Að umbreyta leti í velsæld Bjarni Þorsteinsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Árið 2012 kom út skýrsla á vegum McKinsey & Company um íslenska hagkerfið þar sem fram kemur að framleiðni vinnuafls hér á landi sé 20% lægri en í nágrannaríkjum. Þótt ótrúlegt megi virðast vöktu þessar niðurstöður takmarkaða athygli á sínum tíma; kannski þótti fólki þetta óþægilegar tölur, þarna var Ísland ekki meðal fremstu þjóða í því sem Íslendingar af einhverjum ástæðum tengja öðru fremur við sjálfsmynd sína: vinnusemi. Á síðustu vikum og mánuðum hafa þessar framleiðnitölur þó óvænt skotið upp kollinum á ný og öðlast framhaldslíf; þær hafa verið dregnar inn í umræðuna um kjaramál, einkum af fulltrúum hinna svokölluðu Samtaka atvinnulífsins og hollvinum þeirra. Ýjað hefur verið að því og það jafnvel sagt beinum orðum að íslenskt vinnuafl sé aflminna en í nágrannalöndum, að íslenskt launafólk sé hreinlega latara. Það hefur verið látið liggja í loftinu að þessi meinta leti sé ástæðan fyrir því að flestallir íslenskir launamenn þurfi að gera sér að góðu mun lélegri laun en kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Við verðskuldum ekki meira. Það kann að vera að Íslendingar séu latir. Það getur líka vel verið að Norðmenn, Danir og Svíar séu latir. Kannski eru allir í grunninn latir ef út í það er farið. Íslenskir launamenn eru að jafnaði með jafnmarga útlimi og erlendir, líkamlegir burðir svipaðir og ekkert bendir til að við séum vitsmunalega verr útbúin en fólk í öðrum löndum. Það er m.ö.o. ekkert að íslensku vinnuafli, það er ekki skert á neinn hátt. Tölurnar tala hins vegar sínu máli, við afköstum minna, framleiðum minna á hverjum degi. Það hlýtur þá að vera þannig að við vinnum vitlaust, eyðum tíma í óþarfa, gerum einfalda hluti flókna. Verkferlar flæktir, vinnuumhverfi óhentugt, kerfin gölluð, verklag ekki í lagi. Við erum í 20% rugli í vinnunni.Lykillinn að velsældinni Í sjálfu sér er þetta á vissan hátt gleðilegt því allt þetta er hægt að laga. Og ávinningurinn af því er ekkert smáræði, skjárinn á reiknivélinni minni nær ekki að rúma þá upphæð sem 20% framleiðniaukning færir þjóðarbúinu. Þetta er eiginlega ónotuð auðlind sem þarf bara að koma upp í nýtingarflokk. Ég er nokkuð viss um að íslenska vinnuaflið er til í að efla sig ef allur þessi ávinningur blasir við. En það er því miður ekki í höndum þeirra að framkvæma þá umbreytingu. Þeir sem skipuleggja, stjórna og taka ákvarðanir eru þeir sem hafa verkfærin sem þarf í þessa leiðréttingu. Þessi hópur kallast í daglegu máli stjórnendur og millistjórnendur. Þeir halda á lyklinum að velsældinni. Þetta vekur upp ýmsar óþægilegar spurningar. Hvernig stendur á því að íslenskum stjórnendum hefur ekki tekist að vinna vinnu sína eins vel og kollegum þeirra í nágrannalöndunum? Og hvernig í ósköpunum stendur á því að þrátt fyrir þessa slöku frammistöðu hafa íslenskir stjórnendur og millistjórnendur fengið mestu kjarabæturnar á undanförnum misserum, margfalt meiri en almennir launamenn? Nú þurfa íslenskir stjórnendur að sýna hvað í þeim býr, það er ekkert sem bendir til þess að þeir séu frá náttúrunnar hendi eitthvað verr úr garði gerðir en íslenskur almenningur. Brettið upp ermarnar á Boss-skyrtunum, sýnið að þið kunnið að nota verkfærin ykkar svo við getum skapað okkur betri kjör og aukna velsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 kom út skýrsla á vegum McKinsey & Company um íslenska hagkerfið þar sem fram kemur að framleiðni vinnuafls hér á landi sé 20% lægri en í nágrannaríkjum. Þótt ótrúlegt megi virðast vöktu þessar niðurstöður takmarkaða athygli á sínum tíma; kannski þótti fólki þetta óþægilegar tölur, þarna var Ísland ekki meðal fremstu þjóða í því sem Íslendingar af einhverjum ástæðum tengja öðru fremur við sjálfsmynd sína: vinnusemi. Á síðustu vikum og mánuðum hafa þessar framleiðnitölur þó óvænt skotið upp kollinum á ný og öðlast framhaldslíf; þær hafa verið dregnar inn í umræðuna um kjaramál, einkum af fulltrúum hinna svokölluðu Samtaka atvinnulífsins og hollvinum þeirra. Ýjað hefur verið að því og það jafnvel sagt beinum orðum að íslenskt vinnuafl sé aflminna en í nágrannalöndum, að íslenskt launafólk sé hreinlega latara. Það hefur verið látið liggja í loftinu að þessi meinta leti sé ástæðan fyrir því að flestallir íslenskir launamenn þurfi að gera sér að góðu mun lélegri laun en kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Við verðskuldum ekki meira. Það kann að vera að Íslendingar séu latir. Það getur líka vel verið að Norðmenn, Danir og Svíar séu latir. Kannski eru allir í grunninn latir ef út í það er farið. Íslenskir launamenn eru að jafnaði með jafnmarga útlimi og erlendir, líkamlegir burðir svipaðir og ekkert bendir til að við séum vitsmunalega verr útbúin en fólk í öðrum löndum. Það er m.ö.o. ekkert að íslensku vinnuafli, það er ekki skert á neinn hátt. Tölurnar tala hins vegar sínu máli, við afköstum minna, framleiðum minna á hverjum degi. Það hlýtur þá að vera þannig að við vinnum vitlaust, eyðum tíma í óþarfa, gerum einfalda hluti flókna. Verkferlar flæktir, vinnuumhverfi óhentugt, kerfin gölluð, verklag ekki í lagi. Við erum í 20% rugli í vinnunni.Lykillinn að velsældinni Í sjálfu sér er þetta á vissan hátt gleðilegt því allt þetta er hægt að laga. Og ávinningurinn af því er ekkert smáræði, skjárinn á reiknivélinni minni nær ekki að rúma þá upphæð sem 20% framleiðniaukning færir þjóðarbúinu. Þetta er eiginlega ónotuð auðlind sem þarf bara að koma upp í nýtingarflokk. Ég er nokkuð viss um að íslenska vinnuaflið er til í að efla sig ef allur þessi ávinningur blasir við. En það er því miður ekki í höndum þeirra að framkvæma þá umbreytingu. Þeir sem skipuleggja, stjórna og taka ákvarðanir eru þeir sem hafa verkfærin sem þarf í þessa leiðréttingu. Þessi hópur kallast í daglegu máli stjórnendur og millistjórnendur. Þeir halda á lyklinum að velsældinni. Þetta vekur upp ýmsar óþægilegar spurningar. Hvernig stendur á því að íslenskum stjórnendum hefur ekki tekist að vinna vinnu sína eins vel og kollegum þeirra í nágrannalöndunum? Og hvernig í ósköpunum stendur á því að þrátt fyrir þessa slöku frammistöðu hafa íslenskir stjórnendur og millistjórnendur fengið mestu kjarabæturnar á undanförnum misserum, margfalt meiri en almennir launamenn? Nú þurfa íslenskir stjórnendur að sýna hvað í þeim býr, það er ekkert sem bendir til þess að þeir séu frá náttúrunnar hendi eitthvað verr úr garði gerðir en íslenskur almenningur. Brettið upp ermarnar á Boss-skyrtunum, sýnið að þið kunnið að nota verkfærin ykkar svo við getum skapað okkur betri kjör og aukna velsæld.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun