Staða kvennastétta á Íslandi 2015 Gyða Hrönn Einarsdóttir skrifar 19. júní 2015 00:00 Ég man enn tilfinningarnar sem vöknuðu þegar ég sem óharðnaður unglingur las um það í kennslubók í Íslandssögu að konur yfir 40 ára hefðu fengið kosningarétt þann 19. júní 1915 eftir langa og stranga baráttu frá 1885. Ég man bæði eftir undrun yfir því að konur hefðu ekki haft kosningarétt og eins stolti yfir því að Ísland væri eins framarlega í jafnréttismálum og ég þóttist af þessu lesa. Konur í Sviss fengu til dæmis ekki kosningarétt fyrr en 1971 og svo vorum við líka fyrst landa til að kjósa konu sem forseta í lýðræðisríki árið 1980. Allt þetta taldi ég merki um að konur stæðu jafnfætis körlum í íslensku þjóðfélagi, en er það svo? Í reynd er kynbundinn launamunur staðreynd á Íslandi. Óútskýrður launamunur kynjanna er 7-18% á Íslandi samkvæmt vefsíðu Jafnréttisstofu. Nú síðastliðinn laugardag voru samþykkt lög sem binda enda á verkfallsaðgerðir stórra kvennastétta í heilbrigðiskerfinu, geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Það sem meira er að í lögunum eru forsenduákvæði um gerðardóm svo skýr að komið er í veg fyrir að kvennastéttir þessar geti fengið sams konar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra læknar fengu við gerð sinna kjarasamninga í upphafi árs 2015. Erum við í reynd að sjá hér birtingarmynd feðraveldisins? Er ásættanlegt að störf kvennastétta séu markvisst metin verðminni en störf karla? Er eðlilegt í nútímaþjóðfélagi að kvennastéttir séu sviptar lögbundnum réttindum sínum til að berjast fyrir betri launakjörum? Er eðlilegt að kvennastéttum sem starfa hjá hinu opinbera sé boðin langtum minni launahækkun en aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið? Og er eðlilegt að þegar þessar kvennastéttir eru ekki tilbúnar að lúta í gras og sætta sig við að störf þeirra séu verðfelld þá sé slíkri samþykkt þvingað upp á þær með lögum? Ég velti því fyrir mér hvernig unglingum framtíðarinnar muni líða þegar þeir lesa um það í kennslubókum að rétt fyrir aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hafi kvennastéttir í kjarabaráttu verið sviptar vopnum sínum. Munu þau upplifa undrun? Stolt? Ég veit að tilfinningin sem ég finn fyrir er af allt öðrum toga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man enn tilfinningarnar sem vöknuðu þegar ég sem óharðnaður unglingur las um það í kennslubók í Íslandssögu að konur yfir 40 ára hefðu fengið kosningarétt þann 19. júní 1915 eftir langa og stranga baráttu frá 1885. Ég man bæði eftir undrun yfir því að konur hefðu ekki haft kosningarétt og eins stolti yfir því að Ísland væri eins framarlega í jafnréttismálum og ég þóttist af þessu lesa. Konur í Sviss fengu til dæmis ekki kosningarétt fyrr en 1971 og svo vorum við líka fyrst landa til að kjósa konu sem forseta í lýðræðisríki árið 1980. Allt þetta taldi ég merki um að konur stæðu jafnfætis körlum í íslensku þjóðfélagi, en er það svo? Í reynd er kynbundinn launamunur staðreynd á Íslandi. Óútskýrður launamunur kynjanna er 7-18% á Íslandi samkvæmt vefsíðu Jafnréttisstofu. Nú síðastliðinn laugardag voru samþykkt lög sem binda enda á verkfallsaðgerðir stórra kvennastétta í heilbrigðiskerfinu, geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Það sem meira er að í lögunum eru forsenduákvæði um gerðardóm svo skýr að komið er í veg fyrir að kvennastéttir þessar geti fengið sams konar kjarabætur og samstarfsmenn þeirra læknar fengu við gerð sinna kjarasamninga í upphafi árs 2015. Erum við í reynd að sjá hér birtingarmynd feðraveldisins? Er ásættanlegt að störf kvennastétta séu markvisst metin verðminni en störf karla? Er eðlilegt í nútímaþjóðfélagi að kvennastéttir séu sviptar lögbundnum réttindum sínum til að berjast fyrir betri launakjörum? Er eðlilegt að kvennastéttum sem starfa hjá hinu opinbera sé boðin langtum minni launahækkun en aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið? Og er eðlilegt að þegar þessar kvennastéttir eru ekki tilbúnar að lúta í gras og sætta sig við að störf þeirra séu verðfelld þá sé slíkri samþykkt þvingað upp á þær með lögum? Ég velti því fyrir mér hvernig unglingum framtíðarinnar muni líða þegar þeir lesa um það í kennslubókum að rétt fyrir aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi hafi kvennastéttir í kjarabaráttu verið sviptar vopnum sínum. Munu þau upplifa undrun? Stolt? Ég veit að tilfinningin sem ég finn fyrir er af allt öðrum toga.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun