Staða kvennastétta á Íslandi 2015 Gyða Hrönn Einarsdóttir skrifar 19. júní 2015 00:00 Ég man enn tilfinningarnar sem vöknuðu þegar ég sem óharðnaður unglingur las um það í kennslubók í Íslandssögu að konur yfir 40 ára hefðu fengið kosningarétt þann 19. júní 1915 eftir langa og stranga baráttu frá 1885. Ég man bæði eftir undrun yfir því að konur hefðu ekki haft kosningarétt og eins stolti yfir því að Ísland væri eins framarlega í jafnréttismálum og ég þóttist af þessu lesa. Konur í Sviss fengu til dæmis ekki kosningarétt fyrr en 1971 og svo vorum við líka fyrst landa til að kjósa konu sem forseta í lýðræðisríki árið 1980. Allt þetta taldi ég merki um að konur stæðu jafnfætis körlum í íslensku þjóðfélagi, en er það svo? Í reynd er kynbundinn launamunur staðreynd á Íslandi. Óútskýrður launamunur kynjanna er 7-18% á Íslandi samkvæmt vefsíðu Jafnréttisstofu. Nú síðastliðinn laugardag voru samþykkt lög sem binda enda á verkfallsaðgerðir stórra kvennastétta í heilbrigðiskerfinu, geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Það sem meira er að í lögunum eru forsenduákvæði um gerðardóm svo skýr að komið er í veg fyrir að kvennastéttir þessar geti fengið sams konar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra læknar fengu við gerð sinna kjarasamninga í upphafi árs 2015. Erum við í reynd að sjá hér birtingarmynd feðraveldisins? Er ásættanlegt að störf kvennastétta séu markvisst metin verðminni en störf karla? Er eðlilegt í nútímaþjóðfélagi að kvennastéttir séu sviptar lögbundnum réttindum sínum til að berjast fyrir betri launakjörum? Er eðlilegt að kvennastéttum sem starfa hjá hinu opinbera sé boðin langtum minni launahækkun en aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið? Og er eðlilegt að þegar þessar kvennastéttir eru ekki tilbúnar að lúta í gras og sætta sig við að störf þeirra séu verðfelld þá sé slíkri samþykkt þvingað upp á þær með lögum? Ég velti því fyrir mér hvernig unglingum framtíðarinnar muni líða þegar þeir lesa um það í kennslubókum að rétt fyrir aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hafi kvennastéttir í kjarabaráttu verið sviptar vopnum sínum. Munu þau upplifa undrun? Stolt? Ég veit að tilfinningin sem ég finn fyrir er af allt öðrum toga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Ég man enn tilfinningarnar sem vöknuðu þegar ég sem óharðnaður unglingur las um það í kennslubók í Íslandssögu að konur yfir 40 ára hefðu fengið kosningarétt þann 19. júní 1915 eftir langa og stranga baráttu frá 1885. Ég man bæði eftir undrun yfir því að konur hefðu ekki haft kosningarétt og eins stolti yfir því að Ísland væri eins framarlega í jafnréttismálum og ég þóttist af þessu lesa. Konur í Sviss fengu til dæmis ekki kosningarétt fyrr en 1971 og svo vorum við líka fyrst landa til að kjósa konu sem forseta í lýðræðisríki árið 1980. Allt þetta taldi ég merki um að konur stæðu jafnfætis körlum í íslensku þjóðfélagi, en er það svo? Í reynd er kynbundinn launamunur staðreynd á Íslandi. Óútskýrður launamunur kynjanna er 7-18% á Íslandi samkvæmt vefsíðu Jafnréttisstofu. Nú síðastliðinn laugardag voru samþykkt lög sem binda enda á verkfallsaðgerðir stórra kvennastétta í heilbrigðiskerfinu, geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Það sem meira er að í lögunum eru forsenduákvæði um gerðardóm svo skýr að komið er í veg fyrir að kvennastéttir þessar geti fengið sams konar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra læknar fengu við gerð sinna kjarasamninga í upphafi árs 2015. Erum við í reynd að sjá hér birtingarmynd feðraveldisins? Er ásættanlegt að störf kvennastétta séu markvisst metin verðminni en störf karla? Er eðlilegt í nútímaþjóðfélagi að kvennastéttir séu sviptar lögbundnum réttindum sínum til að berjast fyrir betri launakjörum? Er eðlilegt að kvennastéttum sem starfa hjá hinu opinbera sé boðin langtum minni launahækkun en aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið? Og er eðlilegt að þegar þessar kvennastéttir eru ekki tilbúnar að lúta í gras og sætta sig við að störf þeirra séu verðfelld þá sé slíkri samþykkt þvingað upp á þær með lögum? Ég velti því fyrir mér hvernig unglingum framtíðarinnar muni líða þegar þeir lesa um það í kennslubókum að rétt fyrir aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hafi kvennastéttir í kjarabaráttu verið sviptar vopnum sínum. Munu þau upplifa undrun? Stolt? Ég veit að tilfinningin sem ég finn fyrir er af allt öðrum toga.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun