Heildarsýn skiptir sköpum í ráðgjöf við nemendur Guðrún H. Sederholm skrifar 14. maí 2015 07:00 Einu sinni enn gríp ég til greinarskrifa. Ástæðan er grein sem Fréttablaðið birti á forsíðu og inni í blaðinu 7. maí sl. varðandi áhrif styttingar náms í framhaldsskóla, á brotthvarf nemenda. Fram kemur í viðtali við Magnús Þorkelsson skólameistara og Kristrúnu Birgisdóttur, sérfræðing hjá Námsmatsstofnun, að nemendur séu að flosna upp frá námi í æ ríkari mæli en áður vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Magnús tekur fram að álag á ráðgjafa í skólum sé gríðarlegt og hafi verið í langan tíma. Það eru sem sé komnir alvarlegir brestir sem birtast helst í brotthvarfi nemenda. Ekki kemur mér þetta á óvart því ég hef varað við þessu opinberlega í meira en tuttugu ár. Eftir mig liggja skýrslur þess efnis að líta þurfi heildstætt á líðan og aðstæður nemenda ef þeir eiga að dafna. Skýrslurnar voru skrifaðar fyrir tvo ráðherra með tíu ára millibili. Annars vegar fyrir Svavar Gestsson þegar hann réði mig til að þróa ráðgjöf í grunnskólum landsins og hins vegar Björn Bjarnason sem tilnefndi mig formann nefndar um eflingu ráðgjafar á öllum skólastigum. Fram kom í báðum þessum verkum sem unnin voru fyrir mennta-og menningarmálaráðuneytið alvarleg ábending um að sinna þyrfti persónulegri ráðgjöf við nemendur ef ekki ætti illa að fara. Tillaga mín var alltaf sú að félagsráðgjafar væru ráðnir að grunn-og framhaldsskólum ásamt náms-og starfsráðgjöfum til að veita nemendum skikkanlega þjónustu, kennurum og stjórnendum handleiðslu og foreldrum ráðgjöf.Félagsráðgjafa í skólana Vinnulag félagsráðgjafa felur einfaldlega í sér heildarsýn á aðstæður nemandans þegar kemur að persónulegum vanda. Nemandinn er nefnilega bæði andlega og líkamlega til staðar í skólanum ef hann mætir á annað borð. Hann er aldrei bara nemandi, hann er líka manneskja. Hlutverk skólans, samkvæmt lögum frá 2008, er að búa hann undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Brotthvarfsnemandi fer á mis við þann undirbúning að mestu leyti. Skólinn er sá vettvangur þar sem hægt er að beita heildstæðri þjónustu og ná til nemenda, greina vanda, veita stuðning og ráðgjöf auk þess að beina nemandanum í viðeigandi þjónustu innan heilsugæslu eða í önnur þau úrræði sem nauðsynleg má telja. Svíar og Finnar hafa beitt sér fyrir því að barna- og unglingavernd sé hluti af heilsuþjónustu innan skólakerfisins. Þjónusta við nemendur verður öflugust í nærumhverfi þeirra. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar í einmitt slíkri þjónustu. Ábendingar mínar til tveggja ráðherra auk fjölda blaðagreina um efnið eru í fullu gildi og gætu breytt vondri stöðu í viðunandi stöðu með því að ráða félagsráðgjafa inn í skólana. Þeir myndu brúa bilið milli samfélags – foreldra – skóla – og nemenda í persónulegri ráðgjöf því ekki fæst við hana ráðið eins og staðan er í dag. Álag á alla aðila skólakerfisins er alltof mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Einu sinni enn gríp ég til greinarskrifa. Ástæðan er grein sem Fréttablaðið birti á forsíðu og inni í blaðinu 7. maí sl. varðandi áhrif styttingar náms í framhaldsskóla, á brotthvarf nemenda. Fram kemur í viðtali við Magnús Þorkelsson skólameistara og Kristrúnu Birgisdóttur, sérfræðing hjá Námsmatsstofnun, að nemendur séu að flosna upp frá námi í æ ríkari mæli en áður vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Magnús tekur fram að álag á ráðgjafa í skólum sé gríðarlegt og hafi verið í langan tíma. Það eru sem sé komnir alvarlegir brestir sem birtast helst í brotthvarfi nemenda. Ekki kemur mér þetta á óvart því ég hef varað við þessu opinberlega í meira en tuttugu ár. Eftir mig liggja skýrslur þess efnis að líta þurfi heildstætt á líðan og aðstæður nemenda ef þeir eiga að dafna. Skýrslurnar voru skrifaðar fyrir tvo ráðherra með tíu ára millibili. Annars vegar fyrir Svavar Gestsson þegar hann réði mig til að þróa ráðgjöf í grunnskólum landsins og hins vegar Björn Bjarnason sem tilnefndi mig formann nefndar um eflingu ráðgjafar á öllum skólastigum. Fram kom í báðum þessum verkum sem unnin voru fyrir mennta-og menningarmálaráðuneytið alvarleg ábending um að sinna þyrfti persónulegri ráðgjöf við nemendur ef ekki ætti illa að fara. Tillaga mín var alltaf sú að félagsráðgjafar væru ráðnir að grunn-og framhaldsskólum ásamt náms-og starfsráðgjöfum til að veita nemendum skikkanlega þjónustu, kennurum og stjórnendum handleiðslu og foreldrum ráðgjöf.Félagsráðgjafa í skólana Vinnulag félagsráðgjafa felur einfaldlega í sér heildarsýn á aðstæður nemandans þegar kemur að persónulegum vanda. Nemandinn er nefnilega bæði andlega og líkamlega til staðar í skólanum ef hann mætir á annað borð. Hann er aldrei bara nemandi, hann er líka manneskja. Hlutverk skólans, samkvæmt lögum frá 2008, er að búa hann undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Brotthvarfsnemandi fer á mis við þann undirbúning að mestu leyti. Skólinn er sá vettvangur þar sem hægt er að beita heildstæðri þjónustu og ná til nemenda, greina vanda, veita stuðning og ráðgjöf auk þess að beina nemandanum í viðeigandi þjónustu innan heilsugæslu eða í önnur þau úrræði sem nauðsynleg má telja. Svíar og Finnar hafa beitt sér fyrir því að barna- og unglingavernd sé hluti af heilsuþjónustu innan skólakerfisins. Þjónusta við nemendur verður öflugust í nærumhverfi þeirra. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar í einmitt slíkri þjónustu. Ábendingar mínar til tveggja ráðherra auk fjölda blaðagreina um efnið eru í fullu gildi og gætu breytt vondri stöðu í viðunandi stöðu með því að ráða félagsráðgjafa inn í skólana. Þeir myndu brúa bilið milli samfélags – foreldra – skóla – og nemenda í persónulegri ráðgjöf því ekki fæst við hana ráðið eins og staðan er í dag. Álag á alla aðila skólakerfisins er alltof mikið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun