Ekki verður bókvitið í askana látið – eða hvað? Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun