A-AADD – atvinnutengdurathyglisbrestur Guðrún Högnadóttir skrifar 17. júní 2015 07:00 Náði titillinn athygli þinni? Ertu búin(n) að taka eftir auglýsingunni hér til hliðar og kíkja á símann og tékka á FB? Búin að hleypa kettinum út? En ertu enn að lesa? Manstu á hvaða námskeiði börnin eiga að vera í vikunni? Hvað stendur í SMS-inu? Hvar átt þú aftur að vera kl. 8.30? Það er ólíklegt að þú munir klára að lesa þennan stutta pistil. Ef þú ert eins og við flest þá flögra þúsundir hugsana um hug okkar á hverri klukkustund. Og það á ekki eingöngu við þá sem eru greindir með athyglisbrest (Adult Attention Deficit Disorder). Það eru ekki bara innri áreitin sem kalla í okkur – heldur pípa, hringja og hringla alls kyns tæki, það er bankað í öxlina á okkur, skjárinn logar í skilaboðum og við erum að drukkna í gulum miðum. Við erum að mörgu leyti orðin háð hraðanum, áreitin verða fíkn og við lifum í krónískri krísu. Við verjum þannig, því miður, mun minni hugarorku í alvöru skapandi starf. Hvernig eigum við að halda athyglinni og klára málin í hraða okkar þekkingarsamfélags? Rannsóknir sýna að það tekur okkur allt að 20 mínútur að komast aftur á sama stig einbeitingar ef við erum trufluð við vinnuna. Hugsaðu aðeins um það hversu oft þú ert trufluð/aður við þín verkefni – og hversu miklum tíma þú verð í að koma þér aftur inn í málin? Svona ná farsælir einstaklingar að koma mikilvægustu málunum í höfn og ná stöðugt árangri í þessum flókna heimi okkar (sem var þó hannaður til að vera einfaldur): 1 Hið mikilvæga. Vertu grimm/ur við að forgangsraða. Hvaða verk þín skapa raunveruleg verðmæti? Greindu það sem er mikilvægt frá því sem er áríðandi. Aðalatriðið er að aðalatriðið sé aðalatriðið. 2 Tilgangurinn. Haltu þér við markmiðin. Gerðu þau skemmtileg. En haltu þér við þau! Náðu að klára fá fáránlega mikilvæg mál í hverri viku. 3 Skipulagið. Taktu þér 20 mínútur í upphafi hverrar viku og 10 mínútur í lok hvers dags til að skipuleggja komandi sókn. 4 Tæknin. Láttu tæknina þjóna þér og leystu úr læðingi þá fjölda aðstoðarmanna sem búa nú þegar í tölvunni þinni og síma. 5 Orkan. Vertu alltaf að hlaða batteríin – hreyfðu þig, borðaðu, hvíldu þig og tengdu þig við aðra – í vinnunni. Brostin athygli. Brostnar vonir. Brostinn árangur. Þú átt valið: 5 valkostir til aukinnar framleiðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Náði titillinn athygli þinni? Ertu búin(n) að taka eftir auglýsingunni hér til hliðar og kíkja á símann og tékka á FB? Búin að hleypa kettinum út? En ertu enn að lesa? Manstu á hvaða námskeiði börnin eiga að vera í vikunni? Hvað stendur í SMS-inu? Hvar átt þú aftur að vera kl. 8.30? Það er ólíklegt að þú munir klára að lesa þennan stutta pistil. Ef þú ert eins og við flest þá flögra þúsundir hugsana um hug okkar á hverri klukkustund. Og það á ekki eingöngu við þá sem eru greindir með athyglisbrest (Adult Attention Deficit Disorder). Það eru ekki bara innri áreitin sem kalla í okkur – heldur pípa, hringja og hringla alls kyns tæki, það er bankað í öxlina á okkur, skjárinn logar í skilaboðum og við erum að drukkna í gulum miðum. Við erum að mörgu leyti orðin háð hraðanum, áreitin verða fíkn og við lifum í krónískri krísu. Við verjum þannig, því miður, mun minni hugarorku í alvöru skapandi starf. Hvernig eigum við að halda athyglinni og klára málin í hraða okkar þekkingarsamfélags? Rannsóknir sýna að það tekur okkur allt að 20 mínútur að komast aftur á sama stig einbeitingar ef við erum trufluð við vinnuna. Hugsaðu aðeins um það hversu oft þú ert trufluð/aður við þín verkefni – og hversu miklum tíma þú verð í að koma þér aftur inn í málin? Svona ná farsælir einstaklingar að koma mikilvægustu málunum í höfn og ná stöðugt árangri í þessum flókna heimi okkar (sem var þó hannaður til að vera einfaldur): 1 Hið mikilvæga. Vertu grimm/ur við að forgangsraða. Hvaða verk þín skapa raunveruleg verðmæti? Greindu það sem er mikilvægt frá því sem er áríðandi. Aðalatriðið er að aðalatriðið sé aðalatriðið. 2 Tilgangurinn. Haltu þér við markmiðin. Gerðu þau skemmtileg. En haltu þér við þau! Náðu að klára fá fáránlega mikilvæg mál í hverri viku. 3 Skipulagið. Taktu þér 20 mínútur í upphafi hverrar viku og 10 mínútur í lok hvers dags til að skipuleggja komandi sókn. 4 Tæknin. Láttu tæknina þjóna þér og leystu úr læðingi þá fjölda aðstoðarmanna sem búa nú þegar í tölvunni þinni og síma. 5 Orkan. Vertu alltaf að hlaða batteríin – hreyfðu þig, borðaðu, hvíldu þig og tengdu þig við aðra – í vinnunni. Brostin athygli. Brostnar vonir. Brostinn árangur. Þú átt valið: 5 valkostir til aukinnar framleiðni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun