Að slátra kommum Þorvaldur Gylfason skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun