Að umbreyta leti í velsæld Bjarni Þorsteinsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Árið 2012 kom út skýrsla á vegum McKinsey & Company um íslenska hagkerfið þar sem fram kemur að framleiðni vinnuafls hér á landi sé 20% lægri en í nágrannaríkjum. Þótt ótrúlegt megi virðast vöktu þessar niðurstöður takmarkaða athygli á sínum tíma; kannski þótti fólki þetta óþægilegar tölur, þarna var Ísland ekki meðal fremstu þjóða í því sem Íslendingar af einhverjum ástæðum tengja öðru fremur við sjálfsmynd sína: vinnusemi. Á síðustu vikum og mánuðum hafa þessar framleiðnitölur þó óvænt skotið upp kollinum á ný og öðlast framhaldslíf; þær hafa verið dregnar inn í umræðuna um kjaramál, einkum af fulltrúum hinna svokölluðu Samtaka atvinnulífsins og hollvinum þeirra. Ýjað hefur verið að því og það jafnvel sagt beinum orðum að íslenskt vinnuafl sé aflminna en í nágrannalöndum, að íslenskt launafólk sé hreinlega latara. Það hefur verið látið liggja í loftinu að þessi meinta leti sé ástæðan fyrir því að flestallir íslenskir launamenn þurfi að gera sér að góðu mun lélegri laun en kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Við verðskuldum ekki meira. Það kann að vera að Íslendingar séu latir. Það getur líka vel verið að Norðmenn, Danir og Svíar séu latir. Kannski eru allir í grunninn latir ef út í það er farið. Íslenskir launamenn eru að jafnaði með jafnmarga útlimi og erlendir, líkamlegir burðir svipaðir og ekkert bendir til að við séum vitsmunalega verr útbúin en fólk í öðrum löndum. Það er m.ö.o. ekkert að íslensku vinnuafli, það er ekki skert á neinn hátt. Tölurnar tala hins vegar sínu máli, við afköstum minna, framleiðum minna á hverjum degi. Það hlýtur þá að vera þannig að við vinnum vitlaust, eyðum tíma í óþarfa, gerum einfalda hluti flókna. Verkferlar flæktir, vinnuumhverfi óhentugt, kerfin gölluð, verklag ekki í lagi. Við erum í 20% rugli í vinnunni.Lykillinn að velsældinni Í sjálfu sér er þetta á vissan hátt gleðilegt því allt þetta er hægt að laga. Og ávinningurinn af því er ekkert smáræði, skjárinn á reiknivélinni minni nær ekki að rúma þá upphæð sem 20% framleiðniaukning færir þjóðarbúinu. Þetta er eiginlega ónotuð auðlind sem þarf bara að koma upp í nýtingarflokk. Ég er nokkuð viss um að íslenska vinnuaflið er til í að efla sig ef allur þessi ávinningur blasir við. En það er því miður ekki í höndum þeirra að framkvæma þá umbreytingu. Þeir sem skipuleggja, stjórna og taka ákvarðanir eru þeir sem hafa verkfærin sem þarf í þessa leiðréttingu. Þessi hópur kallast í daglegu máli stjórnendur og millistjórnendur. Þeir halda á lyklinum að velsældinni. Þetta vekur upp ýmsar óþægilegar spurningar. Hvernig stendur á því að íslenskum stjórnendum hefur ekki tekist að vinna vinnu sína eins vel og kollegum þeirra í nágrannalöndunum? Og hvernig í ósköpunum stendur á því að þrátt fyrir þessa slöku frammistöðu hafa íslenskir stjórnendur og millistjórnendur fengið mestu kjarabæturnar á undanförnum misserum, margfalt meiri en almennir launamenn? Nú þurfa íslenskir stjórnendur að sýna hvað í þeim býr, það er ekkert sem bendir til þess að þeir séu frá náttúrunnar hendi eitthvað verr úr garði gerðir en íslenskur almenningur. Brettið upp ermarnar á Boss-skyrtunum, sýnið að þið kunnið að nota verkfærin ykkar svo við getum skapað okkur betri kjör og aukna velsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Árið 2012 kom út skýrsla á vegum McKinsey & Company um íslenska hagkerfið þar sem fram kemur að framleiðni vinnuafls hér á landi sé 20% lægri en í nágrannaríkjum. Þótt ótrúlegt megi virðast vöktu þessar niðurstöður takmarkaða athygli á sínum tíma; kannski þótti fólki þetta óþægilegar tölur, þarna var Ísland ekki meðal fremstu þjóða í því sem Íslendingar af einhverjum ástæðum tengja öðru fremur við sjálfsmynd sína: vinnusemi. Á síðustu vikum og mánuðum hafa þessar framleiðnitölur þó óvænt skotið upp kollinum á ný og öðlast framhaldslíf; þær hafa verið dregnar inn í umræðuna um kjaramál, einkum af fulltrúum hinna svokölluðu Samtaka atvinnulífsins og hollvinum þeirra. Ýjað hefur verið að því og það jafnvel sagt beinum orðum að íslenskt vinnuafl sé aflminna en í nágrannalöndum, að íslenskt launafólk sé hreinlega latara. Það hefur verið látið liggja í loftinu að þessi meinta leti sé ástæðan fyrir því að flestallir íslenskir launamenn þurfi að gera sér að góðu mun lélegri laun en kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Við verðskuldum ekki meira. Það kann að vera að Íslendingar séu latir. Það getur líka vel verið að Norðmenn, Danir og Svíar séu latir. Kannski eru allir í grunninn latir ef út í það er farið. Íslenskir launamenn eru að jafnaði með jafnmarga útlimi og erlendir, líkamlegir burðir svipaðir og ekkert bendir til að við séum vitsmunalega verr útbúin en fólk í öðrum löndum. Það er m.ö.o. ekkert að íslensku vinnuafli, það er ekki skert á neinn hátt. Tölurnar tala hins vegar sínu máli, við afköstum minna, framleiðum minna á hverjum degi. Það hlýtur þá að vera þannig að við vinnum vitlaust, eyðum tíma í óþarfa, gerum einfalda hluti flókna. Verkferlar flæktir, vinnuumhverfi óhentugt, kerfin gölluð, verklag ekki í lagi. Við erum í 20% rugli í vinnunni.Lykillinn að velsældinni Í sjálfu sér er þetta á vissan hátt gleðilegt því allt þetta er hægt að laga. Og ávinningurinn af því er ekkert smáræði, skjárinn á reiknivélinni minni nær ekki að rúma þá upphæð sem 20% framleiðniaukning færir þjóðarbúinu. Þetta er eiginlega ónotuð auðlind sem þarf bara að koma upp í nýtingarflokk. Ég er nokkuð viss um að íslenska vinnuaflið er til í að efla sig ef allur þessi ávinningur blasir við. En það er því miður ekki í höndum þeirra að framkvæma þá umbreytingu. Þeir sem skipuleggja, stjórna og taka ákvarðanir eru þeir sem hafa verkfærin sem þarf í þessa leiðréttingu. Þessi hópur kallast í daglegu máli stjórnendur og millistjórnendur. Þeir halda á lyklinum að velsældinni. Þetta vekur upp ýmsar óþægilegar spurningar. Hvernig stendur á því að íslenskum stjórnendum hefur ekki tekist að vinna vinnu sína eins vel og kollegum þeirra í nágrannalöndunum? Og hvernig í ósköpunum stendur á því að þrátt fyrir þessa slöku frammistöðu hafa íslenskir stjórnendur og millistjórnendur fengið mestu kjarabæturnar á undanförnum misserum, margfalt meiri en almennir launamenn? Nú þurfa íslenskir stjórnendur að sýna hvað í þeim býr, það er ekkert sem bendir til þess að þeir séu frá náttúrunnar hendi eitthvað verr úr garði gerðir en íslenskur almenningur. Brettið upp ermarnar á Boss-skyrtunum, sýnið að þið kunnið að nota verkfærin ykkar svo við getum skapað okkur betri kjör og aukna velsæld.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar