Málar á gamlar skóflur og spyr pendúlinn um verðið Guðrún Ansnes skrifar 18. maí 2015 10:00 Sigurbjörg segist nýta allt og þegar fólk spyr hana hvað hún ætli sér að gera við draslið, svari hún til að hún ætli að eiga það þar til hún deyr, þá fari það allt í Góða hirðinn. „Þú verður bara að gera allt úr engu, sagði hann þegar ég var sextán ára og síðan þá hef ég haft það að leiðarljósi í öllu,“ segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, listakona í Selvogi, og á þar við fyrrverandi vinnuveitanda sinn í Rósinni. Þessi orð hafa fylgt henni allar götur síðan og endurspeglast í verkum hennar. Sigurbjörg stendur nú fyrir sýningu á verkum sínum í Galleríi undir stiganum á bókasafni Þorlákshafnar, en hún sker sig að mörgu leyti frá öðrum myndlistarmönnum. Hún málar nefnilega á skóflur. „Ég hef safnað skóflum í mörg ár. Þetta byrjaði nú bara með einni og svo jókst þetta og fólk fór að gefa mér skóflur. Ég nýti það sem aðrir henda,“ útskýrir Sigurbjörg og bendir á að hún finni mikið af efniviði í fjörunni. Á sýningunni eru fjörutíu og þrjár skóflur sem Sigurbjörg hefur sankað að sér í gegnum tíðina og á þær málar hún helst andlit, fólk úr sveitinni og önnur fræg, og má til að mynda finna Móður Teresu á einni skóflunni.Hér sést pendúllinn að störfum en hann metur verðið hverju sinni.Sigurbjörg er listræn í eðli sínu og segist ekki vera að mála til að selja endilega, en ef fólk hefur áhuga á að kaupa af henni skóflu þá sjái pendúllinn alfarið um að verðsetja verkin. „Ég spyr pendúlinn alltaf og hann svarar mér alltaf. Hann hefur reyndar ekki viljað gefa mér upp verð á tveimur verkum mínum, svo ég álít sem svo að ég ætti bara ekki að selja þau yfirhöfuð.“ Sigurbjörg hefur tröllatrú á pendúlnum, en hún telur hann hafa bjargað á sér bakinu og losað hana við verkjalyfin. „Hann harðbannar mér að borða flatkökur, rúgmjöl og ost. Síðan ég hætti að borða þetta, hef ég stórlagast,“ segir hún og bætir við að hún fari alls ekki í langferðir án þess að spyrja pendúlinn. „Ég ákvað þó eitt verð sjálf, og það er á stóru skóflunni. Hana sel ég ekki undir hálfri milljón. En það er bara vegna þess að ég vil alls ekkert selja hana,“ segir þessi hressa listakona að lokum og skellir rækilega upp úr. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Þú verður bara að gera allt úr engu, sagði hann þegar ég var sextán ára og síðan þá hef ég haft það að leiðarljósi í öllu,“ segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, listakona í Selvogi, og á þar við fyrrverandi vinnuveitanda sinn í Rósinni. Þessi orð hafa fylgt henni allar götur síðan og endurspeglast í verkum hennar. Sigurbjörg stendur nú fyrir sýningu á verkum sínum í Galleríi undir stiganum á bókasafni Þorlákshafnar, en hún sker sig að mörgu leyti frá öðrum myndlistarmönnum. Hún málar nefnilega á skóflur. „Ég hef safnað skóflum í mörg ár. Þetta byrjaði nú bara með einni og svo jókst þetta og fólk fór að gefa mér skóflur. Ég nýti það sem aðrir henda,“ útskýrir Sigurbjörg og bendir á að hún finni mikið af efniviði í fjörunni. Á sýningunni eru fjörutíu og þrjár skóflur sem Sigurbjörg hefur sankað að sér í gegnum tíðina og á þær málar hún helst andlit, fólk úr sveitinni og önnur fræg, og má til að mynda finna Móður Teresu á einni skóflunni.Hér sést pendúllinn að störfum en hann metur verðið hverju sinni.Sigurbjörg er listræn í eðli sínu og segist ekki vera að mála til að selja endilega, en ef fólk hefur áhuga á að kaupa af henni skóflu þá sjái pendúllinn alfarið um að verðsetja verkin. „Ég spyr pendúlinn alltaf og hann svarar mér alltaf. Hann hefur reyndar ekki viljað gefa mér upp verð á tveimur verkum mínum, svo ég álít sem svo að ég ætti bara ekki að selja þau yfirhöfuð.“ Sigurbjörg hefur tröllatrú á pendúlnum, en hún telur hann hafa bjargað á sér bakinu og losað hana við verkjalyfin. „Hann harðbannar mér að borða flatkökur, rúgmjöl og ost. Síðan ég hætti að borða þetta, hef ég stórlagast,“ segir hún og bætir við að hún fari alls ekki í langferðir án þess að spyrja pendúlinn. „Ég ákvað þó eitt verð sjálf, og það er á stóru skóflunni. Hana sel ég ekki undir hálfri milljón. En það er bara vegna þess að ég vil alls ekkert selja hana,“ segir þessi hressa listakona að lokum og skellir rækilega upp úr.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira