Álvertíð Guðbjörg Óskarsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Fiskveiðar hafa sett á svip á íslenskt mannlíf um aldir. Við höfum á síðustu árum sótt æ fleiri tegundir í fiskimiðin og nýtum nú aflann betur og með fjölbreyttari hætti. Það hefur haft mikla verðmætasköpun í för með sér og lagt grunn að frekari rannsóknum og þróun. Samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar er orkuáliðnaður annar grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Orkuáliðnaður byggir á álverum og öllum þeim ferlum, tækni, búnaði og þjónustu sem þau nýta. Þar kemur einnig fram að framlag álvera til vergrar landsframleiðslu (VLF) tæplega tvöfaldaðist á árunum 2007 til 2012. Stærð og umfang þessa atvinnuvegar á Íslandi vekur spurningu hvort hér séu sóknarfæri til aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Reynslan hefur kennt okkur að þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í lausnum og þjónustu við álverin hafa í kjölfarið getað markaðssett sínar lausnir erlendis með góðum árangri. Sem dæmi um þetta má nefna fyrirtæki á borð við Vélsmiðju Hjalta Einarssonar (VHE), sem auk þess að þjónusta álverin hér heima smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir áliðnað um allan heim. Þá hafa verkfræðistofur á borð við HRV og Eflu sinnt verkefnum víða um heim. Ef sjávarútvegur er áfram hafður til hliðsjónar þarf þessi árangur ekki að koma á óvart, enda hafa firnasterk þjónustu- og tæknifyrirtæki á borð við Marel, Völku og Marorku náð fótfestu á erlendum mörkuðum með sínar afurðir og lausnir. Sprotar og nýsköpunarfyrirtæki hafa verið nefnd helsta von Íslands til að auka hagvöxt og velferð til framtíðar, samanber skýrslu McKinsey frá árinu 2012. Íslensk sprotafyrirtæki tengd áliðnaði njóta þess að hér eru boðleiðir stuttar og innlendur markaður stór, auk þess sem starfsemi allra álveranna þriggja teygir sig út fyrir landsteinana. Þannig má ætla að hagkvæmar og góðar lausnir geti fengið hljómgrunn erlendis. Þarna blasa því við spennandi tækifæri fyrir nýja sprota sem og starfandi fyrirtæki á þessu sviði. Ýmislegt hefur verið gert til þess að undirbúa jarðveginn og styðja við nýsköpun tengda áliðnaði. Í því sambandi má nefna að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur sett á laggirnar þróunarsetur í efnistækni þar sem sérstaklega er hugað að tækjabúnaði og sérfræðiþekkingu á sviði efnistækni áls og kísilmálms. Þá stóðu Samál og Samtök iðnaðarins síðastliðið haust fyrir stefnumóti um þarfir og lausnir á sviði áliðnaðar. Síðast en ekki síst hefur verið unnið að stofnun álklasa. Þessi vinna hefur verið unnin af fjölmörgum fyrirtækjum sem starfa á þessu sviði auk háskóla og stofnana sem hafa áhuga á framþróun og rannsóknum tengdum áliðnaði og álvinnslu. Hlutverk álklasans er að vera vettvangur umræðu og samstarfs um málefni sem hæst ber hverju sinni. Má þar nefna menntamál, nýsköpun, öryggismál, sókn á erlenda markaði og umhverfismál. Stefnt er að formlegum stofnfundi álklasans í júní og verður dagskrá og tímasetning auglýst síðar. Allir þeir sem hafa áhuga á nýsköpun og tækniþróun tengdri áliðnaði eru hvattir til þess að kynna sér klasann og huga að þátttöku hvort sem um ræðir verkfræðilega ferla, hönnun, upplýsingatækni, sérhæfðan tækjabúnað, umhverfislausnir eða eitthvað allt annað. Nú er spurning hvort réttu veiðarfærin séu um borð og hvort kraftur og þor séu til staðar til þess að leita á ný mið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar hafa sett á svip á íslenskt mannlíf um aldir. Við höfum á síðustu árum sótt æ fleiri tegundir í fiskimiðin og nýtum nú aflann betur og með fjölbreyttari hætti. Það hefur haft mikla verðmætasköpun í för með sér og lagt grunn að frekari rannsóknum og þróun. Samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar er orkuáliðnaður annar grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Orkuáliðnaður byggir á álverum og öllum þeim ferlum, tækni, búnaði og þjónustu sem þau nýta. Þar kemur einnig fram að framlag álvera til vergrar landsframleiðslu (VLF) tæplega tvöfaldaðist á árunum 2007 til 2012. Stærð og umfang þessa atvinnuvegar á Íslandi vekur spurningu hvort hér séu sóknarfæri til aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Reynslan hefur kennt okkur að þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í lausnum og þjónustu við álverin hafa í kjölfarið getað markaðssett sínar lausnir erlendis með góðum árangri. Sem dæmi um þetta má nefna fyrirtæki á borð við Vélsmiðju Hjalta Einarssonar (VHE), sem auk þess að þjónusta álverin hér heima smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir áliðnað um allan heim. Þá hafa verkfræðistofur á borð við HRV og Eflu sinnt verkefnum víða um heim. Ef sjávarútvegur er áfram hafður til hliðsjónar þarf þessi árangur ekki að koma á óvart, enda hafa firnasterk þjónustu- og tæknifyrirtæki á borð við Marel, Völku og Marorku náð fótfestu á erlendum mörkuðum með sínar afurðir og lausnir. Sprotar og nýsköpunarfyrirtæki hafa verið nefnd helsta von Íslands til að auka hagvöxt og velferð til framtíðar, samanber skýrslu McKinsey frá árinu 2012. Íslensk sprotafyrirtæki tengd áliðnaði njóta þess að hér eru boðleiðir stuttar og innlendur markaður stór, auk þess sem starfsemi allra álveranna þriggja teygir sig út fyrir landsteinana. Þannig má ætla að hagkvæmar og góðar lausnir geti fengið hljómgrunn erlendis. Þarna blasa því við spennandi tækifæri fyrir nýja sprota sem og starfandi fyrirtæki á þessu sviði. Ýmislegt hefur verið gert til þess að undirbúa jarðveginn og styðja við nýsköpun tengda áliðnaði. Í því sambandi má nefna að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur sett á laggirnar þróunarsetur í efnistækni þar sem sérstaklega er hugað að tækjabúnaði og sérfræðiþekkingu á sviði efnistækni áls og kísilmálms. Þá stóðu Samál og Samtök iðnaðarins síðastliðið haust fyrir stefnumóti um þarfir og lausnir á sviði áliðnaðar. Síðast en ekki síst hefur verið unnið að stofnun álklasa. Þessi vinna hefur verið unnin af fjölmörgum fyrirtækjum sem starfa á þessu sviði auk háskóla og stofnana sem hafa áhuga á framþróun og rannsóknum tengdum áliðnaði og álvinnslu. Hlutverk álklasans er að vera vettvangur umræðu og samstarfs um málefni sem hæst ber hverju sinni. Má þar nefna menntamál, nýsköpun, öryggismál, sókn á erlenda markaði og umhverfismál. Stefnt er að formlegum stofnfundi álklasans í júní og verður dagskrá og tímasetning auglýst síðar. Allir þeir sem hafa áhuga á nýsköpun og tækniþróun tengdri áliðnaði eru hvattir til þess að kynna sér klasann og huga að þátttöku hvort sem um ræðir verkfræðilega ferla, hönnun, upplýsingatækni, sérhæfðan tækjabúnað, umhverfislausnir eða eitthvað allt annað. Nú er spurning hvort réttu veiðarfærin séu um borð og hvort kraftur og þor séu til staðar til þess að leita á ný mið.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun