Skoðun

A-AADD – atvinnutengdurathyglisbrestur

Guðrún Högnadóttir skrifar
Náði titillinn athygli þinni? Ertu búin(n) að taka eftir auglýsingunni hér til hliðar og kíkja á símann og tékka á FB? Búin að hleypa kettinum út? En ertu enn að lesa? Manstu á hvaða námskeiði börnin eiga að vera í vikunni? Hvað stendur í SMS-inu? Hvar átt þú aftur að vera kl. 8.30?

Það er ólíklegt að þú munir klára að lesa þennan stutta pistil.

Ef þú ert eins og við flest þá flögra þúsundir hugsana um hug okkar á hverri klukkustund. Og það á ekki eingöngu við þá sem eru greindir með athyglisbrest (Adult Attention Deficit Disorder). Það eru ekki bara innri áreitin sem kalla í okkur – heldur pípa, hringja og hringla alls kyns tæki, það er bankað í öxlina á okkur, skjárinn logar í skilaboðum og við erum að drukkna í gulum miðum. Við erum að mörgu leyti orðin háð hraðanum, áreitin verða fíkn og við lifum í krónískri krísu. Við verjum þannig, því miður, mun minni hugarorku í alvöru skapandi starf.

Hvernig eigum við að halda athyglinni og klára málin í hraða okkar þekkingarsamfélags?

Rannsóknir sýna að það tekur okkur allt að 20 mínútur að komast aftur á sama stig einbeitingar ef við erum trufluð við vinnuna. Hugsaðu aðeins um það hversu oft þú ert trufluð/aður við þín verkefni – og hversu miklum tíma þú verð í að koma þér aftur inn í málin?

Svona ná farsælir einstaklingar að koma mikilvægustu málunum í höfn og ná stöðugt árangri í þessum flókna heimi okkar (sem var þó hannaður til að vera einfaldur):

1 Hið mikilvæga. Vertu grimm/ur við að forgangsraða. Hvaða verk þín skapa raunveruleg verðmæti? Greindu það sem er mikilvægt frá því sem er áríðandi. Aðalatriðið er að aðalatriðið sé aðalatriðið.

2 Tilgangurinn. Haltu þér við markmiðin. Gerðu þau skemmtileg. En haltu þér við þau! Náðu að klára fá fáránlega mikilvæg mál í hverri viku.

3 Skipulagið. Taktu þér 20 mínútur í upphafi hverrar viku og 10 mínútur í lok hvers dags til að skipuleggja komandi sókn.

4 Tæknin. Láttu tæknina þjóna þér og leystu úr læðingi þá fjölda aðstoðarmanna sem búa nú þegar í tölvunni þinni og síma.

5 Orkan. Vertu alltaf að hlaða batteríin – hreyfðu þig, borðaðu, hvíldu þig og tengdu þig við aðra – í vinnunni.

Brostin athygli. Brostnar vonir. Brostinn árangur. Þú átt valið: 5 valkostir til aukinnar framleiðni.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×