Enginn sótti um 11 lausar stöður nyrðra Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Auglýst var í Læknablaðinu og á Starfatorgi ríkisins eftir sérgreinalæknum en það bar engan árangur. vísir/pjetur Enginn sérfræðilæknir sótti um starf hjá sjúkrahúsinu á Akureyri nú nýverið. Sjúkrahúsið auglýsti ellefu lausar stöður sérfræðilækna í vor. „Við höfum sent sams konar auglýsingar til Norðurlanda núna til að fylla í stöðurnar,“ segir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri. „Við auglýstum eftir töluvert mörgum stöðum en höfum ekki fengið umsókn frá íslenskum læknum. Nú eru komnar í birtingu sams konar auglýsingar á Norðurlöndunum og við finnum að sú auglýsing hefur vakið athygli einhverra því við erum farnir að fá einhverjar fyrirspurnir,“ segir Sigurður. „Það er auðvitað áhyggjuefni að íslenskir læknar sem eru úti hafi ekki sótt um en við vonum að þeir skili sér núna.“ Erfiðlega hefur gengið að manna þær stöður sem eru að losna og eru sérgreinalæknar á sjúkrahúsinu á Akureyri margir hverjir að komast á aldur og því þarf að ráða í margar stöður. Forsvarsmenn sjúkrahússins reyna því að fylla í margar stöður í þessari atrennu til að forðast að lenda í þeirri klemmu að vanta sérgreinalækna að nokkrum árum liðnum. Sjúkrahúsið á Akureyri er stærsta sjúkrahúsið í landsbyggðunum og sinnir þjónustu við íbúa allt frá Húnaþingi vestra og langt austur á land. Sigurður segir ástæður þess að enginn hafi sótt um stöðurnar líklega margþættar.Sigurður Einar Sigurðsson Framkvæmdastjóri lækninga við sjúkrahúsið á Akureyri.„Það er skortur á sérgreinalæknum nú þegar á landinu og þeir íslensku læknar sem eru hér á landi eru nú þegar komnir í stöður. Einnig hefur efnahagshrunið 2008 líklega áhrif sem og að byggðasjónarmið geta einnig haft áhrif,“ segir Sigurður og segir erfiðara að fá lækna til starfa utan stórra þéttbýlisstaða. Það sé ekki séríslenskt fyrirbæri að erfiðara sé að manna stöður í dreifðum byggðum og það hafi sýnt sig í Evrópu að erfitt sé að manna stöður utan stórborga. „Nú horfir kannski til betri tíma í efnahagslífinu og við erum að færa okkur upp úr öldudal hrunsins,“ segir Sigurður. „Við leggjum áherslu á að hér á Akureyri eru ýmis gæði sem við vinnum ekki á öðrum stöðum og við erum að benda á það fjölskylduvæna samfélag sem er hér til staðar á Akureyri. Vonandi náum við að fylla í stöðurnar á næstu vikum.“ Tengdar fréttir Fjórtán ófædd börn tilkynnt í hættu Fjórtán tilkynningar bárust Barnaverndarnefnd um að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu fyrstu þrjá mánuði ársins 2015. Tilkynningum til barnaverndarnefndar vegna heimilisofbeldis fjölgaði um 2,4% á milli ára. 29. maí 2015 09:15 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Enginn sérfræðilæknir sótti um starf hjá sjúkrahúsinu á Akureyri nú nýverið. Sjúkrahúsið auglýsti ellefu lausar stöður sérfræðilækna í vor. „Við höfum sent sams konar auglýsingar til Norðurlanda núna til að fylla í stöðurnar,“ segir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri. „Við auglýstum eftir töluvert mörgum stöðum en höfum ekki fengið umsókn frá íslenskum læknum. Nú eru komnar í birtingu sams konar auglýsingar á Norðurlöndunum og við finnum að sú auglýsing hefur vakið athygli einhverra því við erum farnir að fá einhverjar fyrirspurnir,“ segir Sigurður. „Það er auðvitað áhyggjuefni að íslenskir læknar sem eru úti hafi ekki sótt um en við vonum að þeir skili sér núna.“ Erfiðlega hefur gengið að manna þær stöður sem eru að losna og eru sérgreinalæknar á sjúkrahúsinu á Akureyri margir hverjir að komast á aldur og því þarf að ráða í margar stöður. Forsvarsmenn sjúkrahússins reyna því að fylla í margar stöður í þessari atrennu til að forðast að lenda í þeirri klemmu að vanta sérgreinalækna að nokkrum árum liðnum. Sjúkrahúsið á Akureyri er stærsta sjúkrahúsið í landsbyggðunum og sinnir þjónustu við íbúa allt frá Húnaþingi vestra og langt austur á land. Sigurður segir ástæður þess að enginn hafi sótt um stöðurnar líklega margþættar.Sigurður Einar Sigurðsson Framkvæmdastjóri lækninga við sjúkrahúsið á Akureyri.„Það er skortur á sérgreinalæknum nú þegar á landinu og þeir íslensku læknar sem eru hér á landi eru nú þegar komnir í stöður. Einnig hefur efnahagshrunið 2008 líklega áhrif sem og að byggðasjónarmið geta einnig haft áhrif,“ segir Sigurður og segir erfiðara að fá lækna til starfa utan stórra þéttbýlisstaða. Það sé ekki séríslenskt fyrirbæri að erfiðara sé að manna stöður í dreifðum byggðum og það hafi sýnt sig í Evrópu að erfitt sé að manna stöður utan stórborga. „Nú horfir kannski til betri tíma í efnahagslífinu og við erum að færa okkur upp úr öldudal hrunsins,“ segir Sigurður. „Við leggjum áherslu á að hér á Akureyri eru ýmis gæði sem við vinnum ekki á öðrum stöðum og við erum að benda á það fjölskylduvæna samfélag sem er hér til staðar á Akureyri. Vonandi náum við að fylla í stöðurnar á næstu vikum.“
Tengdar fréttir Fjórtán ófædd börn tilkynnt í hættu Fjórtán tilkynningar bárust Barnaverndarnefnd um að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu fyrstu þrjá mánuði ársins 2015. Tilkynningum til barnaverndarnefndar vegna heimilisofbeldis fjölgaði um 2,4% á milli ára. 29. maí 2015 09:15 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fjórtán ófædd börn tilkynnt í hættu Fjórtán tilkynningar bárust Barnaverndarnefnd um að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu fyrstu þrjá mánuði ársins 2015. Tilkynningum til barnaverndarnefndar vegna heimilisofbeldis fjölgaði um 2,4% á milli ára. 29. maí 2015 09:15