Stál í stál á Alþingi Kolbeinn Óttarson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Katrín Júlíusdóttir Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg. Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Að segja að óvissa ríki um þinglok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þingstörf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þingsins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, samkvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudaginn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið samþykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum.Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnuveganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöðuna þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Jón Gunnarsson„Við munum mótmæla þessum vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöðunni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þessar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjanaframkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þessum vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreginn til baka umdeildasti virkjanakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Allt í lás Á meðan ekki semst um Rammann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgönguáætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almannatryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðrun, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg.
Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira