Stendur ekki undir rekstri að öllu jöfnu Sveinn Arnarsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Oddvitar meirihluta- og minnihlutaflokkanna eru ósammála um fjárhagsstöðu bæjarins. Núverandi meirihluti telur þetta ákveðinn fortíðarvanda en fyrrverandi meirihluti telur óvarlegt að leggja út frá þessum tölum. vísir/valli Rekstur Hafnarfjarðarkaupstaðar stendur ekki undir sér ef marka má skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélagið sé yfirskuldsett og daglegur rekstur þess standi ekki undir skuldaálaginu að öllu jöfnu. Er Hafnarfjörður í sömu stöðu og Breiðdalshreppur og Reykjanesbær hvað þetta varðar. Athygli vekur að Íslandsbanki gerði sams konar úttekt á stöðu sveitarfélaganna í apríl í fyrra. Þá lágu til grundvallar ársreikningar fyrir árið 2013 og var þá Hafnarfjarðarkaupstaður talinn geta staðið vel undir öllum sínum skuldbindingum. Nú, þegar ársreikningar ársins 2014 eru teknir til skoðunar, kemur í ljós að staðan hefur versnað og samkvæmt sérfræðingum bankans lendir sveitarfélagið í erfiðleikum verði ekki tekið í taumana.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir þessa niðurstöðu Íslandsbanka staðfesta það sem sjálfstæðismenn hafi sagt á síðasta kjörtímabili um fjárhagsástand bæjarins. „Þetta kemur okkur ekki á óvart og staðfestir það sem við höfum verið að segja um fjárhagsstöðu bæjarins. Hér erum við að eiga við þann fortíðarvanda sem blasir við okkur og hefði ég svo sannarlega viljað taka við betra búi frá fyrrverandi meirihluta. En við munum leggja allt kapp á að haga málum þannig næstu misserin og árin að fjárhagsstaðan styrkist,“ segir Rósa.Gunnar Axel Axelsson Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar í minnihluta bæjarstjórnar, telur óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þessari greiningu einni og sér og segir ástandið betra en skýrslan gefi til kynna. „Þetta er mæling á stöðunni eins og hún var í árslok 2014 sem er ekki endilega lýsandi fyrir getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum og skuldbindingum til lengri tíma litið. Í því samhengi er rétt að benda á að skuldaviðmiðið var 176 prósent í lok árs 2014 samanborðið við 221 prósent 2012 og afkoman árið 2013 var mjög góð,“ segir Gunnar Axel. „Það sem þarna ræður mestu eru áhrif dóms Hæstaréttar í mars sl. sem þýddi að 333 milljónir króna voru gjaldfærðar á árinu 2014 og um 500 milljóna króna viðbótarhækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins. Undirliggjandi rekstur Hafnarfjarðar er eftir sem áður mjög sterkur og málaflokkar innan áætlana,“ segir Gunnar Axel. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Rekstur Hafnarfjarðarkaupstaðar stendur ekki undir sér ef marka má skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélagið sé yfirskuldsett og daglegur rekstur þess standi ekki undir skuldaálaginu að öllu jöfnu. Er Hafnarfjörður í sömu stöðu og Breiðdalshreppur og Reykjanesbær hvað þetta varðar. Athygli vekur að Íslandsbanki gerði sams konar úttekt á stöðu sveitarfélaganna í apríl í fyrra. Þá lágu til grundvallar ársreikningar fyrir árið 2013 og var þá Hafnarfjarðarkaupstaður talinn geta staðið vel undir öllum sínum skuldbindingum. Nú, þegar ársreikningar ársins 2014 eru teknir til skoðunar, kemur í ljós að staðan hefur versnað og samkvæmt sérfræðingum bankans lendir sveitarfélagið í erfiðleikum verði ekki tekið í taumana.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir þessa niðurstöðu Íslandsbanka staðfesta það sem sjálfstæðismenn hafi sagt á síðasta kjörtímabili um fjárhagsástand bæjarins. „Þetta kemur okkur ekki á óvart og staðfestir það sem við höfum verið að segja um fjárhagsstöðu bæjarins. Hér erum við að eiga við þann fortíðarvanda sem blasir við okkur og hefði ég svo sannarlega viljað taka við betra búi frá fyrrverandi meirihluta. En við munum leggja allt kapp á að haga málum þannig næstu misserin og árin að fjárhagsstaðan styrkist,“ segir Rósa.Gunnar Axel Axelsson Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar í minnihluta bæjarstjórnar, telur óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þessari greiningu einni og sér og segir ástandið betra en skýrslan gefi til kynna. „Þetta er mæling á stöðunni eins og hún var í árslok 2014 sem er ekki endilega lýsandi fyrir getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum og skuldbindingum til lengri tíma litið. Í því samhengi er rétt að benda á að skuldaviðmiðið var 176 prósent í lok árs 2014 samanborðið við 221 prósent 2012 og afkoman árið 2013 var mjög góð,“ segir Gunnar Axel. „Það sem þarna ræður mestu eru áhrif dóms Hæstaréttar í mars sl. sem þýddi að 333 milljónir króna voru gjaldfærðar á árinu 2014 og um 500 milljóna króna viðbótarhækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins. Undirliggjandi rekstur Hafnarfjarðar er eftir sem áður mjög sterkur og málaflokkar innan áætlana,“ segir Gunnar Axel.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira