Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2015 06:30 Strákarnir okkar fagna sigrinum í gær og eru á leið á EM í enn eitt skiptið. vísir/Ernir Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM. Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Einstakur árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudaginn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endurreisn íslenska handboltalandsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bakdyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undankeppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafntefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svartfjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk.Aron Pálmarsson í leiknum í gær.vísir/ernirHugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þakkar breyttu hugarfari þennan viðsnúning á leik íslenska liðsins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Danmörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunngildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björgvin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavarssonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spilaði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína.Það var kátt í Höllinni í gær.vísir/ernirGóð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefánssonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leikmönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosalega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM. Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Einstakur árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudaginn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endurreisn íslenska handboltalandsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bakdyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undankeppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafntefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svartfjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk.Aron Pálmarsson í leiknum í gær.vísir/ernirHugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þakkar breyttu hugarfari þennan viðsnúning á leik íslenska liðsins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Danmörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunngildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björgvin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavarssonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spilaði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína.Það var kátt í Höllinni í gær.vísir/ernirGóð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefánssonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leikmönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosalega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira