Forpokuð forsjárhyggja á þingi Inga Skarphéðinsdóttir skrifar 18. júní 2015 10:07 Samkvæmt núgildandi lögum er heimilt að kynna og auglýsa lausasölulyf fyrir almenningi með þeirri undantekningu að óheimilt er að auglýsa þau í sjónvarpi. Af þessu leiðir að heimilt er að auglýsa í öðrum miðlum, t.d. í dagblöðum, tímaritum og á vefnum. Hjá Alþingi er nú til meðferðar frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lyfjalögum þar sem m.a. er lagt til að bannið við auglýsingu lausasölulyfja í sjónvarpi verði afnumið. Markmið breytinganna er að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í nefndaráliti velferðarnefndar segir að nefndin telji að rökin fyrir banninu á sínum tíma um að sjónvarpið sé sérlega áhrifamikill miðill eigi síður við í dag í ljósi framþróunar annarra miðla en sjónvarps. Fellst nefndin því á að tímabært sé að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í umræðum á þingi var hins vegar áberandi að flestir þingmenn sem tóku þátt í þeim virðast halda að verði heimilt að auglýsa lyf í sjónvarpi muni verða algjör sprenging í lyfjanotkun landsmanna en hún sé nú þegar of mikil. Almenningur muni stökkva af stað og dæla í sig lyfjum án þess að þurfa á þeim að halda. Stemma verði stigu við þessu enda geti aukaverkanir lyfja verið slæmar og í sumum tilfellum stórhættulegar. Það að taka verkjalyf við höfuðverk geti hæglega leitt til heilablóðfalls. Þingmaður Framsóknarflokksins, Haraldur Einarsson, telur réttara að afnema þann mun sem er á fjölmiðlum með því að banna slíkar auglýsingar í öllum fjölmiðlum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem er reynslubolti í þingsal, vísaði til innlendra og erlendra dæma, þ.á m. tilskipana Evrópusambandsins, um að strangar reglur gildi um verslun með lyf en með hliðsjón af þeim sé réttara að banna auglýsingar í dagblöðum, í það minnsta eigi ekki að heimila sjónvarpsauglýsingar. Í þessum mótmælum sínum við frumvarpið klykkir hann út með: „Þessi skoðun byggir ekki á því að hafa lesið þetta frumvarp, ég hef ekki lesið stafkrók í því.“Ekki í samræmi við Evrópureglur Rétt er hjá þingmanninum að evrópskar reglur gilda um lyfjamál en grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins á þessu sviði er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Ísland er sem aðildarríki að EES-samningnum bundið af framangreindum reglum. Eins og Lyfjastofnun bendir á í umsögn sinni um frumvarpið eru núgildandi ákvæði íslenskra lyfjalaga um lyfjaauglýsingar ekki í samræmi við Evrópureglur. Telur Lyfjastofnun þá meginreglu lyfjalaganna að hvers konar lyfjaauglýsingar séu bannaðar með ákveðnum undantekningum ekki eiga sér stoð í Evrópurétti. Þessi staðreynd ein og sér nægir til að hrekja drauma þingmannanna um að bann verði lagt á allar lyfjaauglýsingar og styður ákvæði frumvarpsins um að fella úr gildi bann við auglýsingum lausasölulyfja í sjónvarpi. Í máli eins þingmannsins kom fram sá mikilvægi punktur að auglýsingar hafa einnig þann tilgang að koma upplýsingum til fólks. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá upplýsingar um tilvist ákveðinna lausasölulyfja, t.d. þeirra sem allajafna eru notuð án þess að sjúklingur ráðfæri sig við lækni áður, eins og frunsulyf. Þeir hafi þar með forsendur til að nálgast lyf við hæfi til að bæta heilsu sína. Að heimila auglýsingar í sjónvarpi stuðlar því að auknu aðgengi einstaklinga að upplýsingum um lyf. Að lokum verður að horfa til þess að það er í samræmi við Evrópureglurnar að gera ekki greinarmun á tegundum fjölmiðla þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Þar að auki er það í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar sem vernda rétt fyrirtækja og einstaklinga til tjáningarfrelsis. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn virðist því fátt standa með áframhaldandi banni á sjónvarpsauglýsingum, í raun ekki annað en forsjárhyggja og afturhaldssemi. Spyrja má hvort þingmenn hefðu kannski komist að sömu niðurstöðu hefðu þeir allir lesið bæði frumvarpið og viðeigandi lög og reglur sem að málinu lúta. Það er hvorki skynsamlegt að banna lyfjaauglýsingar í sjónvarpi né er íslenska ríkinu stætt á því að viðhalda slíku banni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt núgildandi lögum er heimilt að kynna og auglýsa lausasölulyf fyrir almenningi með þeirri undantekningu að óheimilt er að auglýsa þau í sjónvarpi. Af þessu leiðir að heimilt er að auglýsa í öðrum miðlum, t.d. í dagblöðum, tímaritum og á vefnum. Hjá Alþingi er nú til meðferðar frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lyfjalögum þar sem m.a. er lagt til að bannið við auglýsingu lausasölulyfja í sjónvarpi verði afnumið. Markmið breytinganna er að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í nefndaráliti velferðarnefndar segir að nefndin telji að rökin fyrir banninu á sínum tíma um að sjónvarpið sé sérlega áhrifamikill miðill eigi síður við í dag í ljósi framþróunar annarra miðla en sjónvarps. Fellst nefndin því á að tímabært sé að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í umræðum á þingi var hins vegar áberandi að flestir þingmenn sem tóku þátt í þeim virðast halda að verði heimilt að auglýsa lyf í sjónvarpi muni verða algjör sprenging í lyfjanotkun landsmanna en hún sé nú þegar of mikil. Almenningur muni stökkva af stað og dæla í sig lyfjum án þess að þurfa á þeim að halda. Stemma verði stigu við þessu enda geti aukaverkanir lyfja verið slæmar og í sumum tilfellum stórhættulegar. Það að taka verkjalyf við höfuðverk geti hæglega leitt til heilablóðfalls. Þingmaður Framsóknarflokksins, Haraldur Einarsson, telur réttara að afnema þann mun sem er á fjölmiðlum með því að banna slíkar auglýsingar í öllum fjölmiðlum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem er reynslubolti í þingsal, vísaði til innlendra og erlendra dæma, þ.á m. tilskipana Evrópusambandsins, um að strangar reglur gildi um verslun með lyf en með hliðsjón af þeim sé réttara að banna auglýsingar í dagblöðum, í það minnsta eigi ekki að heimila sjónvarpsauglýsingar. Í þessum mótmælum sínum við frumvarpið klykkir hann út með: „Þessi skoðun byggir ekki á því að hafa lesið þetta frumvarp, ég hef ekki lesið stafkrók í því.“Ekki í samræmi við Evrópureglur Rétt er hjá þingmanninum að evrópskar reglur gilda um lyfjamál en grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins á þessu sviði er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Ísland er sem aðildarríki að EES-samningnum bundið af framangreindum reglum. Eins og Lyfjastofnun bendir á í umsögn sinni um frumvarpið eru núgildandi ákvæði íslenskra lyfjalaga um lyfjaauglýsingar ekki í samræmi við Evrópureglur. Telur Lyfjastofnun þá meginreglu lyfjalaganna að hvers konar lyfjaauglýsingar séu bannaðar með ákveðnum undantekningum ekki eiga sér stoð í Evrópurétti. Þessi staðreynd ein og sér nægir til að hrekja drauma þingmannanna um að bann verði lagt á allar lyfjaauglýsingar og styður ákvæði frumvarpsins um að fella úr gildi bann við auglýsingum lausasölulyfja í sjónvarpi. Í máli eins þingmannsins kom fram sá mikilvægi punktur að auglýsingar hafa einnig þann tilgang að koma upplýsingum til fólks. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá upplýsingar um tilvist ákveðinna lausasölulyfja, t.d. þeirra sem allajafna eru notuð án þess að sjúklingur ráðfæri sig við lækni áður, eins og frunsulyf. Þeir hafi þar með forsendur til að nálgast lyf við hæfi til að bæta heilsu sína. Að heimila auglýsingar í sjónvarpi stuðlar því að auknu aðgengi einstaklinga að upplýsingum um lyf. Að lokum verður að horfa til þess að það er í samræmi við Evrópureglurnar að gera ekki greinarmun á tegundum fjölmiðla þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Þar að auki er það í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar sem vernda rétt fyrirtækja og einstaklinga til tjáningarfrelsis. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn virðist því fátt standa með áframhaldandi banni á sjónvarpsauglýsingum, í raun ekki annað en forsjárhyggja og afturhaldssemi. Spyrja má hvort þingmenn hefðu kannski komist að sömu niðurstöðu hefðu þeir allir lesið bæði frumvarpið og viðeigandi lög og reglur sem að málinu lúta. Það er hvorki skynsamlegt að banna lyfjaauglýsingar í sjónvarpi né er íslenska ríkinu stætt á því að viðhalda slíku banni.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar