifa undrun? Stolt? Ég veit að tilfinningin sem ég finn fyrir er af allt öðrum toga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég man enn tilfinningarnar sem vöknuðu þegar ég sem óharðnaður unglingur las um það í kennslubók í Íslandssögu að konur yfir 40 ára hefðu fengið kosningarétt þann 19. júní 1915 eftir langa og stranga baráttu frá 1885. Ég man bæði eftir undrun yfir því að konur hefðu ekki haft kosningarétt og eins stolti yfir því að Ísland væri eins framarlega í jafnréttismálum og ég þóttist af þessu lesa. Konur í Sviss fengu til dæmis ekki kosningarétt fyrr en 1971 og svo vorum við líka fyrst landa til að kjósa konu sem forseta í lýðræðisríki árið 1980. Allt þetta taldi ég merki um að konur stæðu jafnfætis körlum í íslensku þjóðfélagi, en er það svo? Í reynd er kynbundinn launamunur staðreynd á Íslandi. Óútskýrður launamunur kynjanna er 7-18% á Íslandi samkvæmt vefsíðu Jafnréttisstofu. Nú síðastliðinn laugardag voru samþykkt lög sem binda enda á verkfallsaðgerðir stórra kvennastétta í heilbrigðiskerfinu, geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Það sem meira er að í lögunum eru forsenduákvæði um gerðardóm svo skýr að komið er í veg fyrir að kvennastéttir þessar geti fengið sams konar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra læknar fengu við gerð sinna kjarasamninga í upphafi árs 2015. Erum við í reynd að sjá hér birtingarmynd feðraveldisins? Er ásættanlegt að störf kvennastétta séu markvisst metin verðminni en störf karla? Er eðlilegt í nútímaþjóðfélagi að kvennastéttir séu sviptar lögbundnum réttindum sínum til að berjast fyrir betri launakjörum? Er eðlilegt að kvennastéttum sem starfa hjá hinu opinbera sé boðin langtum minni launahækkun en aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið? Og er eðlilegt að þegar þessar kvennastéttir eru ekki tilbúnar að lúta í gras og sætta sig við að störf þeirra séu verðfelld þá sé slíkri samþykkt þvingað upp á þær með lögum? Ég velti því fyrir mér hvernig unglingum framtíðarinnar muni líða þegar þeir lesa um það í kennslubókum að rétt fyrir aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hafi kvennastéttir í kjarabaráttu verið sviptar vopnum sínum. Munu þau upplifa undrun? Stolt? Ég veit að tilfinningin sem ég finn fyrir er af allt öðrum toga.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar