Fólk og forgangsröðun Páll Valur Björnsson skrifar 30. maí 2015 07:00 Í vetur greindu fjölmiðlar frá því að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru að fá nýja bíla. Það er gott til þess að vita að við skulum vera nægilega rík í þessu landi til að í ríkissjóði finnist peningar sem duga fyrir góðum bílum fyrir ráðherrana okkar en samkvæmt fjölmiðlum kosta bílarnir á bilinu tíu til tuttugu milljónir króna hver. Enginn heilvita maður efast um mikilvægi þess að ráðherrarnir séu vel akandi til að þeir geti sinnt sínum krefjandi störfum fyrir hönd og í þágu þjóðarinnar og geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Og ekki viljum við hafa þá á einhverjum skrjóðum því að þá gæti þeirra dýrmæti tími farið allt of mikið í að ýta í gang, skipta um dekk og bæta á leka vatnskassa. Það er hins vegar mjög leitt til þess að vita að við skulum samt vera svo fátæk í þessu landi að það skuli ekki vera til peningar í ríkissjóðnum okkar til að reka félagslega túlkasjóðinn allt árið. Það þýðir aðeins eitt. Heyrnarskert fólk sem er háð þjónustu sjóðsins fer á mis við tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og vera með okkur í leik og starfi. Þetta gengur fullkomlega gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggist á og samningurinn hefur að meginmarkmiði, þ.e.a.s „að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar“, eins og þar segir.Ekki lúxus Hér er því alls ekki um ölmusu eða góðverk eða lúxus ræða. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi fólks til að vera ekki útilokað frá þátttöku í samfélaginu. Og þó að ég telji æskilegt að ráðherrar okkar séu á vel gangfærum bílum en ekki á einhverjum bilanagjörnum skrjóðum ætla ég þó að gerast svo djarfur að fullyrða það hér að réttur þeirra til þess sé ekki tryggður í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Ég vil því hvetja hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra til að lesa nú samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks vel yfir og taka þær skyldur sem þar eru á hann lagðar alvarlega. Ég hvet hann einnig til að kíkja svo í ríkiskassann okkar og sjá hvort hann getur ekki fundið þar svolitla peninga til að reka megi félagslega túlkasjóðinn þannig að sómi sé að og þannig að ekki verði brotin mannréttindi á fólki í okkar nafni. Ef hæstvirtum ráðherra tækist þetta er ég viss um að hann myndi gleðja mikið allan almenning í þessu landi sem hann vinnur fyrir og sem á peningana sem geymdir eru í ríkiskassanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur greindu fjölmiðlar frá því að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru að fá nýja bíla. Það er gott til þess að vita að við skulum vera nægilega rík í þessu landi til að í ríkissjóði finnist peningar sem duga fyrir góðum bílum fyrir ráðherrana okkar en samkvæmt fjölmiðlum kosta bílarnir á bilinu tíu til tuttugu milljónir króna hver. Enginn heilvita maður efast um mikilvægi þess að ráðherrarnir séu vel akandi til að þeir geti sinnt sínum krefjandi störfum fyrir hönd og í þágu þjóðarinnar og geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Og ekki viljum við hafa þá á einhverjum skrjóðum því að þá gæti þeirra dýrmæti tími farið allt of mikið í að ýta í gang, skipta um dekk og bæta á leka vatnskassa. Það er hins vegar mjög leitt til þess að vita að við skulum samt vera svo fátæk í þessu landi að það skuli ekki vera til peningar í ríkissjóðnum okkar til að reka félagslega túlkasjóðinn allt árið. Það þýðir aðeins eitt. Heyrnarskert fólk sem er háð þjónustu sjóðsins fer á mis við tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og vera með okkur í leik og starfi. Þetta gengur fullkomlega gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggist á og samningurinn hefur að meginmarkmiði, þ.e.a.s „að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar“, eins og þar segir.Ekki lúxus Hér er því alls ekki um ölmusu eða góðverk eða lúxus ræða. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi fólks til að vera ekki útilokað frá þátttöku í samfélaginu. Og þó að ég telji æskilegt að ráðherrar okkar séu á vel gangfærum bílum en ekki á einhverjum bilanagjörnum skrjóðum ætla ég þó að gerast svo djarfur að fullyrða það hér að réttur þeirra til þess sé ekki tryggður í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Ég vil því hvetja hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra til að lesa nú samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks vel yfir og taka þær skyldur sem þar eru á hann lagðar alvarlega. Ég hvet hann einnig til að kíkja svo í ríkiskassann okkar og sjá hvort hann getur ekki fundið þar svolitla peninga til að reka megi félagslega túlkasjóðinn þannig að sómi sé að og þannig að ekki verði brotin mannréttindi á fólki í okkar nafni. Ef hæstvirtum ráðherra tækist þetta er ég viss um að hann myndi gleðja mikið allan almenning í þessu landi sem hann vinnur fyrir og sem á peningana sem geymdir eru í ríkiskassanum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun