Er fjárhagsvandi hegðunarvandi? Haukur Hilmarsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Þrír áhættuþættir hafa áhrif á hegðun okkar í skuldsetningum. Í fyrsta lagi barnsleg hugsun um að það sem við erum að fara að gera reddist, í öðru lagi þrýstingur frá maka, fjölskyldu, vinum og öllu samfélaginu um að taka ákvörðun, og í þriðja lagi auðvelt aðgengi að lánum og fyrirgreiðslum. Skýrslan Fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum 2008-2011, eftir Láru Kristínu Sturludóttur, sem birt var nýverið um stöðu íbúðarmála á Suðurnesjum sýnir mjög vel að fólk lét alla þessa áhættuþætti í skuldahegðun hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Bankar og lánastofnanir lánuðu djarft og auðvelt var að fá lán, fólk tók of mikla áhættu miðað við tekjur og fólk var illa upplýst um raunverulega fjárhagsstöðu sína. Út frá hugmyndafræði fjármálahegðunar þá loga mörg rauð ljós. Þetta eru að mínu mati skýr dæmi um áhættuhegðun í fjármálum. Þarna greini ég merki þess að umræddar fjölskyldur hafa enga eða of litla þekkingu á fjármálum og um hvernig lán eru tekin. Upplýsingar og yfirsýn fólks á stöðu sinni er lítil og mögulegt er að raunveruleg staða er hreinlega sniðgengin og ákvörðun þannig tekin um að yfirveðsetja og yfirskuldsetja sig. Tilfinningar lántaka ráði meiru en skynsemin.Óþægilegur sannleikur Það er hörð greining að segja að flest þetta fólk lét barnslega hugsun ráða för. Það er óþægilegur sannleikur að ábyrgðin er þeirra sem tóku ákvörðunina og þau ein verða að takast á við fjárhagsvandann sem fylgdi í kjölfar bankahruns. Það er tvennt sem hafði líklegast mest áhrif á þessa ákvörðunartöku. Bankar og lánastofnanir veittu greiðan aðgang að lánum og ákvarðanir einstaklinga voru litaðar vanþekkingu og einfeldningshugarfari um að þetta verði ekkert mál. Fólk eltir samþykkta og viðtekna hegðun samfélagsins um að „allir eru að gera þetta“. Það má því segja að almennt séum við illa upp alin í fjármálum og að orsökin sé því hegðunarvandi. Afkoma aðspurðra í skýrslunni er einnig skýrt dæmi um slæma fjármálahegðun. Aðeins tæp 9% eru aftur komin í eigið húsnæði. 80% fjölskyldna eru á leigumarkaði og það sem er sláandi er að 10% eru búsett hjá fjölskyldum eða vinum. Þetta segir mér að fólk hafi ekki aðstæður og úrræði til að bæta stöðu sína eftir nauðungarsölu. Það vekur athygli mína að eftirfylgni er líka ábótavant. Hátt hlutfall þeirra sem fara í gegnum nauðungarsöluferlið sitja uppi með óleystan vanda þar sem þau nýta sér engin úrræði vegna fjárhagsvanda síns.Úr skýrslunni „Hátt hlutfall svarenda (63%) sem misst höfðu húsnæði á nauðungarsölu hafði ekki nýtt sér nein úrræði vegna fjárhags- eða húsnæðisvanda. Viðmælendur vissu ýmist ekki af þeim, skildu þau ekki eða fengu misvísandi upplýsingar frá ólíkum aðilum um hvaða úrræði stæðu til boða og hvernig ætti að bera sig eftir þeim.“ Í stuttu máli er fjármálahegðun landsmanna mjög slæm. Venjur og viðhorf sem viðgengust fyrir bankahrun eru enn við lýði. Fjöldi fólks er ekki enn tilbúinn að taka ábyrgð og vinna sig út úr vandanum. Enn er fólk að horfa til þess að bankarnir taki ábyrgð og þrýstir á stjórnvöld til að taka ábyrgð fyrir bankana. Lausnin er ekki aðeins í höndum einstaklinganna sjálfra heldur líka í samfélaginu. Breytinga er þörf í almennu viðhorfi fólks til fjármála. 2007 er liðið og barnsleg hugsun þess tíma má ekki ná sér á strik á ný. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hverjar afleiðingarnar verða þegar þessi óupplýsta leið er farin en hún sýnir mjög skýrt að það sem mest áhrif hefur á ákvarðanir, viðhorf samfélagsins, tekur ekki ábyrgð á afleiðingunum. Í lok dags er ábyrgðin og tapið allt á einstaklingnum. Samfélagið allt þarf að læra að standast freistingar í fjármálum. Við þurfum að læra að taka bæði stórar og litlar fjárhagslegar ákvarðanir og skuldbindingar byggðar á skynsemi en ekki hlaupa á eftir tilfinningum okkar þegar gylliboð eða álit og venjur annarra eru freistandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þrír áhættuþættir hafa áhrif á hegðun okkar í skuldsetningum. Í fyrsta lagi barnsleg hugsun um að það sem við erum að fara að gera reddist, í öðru lagi þrýstingur frá maka, fjölskyldu, vinum og öllu samfélaginu um að taka ákvörðun, og í þriðja lagi auðvelt aðgengi að lánum og fyrirgreiðslum. Skýrslan Fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum 2008-2011, eftir Láru Kristínu Sturludóttur, sem birt var nýverið um stöðu íbúðarmála á Suðurnesjum sýnir mjög vel að fólk lét alla þessa áhættuþætti í skuldahegðun hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Bankar og lánastofnanir lánuðu djarft og auðvelt var að fá lán, fólk tók of mikla áhættu miðað við tekjur og fólk var illa upplýst um raunverulega fjárhagsstöðu sína. Út frá hugmyndafræði fjármálahegðunar þá loga mörg rauð ljós. Þetta eru að mínu mati skýr dæmi um áhættuhegðun í fjármálum. Þarna greini ég merki þess að umræddar fjölskyldur hafa enga eða of litla þekkingu á fjármálum og um hvernig lán eru tekin. Upplýsingar og yfirsýn fólks á stöðu sinni er lítil og mögulegt er að raunveruleg staða er hreinlega sniðgengin og ákvörðun þannig tekin um að yfirveðsetja og yfirskuldsetja sig. Tilfinningar lántaka ráði meiru en skynsemin.Óþægilegur sannleikur Það er hörð greining að segja að flest þetta fólk lét barnslega hugsun ráða för. Það er óþægilegur sannleikur að ábyrgðin er þeirra sem tóku ákvörðunina og þau ein verða að takast á við fjárhagsvandann sem fylgdi í kjölfar bankahruns. Það er tvennt sem hafði líklegast mest áhrif á þessa ákvörðunartöku. Bankar og lánastofnanir veittu greiðan aðgang að lánum og ákvarðanir einstaklinga voru litaðar vanþekkingu og einfeldningshugarfari um að þetta verði ekkert mál. Fólk eltir samþykkta og viðtekna hegðun samfélagsins um að „allir eru að gera þetta“. Það má því segja að almennt séum við illa upp alin í fjármálum og að orsökin sé því hegðunarvandi. Afkoma aðspurðra í skýrslunni er einnig skýrt dæmi um slæma fjármálahegðun. Aðeins tæp 9% eru aftur komin í eigið húsnæði. 80% fjölskyldna eru á leigumarkaði og það sem er sláandi er að 10% eru búsett hjá fjölskyldum eða vinum. Þetta segir mér að fólk hafi ekki aðstæður og úrræði til að bæta stöðu sína eftir nauðungarsölu. Það vekur athygli mína að eftirfylgni er líka ábótavant. Hátt hlutfall þeirra sem fara í gegnum nauðungarsöluferlið sitja uppi með óleystan vanda þar sem þau nýta sér engin úrræði vegna fjárhagsvanda síns.Úr skýrslunni „Hátt hlutfall svarenda (63%) sem misst höfðu húsnæði á nauðungarsölu hafði ekki nýtt sér nein úrræði vegna fjárhags- eða húsnæðisvanda. Viðmælendur vissu ýmist ekki af þeim, skildu þau ekki eða fengu misvísandi upplýsingar frá ólíkum aðilum um hvaða úrræði stæðu til boða og hvernig ætti að bera sig eftir þeim.“ Í stuttu máli er fjármálahegðun landsmanna mjög slæm. Venjur og viðhorf sem viðgengust fyrir bankahrun eru enn við lýði. Fjöldi fólks er ekki enn tilbúinn að taka ábyrgð og vinna sig út úr vandanum. Enn er fólk að horfa til þess að bankarnir taki ábyrgð og þrýstir á stjórnvöld til að taka ábyrgð fyrir bankana. Lausnin er ekki aðeins í höndum einstaklinganna sjálfra heldur líka í samfélaginu. Breytinga er þörf í almennu viðhorfi fólks til fjármála. 2007 er liðið og barnsleg hugsun þess tíma má ekki ná sér á strik á ný. Þessi skýrsla sýnir svart á hvítu hverjar afleiðingarnar verða þegar þessi óupplýsta leið er farin en hún sýnir mjög skýrt að það sem mest áhrif hefur á ákvarðanir, viðhorf samfélagsins, tekur ekki ábyrgð á afleiðingunum. Í lok dags er ábyrgðin og tapið allt á einstaklingnum. Samfélagið allt þarf að læra að standast freistingar í fjármálum. Við þurfum að læra að taka bæði stórar og litlar fjárhagslegar ákvarðanir og skuldbindingar byggðar á skynsemi en ekki hlaupa á eftir tilfinningum okkar þegar gylliboð eða álit og venjur annarra eru freistandi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar