Skoðun

Áskorun til Íslendinga!

Guðjón Sigurðsson skrifar
Kæru hjúkrunarfræðingar og aðrir Íslendingar.

Flótti og friður fyrir yfirvöld er engin lausn fyrir Ísland eða Íslendinga. Að hópast til Noregs eða annars lands er lausn fyrir alla aðra en okkur. Það hlakkar í stjórnvöldum að losna við „kjaftforar“ hjúkkur úr landi. Ég veit að margir ráðamenn hafa lengi óskað þess að ég færi eitthvert allt annað með mín baráttumál og hætti að spyrja viðkomandi yfirvald „óþægilegra“ spurninga. Ég mun aldrei gera það þeim til geðs.

Ég skora á ykkur sem urðuð fyrir lagasetningum nýlega að vera áfram á Íslandi og slást með mér að réttlátara Íslandi en nú er.

Við þurfum á öllum að halda til að gera Ísland að besta landi í heimi.

Baráttukveðjur.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×