Ekki verður bókvitið í askana látið – eða hvað? Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun