Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar 4. september 2025 07:30 Nokkur umræða hefur skapast um mögulega aðild Íslands að ESB á síðustu vikum og sú umræða er kærkomin enda hefur þessari mikilvægu spurningu löngum verið haldið utan við stjórnmálaumræðu á Íslandi. Því miður hefur allt of mikil orka farið í þras um aukaatriði eins og það hvort aðildarumsóknin frá 2009, sem varð „pólitískum ómöguleika“ að bráð, sé virk eða ekki. Eða ævintýralegar áhyggjur yfir því að nú eigi að smeygja þjóðinni meðvitundarlausri inn í ESB án þess að eftir því verði tekið. Þessi málflutningur er svo ævintýralegur að hann getur ekki skilað öðru en að beina athyglinni frá því sem máli skiptir: hvort rétt sé að hefja að nýju og ljúka viðræðum við ESB og bera aðildarsamning undir þjóðina. Þjóðin þarf að ræða og taka afstöðu til þessarar spurningar á næstu misserum. Vafningar og vífilengjur Það er alveg ljóst að ýmsir vilja helst komast hjá því að þjóðin eigi þetta samtal og fara ekki grafgötur um það. Rökin eru iðulega á þá leið að spurningin um ESB aðild sé vís til þess að kljúfa þjóðina. Í ofanálag er því stundum bætt við að þetta megi alls ekki gera einmitt núna vegna þess að það hafi ekki farið fram nein umræða um málið. Látum þetta síðasttalda atriði bara liggja milli hluta – þ.e. að ekki hafi farið fram nægileg umræða um að hefja umræðu – það liggur í augum uppi að svona röksemdir gera ekki annað en að þæfa málin. Í ljósi þess að umræðan hefur aldrei fengið að eiga sér stað væri einmitt eðlilegast að draga þá ályktun að rökræða megi ekki bíða. En hljótum við þá að kljúfa þjóðina? Að kljúfa þjóð eða rjúfa kyrrstöðu? Vissulega eru skiptar skoðanir um ágæti aðildar að ESB, sum eru henni fylgjandi, önnur andvíg en mörg eru einfaldlega óákveðin. Er það virkilega svo að rökræða um mikilvægt málefni leiði til klofnings? Og er þá eitthvað vænlegra setja lok á hana? Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Í fysta lagi má líta svo á að þjóðin sé nú þegar klofin í afstöðu sinni til þessa máls. En svo lengi sem við forðumst umræðuna er ekkert gert til þess að sætta andstæð sjónarmið og þau óákveðnu fá síður tækifæri til þess að móta sér ígrundaða skoðun. Í öðru lagi felur þöggunin í sér afstöðu og kyrrstaða, þ.e. varðstaða með ríkjandi ástandi, felur óhjákvæmilega í sér ákvörðun. En það er afstaða með einum hópi og ákvörðun um hafa sjónarmið annarra að engu. Þessi afstaða leiðir ekki til samstöðu. Þvert á móti viðheldur hún þeirri gjá sem skilur að fylgjendur og anstæðinga aðildar. Hún kemur beinlínis í veg fyrir að við getum svo mikið sem nálgast sameiginlegan skilning á málefninu, hvað þá framkallað sameiginlegan vilja. Þessi varðstaða um ríkjandi ástand er ekki til marks um hlutleysi gagnvart málefninu heldur er hún einmitt sérstök birtingarmynd forræðishyggju. Að gera hlutina vel Rétt er að gera greinarmun á tveimur spurningum sem eru skyldar en aðskildar: hvort ganga eigi til viðræðna við ESB annars vegar og hins vegar hvort ganga beri í ESB á grundvelli samnings. Hvorug spurningin er léttvæg. Sú fyrri er nærtækari. En báðar kalla á þær á ærlega umhugsun um grundvallargildi, hagsmuni og sjálfskilning okkar sem þjóðar. Hvar eigum við heima í samfélagi þjóða og hvar er hagsmunum okkar best borgið? Umræða um svo stór álitaefni þarf að vera málefnaleg og vönduð rökræða. Við verðum að geta tekist á við hana af yfirvegun og heilindum. Spurningin sem blasir við okkur snýst ekki um það hvort tímabært sé að taka ákvarðanir um þessi efni – við gerum það með einum eða öðrum hætti hvort sem við hrökkvum eða stökkvum. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir snýst heldur ekki um það hvort tímabært sé að setja málið á dagsrká. Umræðan er þegar hafin - það er hinn pólitíski veruleiki. Brýnasta spurningin er líklega sú hvort við treystum okkur til þess að gera þetta vel. Höfundur situr í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um mögulega aðild Íslands að ESB á síðustu vikum og sú umræða er kærkomin enda hefur þessari mikilvægu spurningu löngum verið haldið utan við stjórnmálaumræðu á Íslandi. Því miður hefur allt of mikil orka farið í þras um aukaatriði eins og það hvort aðildarumsóknin frá 2009, sem varð „pólitískum ómöguleika“ að bráð, sé virk eða ekki. Eða ævintýralegar áhyggjur yfir því að nú eigi að smeygja þjóðinni meðvitundarlausri inn í ESB án þess að eftir því verði tekið. Þessi málflutningur er svo ævintýralegur að hann getur ekki skilað öðru en að beina athyglinni frá því sem máli skiptir: hvort rétt sé að hefja að nýju og ljúka viðræðum við ESB og bera aðildarsamning undir þjóðina. Þjóðin þarf að ræða og taka afstöðu til þessarar spurningar á næstu misserum. Vafningar og vífilengjur Það er alveg ljóst að ýmsir vilja helst komast hjá því að þjóðin eigi þetta samtal og fara ekki grafgötur um það. Rökin eru iðulega á þá leið að spurningin um ESB aðild sé vís til þess að kljúfa þjóðina. Í ofanálag er því stundum bætt við að þetta megi alls ekki gera einmitt núna vegna þess að það hafi ekki farið fram nein umræða um málið. Látum þetta síðasttalda atriði bara liggja milli hluta – þ.e. að ekki hafi farið fram nægileg umræða um að hefja umræðu – það liggur í augum uppi að svona röksemdir gera ekki annað en að þæfa málin. Í ljósi þess að umræðan hefur aldrei fengið að eiga sér stað væri einmitt eðlilegast að draga þá ályktun að rökræða megi ekki bíða. En hljótum við þá að kljúfa þjóðina? Að kljúfa þjóð eða rjúfa kyrrstöðu? Vissulega eru skiptar skoðanir um ágæti aðildar að ESB, sum eru henni fylgjandi, önnur andvíg en mörg eru einfaldlega óákveðin. Er það virkilega svo að rökræða um mikilvægt málefni leiði til klofnings? Og er þá eitthvað vænlegra setja lok á hana? Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Í fysta lagi má líta svo á að þjóðin sé nú þegar klofin í afstöðu sinni til þessa máls. En svo lengi sem við forðumst umræðuna er ekkert gert til þess að sætta andstæð sjónarmið og þau óákveðnu fá síður tækifæri til þess að móta sér ígrundaða skoðun. Í öðru lagi felur þöggunin í sér afstöðu og kyrrstaða, þ.e. varðstaða með ríkjandi ástandi, felur óhjákvæmilega í sér ákvörðun. En það er afstaða með einum hópi og ákvörðun um hafa sjónarmið annarra að engu. Þessi afstaða leiðir ekki til samstöðu. Þvert á móti viðheldur hún þeirri gjá sem skilur að fylgjendur og anstæðinga aðildar. Hún kemur beinlínis í veg fyrir að við getum svo mikið sem nálgast sameiginlegan skilning á málefninu, hvað þá framkallað sameiginlegan vilja. Þessi varðstaða um ríkjandi ástand er ekki til marks um hlutleysi gagnvart málefninu heldur er hún einmitt sérstök birtingarmynd forræðishyggju. Að gera hlutina vel Rétt er að gera greinarmun á tveimur spurningum sem eru skyldar en aðskildar: hvort ganga eigi til viðræðna við ESB annars vegar og hins vegar hvort ganga beri í ESB á grundvelli samnings. Hvorug spurningin er léttvæg. Sú fyrri er nærtækari. En báðar kalla á þær á ærlega umhugsun um grundvallargildi, hagsmuni og sjálfskilning okkar sem þjóðar. Hvar eigum við heima í samfélagi þjóða og hvar er hagsmunum okkar best borgið? Umræða um svo stór álitaefni þarf að vera málefnaleg og vönduð rökræða. Við verðum að geta tekist á við hana af yfirvegun og heilindum. Spurningin sem blasir við okkur snýst ekki um það hvort tímabært sé að taka ákvarðanir um þessi efni – við gerum það með einum eða öðrum hætti hvort sem við hrökkvum eða stökkvum. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir snýst heldur ekki um það hvort tímabært sé að setja málið á dagsrká. Umræðan er þegar hafin - það er hinn pólitíski veruleiki. Brýnasta spurningin er líklega sú hvort við treystum okkur til þess að gera þetta vel. Höfundur situr í stjórn Evrópuhreyfingarinnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun