Innlent

Áttundu bekkingar fá ekki inni í vinnuskólanum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Tillaga Sjálfstæðismanna gerði ráð fyrir fjölbreyttari störfum.
Tillaga Sjálfstæðismanna gerði ráð fyrir fjölbreyttari störfum. Fréttablaðið/Anton Brink
„Við erum á þeirri skoðun að borgin eigi að forgangsraða í þágu skólabarna í stað einhverra gæluverkefna,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Borgarstjórn hafnaði á fundi sínum á þriðjudaginn tillögu Sjálfstæðismanna um að bjóða áttundu bekkingum sumarvinnu í sumar. Tillagan gerði ráð fyrir því að borgin veitti 8. bekkingum vinnu strax í sumar og byði upp á fjölbreyttari störf í vinnuskólum borgarinnar.

„árið 2011 var tekin ákvörðun um að veita nemendum í áttunda bekk ekki vinnu,“ segir Marta.

Í bókun Sjálfstæðisflokksins kemur fram að öll önnur sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu bjóði áttundu bekkingum upp á vinnu í sumar.

„Ég get tekið undir margt í tillögu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar.

„Það er eðlilegt að þróa starf vinnuskólans áfram í samhengi við tíðarandann. Ég er þeirrar skoðunar að bjóða mætti áttundu bekkingum upp á aukið félagsstarf í stað vinnuskólans.“

Hún segir mikilvægara að sautján ára unglingar njóti forgangs í vinnuskólanum í stað áttundu bekkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×