Fólk og forgangsröðun Páll Valur Björnsson skrifar 30. maí 2015 07:00 Í vetur greindu fjölmiðlar frá því að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru að fá nýja bíla. Það er gott til þess að vita að við skulum vera nægilega rík í þessu landi til að í ríkissjóði finnist peningar sem duga fyrir góðum bílum fyrir ráðherrana okkar en samkvæmt fjölmiðlum kosta bílarnir á bilinu tíu til tuttugu milljónir króna hver. Enginn heilvita maður efast um mikilvægi þess að ráðherrarnir séu vel akandi til að þeir geti sinnt sínum krefjandi störfum fyrir hönd og í þágu þjóðarinnar og geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Og ekki viljum við hafa þá á einhverjum skrjóðum því að þá gæti þeirra dýrmæti tími farið allt of mikið í að ýta í gang, skipta um dekk og bæta á leka vatnskassa. Það er hins vegar mjög leitt til þess að vita að við skulum samt vera svo fátæk í þessu landi að það skuli ekki vera til peningar í ríkissjóðnum okkar til að reka félagslega túlkasjóðinn allt árið. Það þýðir aðeins eitt. Heyrnarskert fólk sem er háð þjónustu sjóðsins fer á mis við tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og vera með okkur í leik og starfi. Þetta gengur fullkomlega gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggist á og samningurinn hefur að meginmarkmiði, þ.e.a.s „að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar“, eins og þar segir.Ekki lúxus Hér er því alls ekki um ölmusu eða góðverk eða lúxus ræða. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi fólks til að vera ekki útilokað frá þátttöku í samfélaginu. Og þó að ég telji æskilegt að ráðherrar okkar séu á vel gangfærum bílum en ekki á einhverjum bilanagjörnum skrjóðum ætla ég þó að gerast svo djarfur að fullyrða það hér að réttur þeirra til þess sé ekki tryggður í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Ég vil því hvetja hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra til að lesa nú samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks vel yfir og taka þær skyldur sem þar eru á hann lagðar alvarlega. Ég hvet hann einnig til að kíkja svo í ríkiskassann okkar og sjá hvort hann getur ekki fundið þar svolitla peninga til að reka megi félagslega túlkasjóðinn þannig að sómi sé að og þannig að ekki verði brotin mannréttindi á fólki í okkar nafni. Ef hæstvirtum ráðherra tækist þetta er ég viss um að hann myndi gleðja mikið allan almenning í þessu landi sem hann vinnur fyrir og sem á peningana sem geymdir eru í ríkiskassanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í vetur greindu fjölmiðlar frá því að nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru að fá nýja bíla. Það er gott til þess að vita að við skulum vera nægilega rík í þessu landi til að í ríkissjóði finnist peningar sem duga fyrir góðum bílum fyrir ráðherrana okkar en samkvæmt fjölmiðlum kosta bílarnir á bilinu tíu til tuttugu milljónir króna hver. Enginn heilvita maður efast um mikilvægi þess að ráðherrarnir séu vel akandi til að þeir geti sinnt sínum krefjandi störfum fyrir hönd og í þágu þjóðarinnar og geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Og ekki viljum við hafa þá á einhverjum skrjóðum því að þá gæti þeirra dýrmæti tími farið allt of mikið í að ýta í gang, skipta um dekk og bæta á leka vatnskassa. Það er hins vegar mjög leitt til þess að vita að við skulum samt vera svo fátæk í þessu landi að það skuli ekki vera til peningar í ríkissjóðnum okkar til að reka félagslega túlkasjóðinn allt árið. Það þýðir aðeins eitt. Heyrnarskert fólk sem er háð þjónustu sjóðsins fer á mis við tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og vera með okkur í leik og starfi. Þetta gengur fullkomlega gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggist á og samningurinn hefur að meginmarkmiði, þ.e.a.s „að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar“, eins og þar segir.Ekki lúxus Hér er því alls ekki um ölmusu eða góðverk eða lúxus ræða. Þetta snýst um grundvallarmannréttindi fólks til að vera ekki útilokað frá þátttöku í samfélaginu. Og þó að ég telji æskilegt að ráðherrar okkar séu á vel gangfærum bílum en ekki á einhverjum bilanagjörnum skrjóðum ætla ég þó að gerast svo djarfur að fullyrða það hér að réttur þeirra til þess sé ekki tryggður í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Ég vil því hvetja hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra til að lesa nú samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks vel yfir og taka þær skyldur sem þar eru á hann lagðar alvarlega. Ég hvet hann einnig til að kíkja svo í ríkiskassann okkar og sjá hvort hann getur ekki fundið þar svolitla peninga til að reka megi félagslega túlkasjóðinn þannig að sómi sé að og þannig að ekki verði brotin mannréttindi á fólki í okkar nafni. Ef hæstvirtum ráðherra tækist þetta er ég viss um að hann myndi gleðja mikið allan almenning í þessu landi sem hann vinnur fyrir og sem á peningana sem geymdir eru í ríkiskassanum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar