Sundlaug og hoppdýna í Bláfjöllum í dag Guðrún Ansnes skrifar 22. maí 2015 09:30 Davíð hvetur fólk til að ganga lengra og mæta í búningum í dag, enda muni stemningin mögulega ná nýjum hæðum. „Það er ennþá nóg af snjó, svo mikill reyndar að það gæti komið mörgum á óvart,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, upphafsmaður brettaveislunnar, aðspurður um stöðuna í Bláfjöllum í maí, en í dag verður Summerjam haldið þar í fjórða skiptið. „Þetta verður geggjað, við erum búin að vera í þrjá daga að moka snjó og búa til palla fyrir skíðaparkið,“ segir Davíð. Mun allri norðurleiðinni, öxlinni, breytt í almennilegt brettasvæði með tilheyrandi búnaði, ásamt því að plötusnúðnum DJ Lehoe verður komið fyrir í miðju fjallinu, þar sem hann spilar músík svo undir tekur í fjallgarðinum. „Í fyrsta skipti á Íslandi verður boðið upp á að hoppa á stærðarinnar uppblásna dýnu af stökkpallinum, en hún er flutt til Reykjavíkur að norðan sérstaklega fyrir þetta tilefni,“ útskýrir Davíð. Og áfram heldur hann: „Við höfum mokað eins og hálfs metra djúpa sundlaug sem verður fyllt af vatni og er til þess fallin að brettagarparnir komi á ferðinni og fleyti sér yfir hana,“ segir Davíð og bætir við að búið sé að koma upp sólbaðsbekkjum líkt og tíðkist við allar almennilegar sundlaugar enda veðurspáin eins og pöntuð fyrir viðburðinn. „Upphaflega ætluðum við að hafa þetta á laugardag, en breyttum því svo snarlega þegar veðurspáin var ljós, en spáð er logni, heiðskíru og sex gráðu hita. Það verður ekki betra.“Flott veður, flottir pallar, flott stökk, flott lið á brettum. Byrjum á flottum tíma kl. 17-24. Búast má við flottri stemmingu. KOMA SVVVOOOOPosted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Friday, May 22, 2015Eins og áður segir er Summerjamið haldið í fjórða skipti í ár, og býst Davíð við að hópur fólks muni láta sjá sig líkt og árin á undan. „Þetta byrjaði nú upphaflega þannig að búið var að loka skíðasvæðinu en feikinóg af snjó ennþá. Úr varð að ég fékk að henda í viðburð sem varð svona vinsæll að ekki er hægt að hætta.“Hefjast herlegheitin klukkan fjögur í dag og standa fram eftir kvöldi, og kostar tvö þúsund krónur inn. Hægt er að kynna sér málið nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
„Það er ennþá nóg af snjó, svo mikill reyndar að það gæti komið mörgum á óvart,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, upphafsmaður brettaveislunnar, aðspurður um stöðuna í Bláfjöllum í maí, en í dag verður Summerjam haldið þar í fjórða skiptið. „Þetta verður geggjað, við erum búin að vera í þrjá daga að moka snjó og búa til palla fyrir skíðaparkið,“ segir Davíð. Mun allri norðurleiðinni, öxlinni, breytt í almennilegt brettasvæði með tilheyrandi búnaði, ásamt því að plötusnúðnum DJ Lehoe verður komið fyrir í miðju fjallinu, þar sem hann spilar músík svo undir tekur í fjallgarðinum. „Í fyrsta skipti á Íslandi verður boðið upp á að hoppa á stærðarinnar uppblásna dýnu af stökkpallinum, en hún er flutt til Reykjavíkur að norðan sérstaklega fyrir þetta tilefni,“ útskýrir Davíð. Og áfram heldur hann: „Við höfum mokað eins og hálfs metra djúpa sundlaug sem verður fyllt af vatni og er til þess fallin að brettagarparnir komi á ferðinni og fleyti sér yfir hana,“ segir Davíð og bætir við að búið sé að koma upp sólbaðsbekkjum líkt og tíðkist við allar almennilegar sundlaugar enda veðurspáin eins og pöntuð fyrir viðburðinn. „Upphaflega ætluðum við að hafa þetta á laugardag, en breyttum því svo snarlega þegar veðurspáin var ljós, en spáð er logni, heiðskíru og sex gráðu hita. Það verður ekki betra.“Flott veður, flottir pallar, flott stökk, flott lið á brettum. Byrjum á flottum tíma kl. 17-24. Búast má við flottri stemmingu. KOMA SVVVOOOOPosted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Friday, May 22, 2015Eins og áður segir er Summerjamið haldið í fjórða skipti í ár, og býst Davíð við að hópur fólks muni láta sjá sig líkt og árin á undan. „Þetta byrjaði nú upphaflega þannig að búið var að loka skíðasvæðinu en feikinóg af snjó ennþá. Úr varð að ég fékk að henda í viðburð sem varð svona vinsæll að ekki er hægt að hætta.“Hefjast herlegheitin klukkan fjögur í dag og standa fram eftir kvöldi, og kostar tvö þúsund krónur inn. Hægt er að kynna sér málið nánar á Facebook-síðu viðburðarins.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira