Er fjárhagsvandi hegðunarvandi? Haukur Hilmarsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Þrír áhættuþættir hafa áhrif á hegðun okkar í skuldsetningum. Í fyrsta lagi barnsleg hugsun um að það sem við erum að fara að gera reddist, í öðru lagi þrýstingur frá maka, fjölskyldu, vinum og öllu samfélaginu um að taka ákvörðun, og í þriðja lagi auðvelt aðgengi að lánum og fyrirgreiðslum. Skýrslan Fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum 2008-2011, eftir Láru Kristínu Sturludóttur, sem birt var nýverið um stöðu íbúðarmála á Suðurnesjum sýnir mjög vel að fólk lét alla þessa áhættuþætti í skuldahegðun hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Bankar og lánastofnanir lánuðu djarft og auðvelt var að fá lán, fólk tók of mikla áhættu miðað við tekjur og fólk var illa upplýst um raunverulega fjárhagsstöðu sína. Út frá hugmyndafræði fjármálahegðunar þá loga mörg rauð ljós. Þetta eru að mínu mati skýr dæmi um áhættuhegðun í fjármálum. Þarna greini ég merki þess að umræddar fjölskyldur hafa enga eða of litla þekkingu á fjármálum og um hvernig lán eru tekin. Upplýsingar og yfirsýn fólks á stöðu sinni er lítil og mögulegt er að raunveruleg staða er hreinlega sniðgengin og ákvörðun þannig tekin um að yfirveðsetja og yfirskuldsetja sig. Tilfinningar lántaka ráði meiru en skynsemin.Óþægilegur sannleikur Það er hörð greining að segja að flest þetta fólk lét barnslega hugsun ráða för. Það er óþægilegur sannleikur að ábyrgðin er þeirra sem tóku ákvörðunina og þau ein verða að takast á við fjárhagsvandann sem fylgdi í kjölfar bankahruns. Það er tvennt sem hafði líklegast mest áhrif á þessa ákvörðunartöku. Bankar og lánastofnanir veittu greiðan aðgang að lánum og ákvarðanir einstaklinga voru litaðar vanþekkingu og einfeldningshugarfari um að þetta verði ekkert mál. Fólk eltir samþykkta og viðtekna hegðun samfélagsins um að „allir eru að gera þetta“. Það má því segja að almennt séum við illa upp alin í fjármálum og að orsökin sé því hegðunarvandi. Afkoma aðspurðra í skýrslunni er einnig skýrt dæmi um slæma fjármálahegðun. Aðeins tæp 9% eru aftur komin í eigið húsnæði. 80% fjölskyldna eru á leigumarkaði og það sem er sláandi er að 10% eru búsett hjá fjölskyldum eða vinum. Þetta segir mér að fólk hafi ekki aðstæður og úrræði til að bæta stöðu sína eftir nauðungarsölu. Það vekur athygli mína að eftirfylgni er líka ábótavant. Hátt hlutfall þeirra sem fara í gegnum nauðungarsöluferlið sitja uppi með óleystan vanda þar sem þau nýta sér engin úrræði vegna fjárhagsvanda síns.Úr skýrslunni „Hátt hlutfall svarenda (63%) sem misst höfðu húsnæði á nauðungarsölu hafði ekki nýtt sér nein úrræði vegna fjárhags- eða húsnæðisvanda. Viðmælendur vissu ýmist ekki af þeim, skildu þau ekki eða fengu misvísandi upplýsingar frá ólíkum aðilum um hvaða úrræði stæðu til boða og hvernig ætti að bera sig eftir þeim.“ Í stuttu máli er fjármálahegðun landsmanna mjög slæm. Venjur og viðhorf sem viðgengust fyrir bankahrun eru enn við lýði. Fjöldi fólks er ekki enn tilbúinn að taka ábyrgð og vinna sig út úr vandanum. Enn er fólk að horfa til þess að bankarnir taki ábyrgð og þrýstir á stjórnvöld til að taka ábyrgð fyrir bankana. Lausnin er ekki aðeins í höndum einstaklinganna sjálfra heldur líka í samfélaginu. Breytinga er þörf í almennu viðhorfi fólks til fjármála. 2007 er liðið og barnsleg hugsun þess tíma má ekki ná sér á strik á ný. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hverjar afleiðingarnar verða þegar þessi óupplýsta leið er farin en hún sýnir mjög skýrt að það sem mest áhrif hefur á ákvarðanir, viðhorf samfélagsins, tekur ekki ábyrgð á afleiðingunum. Í lok dags er ábyrgðin og tapið allt á einstaklingnum. Samfélagið allt þarf að læra að standast freistingar í fjármálum. Við þurfum að læra að taka bæði stórar og litlar fjárhagslegar ákvarðanir og skuldbindingar byggðar á skynsemi en ekki hlaupa á eftir tilfinningum okkar þegar gylliboð eða álit og venjur annarra eru freistandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þrír áhættuþættir hafa áhrif á hegðun okkar í skuldsetningum. Í fyrsta lagi barnsleg hugsun um að það sem við erum að fara að gera reddist, í öðru lagi þrýstingur frá maka, fjölskyldu, vinum og öllu samfélaginu um að taka ákvörðun, og í þriðja lagi auðvelt aðgengi að lánum og fyrirgreiðslum. Skýrslan Fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum 2008-2011, eftir Láru Kristínu Sturludóttur, sem birt var nýverið um stöðu íbúðarmála á Suðurnesjum sýnir mjög vel að fólk lét alla þessa áhættuþætti í skuldahegðun hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Bankar og lánastofnanir lánuðu djarft og auðvelt var að fá lán, fólk tók of mikla áhættu miðað við tekjur og fólk var illa upplýst um raunverulega fjárhagsstöðu sína. Út frá hugmyndafræði fjármálahegðunar þá loga mörg rauð ljós. Þetta eru að mínu mati skýr dæmi um áhættuhegðun í fjármálum. Þarna greini ég merki þess að umræddar fjölskyldur hafa enga eða of litla þekkingu á fjármálum og um hvernig lán eru tekin. Upplýsingar og yfirsýn fólks á stöðu sinni er lítil og mögulegt er að raunveruleg staða er hreinlega sniðgengin og ákvörðun þannig tekin um að yfirveðsetja og yfirskuldsetja sig. Tilfinningar lántaka ráði meiru en skynsemin.Óþægilegur sannleikur Það er hörð greining að segja að flest þetta fólk lét barnslega hugsun ráða för. Það er óþægilegur sannleikur að ábyrgðin er þeirra sem tóku ákvörðunina og þau ein verða að takast á við fjárhagsvandann sem fylgdi í kjölfar bankahruns. Það er tvennt sem hafði líklegast mest áhrif á þessa ákvörðunartöku. Bankar og lánastofnanir veittu greiðan aðgang að lánum og ákvarðanir einstaklinga voru litaðar vanþekkingu og einfeldningshugarfari um að þetta verði ekkert mál. Fólk eltir samþykkta og viðtekna hegðun samfélagsins um að „allir eru að gera þetta“. Það má því segja að almennt séum við illa upp alin í fjármálum og að orsökin sé því hegðunarvandi. Afkoma aðspurðra í skýrslunni er einnig skýrt dæmi um slæma fjármálahegðun. Aðeins tæp 9% eru aftur komin í eigið húsnæði. 80% fjölskyldna eru á leigumarkaði og það sem er sláandi er að 10% eru búsett hjá fjölskyldum eða vinum. Þetta segir mér að fólk hafi ekki aðstæður og úrræði til að bæta stöðu sína eftir nauðungarsölu. Það vekur athygli mína að eftirfylgni er líka ábótavant. Hátt hlutfall þeirra sem fara í gegnum nauðungarsöluferlið sitja uppi með óleystan vanda þar sem þau nýta sér engin úrræði vegna fjárhagsvanda síns.Úr skýrslunni „Hátt hlutfall svarenda (63%) sem misst höfðu húsnæði á nauðungarsölu hafði ekki nýtt sér nein úrræði vegna fjárhags- eða húsnæðisvanda. Viðmælendur vissu ýmist ekki af þeim, skildu þau ekki eða fengu misvísandi upplýsingar frá ólíkum aðilum um hvaða úrræði stæðu til boða og hvernig ætti að bera sig eftir þeim.“ Í stuttu máli er fjármálahegðun landsmanna mjög slæm. Venjur og viðhorf sem viðgengust fyrir bankahrun eru enn við lýði. Fjöldi fólks er ekki enn tilbúinn að taka ábyrgð og vinna sig út úr vandanum. Enn er fólk að horfa til þess að bankarnir taki ábyrgð og þrýstir á stjórnvöld til að taka ábyrgð fyrir bankana. Lausnin er ekki aðeins í höndum einstaklinganna sjálfra heldur líka í samfélaginu. Breytinga er þörf í almennu viðhorfi fólks til fjármála. 2007 er liðið og barnsleg hugsun þess tíma má ekki ná sér á strik á ný. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hverjar afleiðingarnar verða þegar þessi óupplýsta leið er farin en hún sýnir mjög skýrt að það sem mest áhrif hefur á ákvarðanir, viðhorf samfélagsins, tekur ekki ábyrgð á afleiðingunum. Í lok dags er ábyrgðin og tapið allt á einstaklingnum. Samfélagið allt þarf að læra að standast freistingar í fjármálum. Við þurfum að læra að taka bæði stórar og litlar fjárhagslegar ákvarðanir og skuldbindingar byggðar á skynsemi en ekki hlaupa á eftir tilfinningum okkar þegar gylliboð eða álit og venjur annarra eru freistandi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar