Sólskinið virkjað með kísli frá Grundartanga Fyrrverandi bæjarfulltrúar skrifar 14. maí 2015 07:00 Væntanleg sólarkísilverksmiðja Silicor Materials Inc. á Grundartanga sætir miklum og góðum tíðindum, ekki aðeins fyrir Akranes og Vesturland, heldur íslenskt samfélag og þjóðarbú. Við sjáum ástæðu til að leggja orð í belg umræðunnar um áform bandaríska fyrirtækisins og nefnum hér í fáeinum punktum markverðustu tíðindi málsins.1Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum sviðum og af báðum kynjum.2Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýting í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins.3Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar ekki umtalsverð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.4Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennisteinstvíoxíð út í umhverfið. Mengunarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni.5Silicor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi.6Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.7Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sólskinið til raforkuframleiðslu.8„Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er dregin upp í mjög einföldu máli heildarmynd af umfangsmikilli og nær mengunarlausri iðnaðarframleiðslu sem veita mun mörg hundruð manns atvinnu, nýtir endurnýjanlega, græna, íslenska orkugjafa til starfseminnar og framleiðir vöru til að breyta sólarljósi í raforku! Þetta hefðu einhvern tíma þótt tíðindi til næsta bæjar og þau afar góð. Í þjóðmálaumræðunni heyrast hins vegar háværar úrtöluraddir og rakalaus stóryrði um áformin um nýja iðnfyrirtækið á Grundartanga, aðstandendur þess og þá sem að málinu koma hér innanlands.Vondir talsmenn En ekkert er nýtt undir sólinni. Við þurftum sjálfir að þola ýmsar ákúrur og ásakanir á sínum tíma þegar við beittum okkur fyrir uppbyggingu á Grundartanga, sem reyndist enn meira gæfuspor fyrir samfélagið en við þorðum að vona. Því var meira að segja haldið fram að iðnrekstur á Grundartanga myndi ógna heilsufari Skagamanna vegna hættu á að vatnsból þeirra í Akrafjalli mengaðist. Bæjaryfirvöld tóku umræðuna að sjálfsögðu alvarlega, létu rannsaka efnainnihald drykkjarvatnsins á Akranesi og fengu síðar staðfest með rannsóknum að innihaldið breyttist ekki með rekstri iðnveranna. Slíkar rannsóknir eru gerðar reglulega og engin breyting hefur átt sér stað. Reyndar er magn þungmálma minna í vatni Skagamanna en úr Gvendarbrunnum, vatnsbóli Orkuveitu Reykjavíkur í Heiðmörk. Við rifjum þetta upp hér í tilefni af því að okkur blöskrar sá harkalegi tónn sem sumir málshefjendur velja sér í umræðunni. Þar er ekkert gefið eftir, enginn gaumur gefinn að afkomu hundraða fjölskyldna sem eiga allt sitt undir því að halda vinnu og ekki litið til hagsmuna samfélaganna sem hlut eiga að máli. Umræða um umhverfismál þarf að vera opin og hreinskiptin. Við höfum komið okkur upp stofnunum sem eiga fyrir okkar hönd að gæta þess að farið sé að lögum og reglum. Í þessum stofnunum starfa sérhæfðir vísindamenn sem okkur er ætlað að treysta. Þessu til viðbótar þarf almenningur alltaf að vera vakandi, afla sér bestu upplýsinga og spyrja spurninga. Eðlilegt er að skoðanir geti verið skiptar en umræða, sem einkennist af brigslum og svigurmælum, leiðir aldrei til góðrar niðurstöðu. Þeir sem iðka slíkt eru vondir talsmenn umhverfisins. Við fögnum því að í sjónmáli er að undirritaðir verði samningar um að sólarkísilverksmiðja rísi á Grundartanga, nýtt og spennandi fyrirtæki með öllum þeim jákvæðu formerkjum sem við stikluðum á hér á undan. Það er rík ástæða til þess að ganga út í vorið með sól í sinni.Gunnar Sigurðsson, SjálfstæðisflokkiSveinn Kristinsson, SamfylkingunniÞröstur Þór Ólafsson, Vinstri hreyfingunni – grænu framboðiGuðmundur Páll Jónsson, FramsóknarflokkiGreinarhöfundar eru fyrrverandi bæjarfulltrúar til margra ára í bæjarstjórn Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Væntanleg sólarkísilverksmiðja Silicor Materials Inc. á Grundartanga sætir miklum og góðum tíðindum, ekki aðeins fyrir Akranes og Vesturland, heldur íslenskt samfélag og þjóðarbú. Við sjáum ástæðu til að leggja orð í belg umræðunnar um áform bandaríska fyrirtækisins og nefnum hér í fáeinum punktum markverðustu tíðindi málsins.1Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum sviðum og af báðum kynjum.2Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýting í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins.3Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar ekki umtalsverð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.4Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennisteinstvíoxíð út í umhverfið. Mengunarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni.5Silicor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi.6Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.7Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sólskinið til raforkuframleiðslu.8„Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hér er dregin upp í mjög einföldu máli heildarmynd af umfangsmikilli og nær mengunarlausri iðnaðarframleiðslu sem veita mun mörg hundruð manns atvinnu, nýtir endurnýjanlega, græna, íslenska orkugjafa til starfseminnar og framleiðir vöru til að breyta sólarljósi í raforku! Þetta hefðu einhvern tíma þótt tíðindi til næsta bæjar og þau afar góð. Í þjóðmálaumræðunni heyrast hins vegar háværar úrtöluraddir og rakalaus stóryrði um áformin um nýja iðnfyrirtækið á Grundartanga, aðstandendur þess og þá sem að málinu koma hér innanlands.Vondir talsmenn En ekkert er nýtt undir sólinni. Við þurftum sjálfir að þola ýmsar ákúrur og ásakanir á sínum tíma þegar við beittum okkur fyrir uppbyggingu á Grundartanga, sem reyndist enn meira gæfuspor fyrir samfélagið en við þorðum að vona. Því var meira að segja haldið fram að iðnrekstur á Grundartanga myndi ógna heilsufari Skagamanna vegna hættu á að vatnsból þeirra í Akrafjalli mengaðist. Bæjaryfirvöld tóku umræðuna að sjálfsögðu alvarlega, létu rannsaka efnainnihald drykkjarvatnsins á Akranesi og fengu síðar staðfest með rannsóknum að innihaldið breyttist ekki með rekstri iðnveranna. Slíkar rannsóknir eru gerðar reglulega og engin breyting hefur átt sér stað. Reyndar er magn þungmálma minna í vatni Skagamanna en úr Gvendarbrunnum, vatnsbóli Orkuveitu Reykjavíkur í Heiðmörk. Við rifjum þetta upp hér í tilefni af því að okkur blöskrar sá harkalegi tónn sem sumir málshefjendur velja sér í umræðunni. Þar er ekkert gefið eftir, enginn gaumur gefinn að afkomu hundraða fjölskyldna sem eiga allt sitt undir því að halda vinnu og ekki litið til hagsmuna samfélaganna sem hlut eiga að máli. Umræða um umhverfismál þarf að vera opin og hreinskiptin. Við höfum komið okkur upp stofnunum sem eiga fyrir okkar hönd að gæta þess að farið sé að lögum og reglum. Í þessum stofnunum starfa sérhæfðir vísindamenn sem okkur er ætlað að treysta. Þessu til viðbótar þarf almenningur alltaf að vera vakandi, afla sér bestu upplýsinga og spyrja spurninga. Eðlilegt er að skoðanir geti verið skiptar en umræða, sem einkennist af brigslum og svigurmælum, leiðir aldrei til góðrar niðurstöðu. Þeir sem iðka slíkt eru vondir talsmenn umhverfisins. Við fögnum því að í sjónmáli er að undirritaðir verði samningar um að sólarkísilverksmiðja rísi á Grundartanga, nýtt og spennandi fyrirtæki með öllum þeim jákvæðu formerkjum sem við stikluðum á hér á undan. Það er rík ástæða til þess að ganga út í vorið með sól í sinni.Gunnar Sigurðsson, SjálfstæðisflokkiSveinn Kristinsson, SamfylkingunniÞröstur Þór Ólafsson, Vinstri hreyfingunni – grænu framboðiGuðmundur Páll Jónsson, FramsóknarflokkiGreinarhöfundar eru fyrrverandi bæjarfulltrúar til margra ára í bæjarstjórn Akraness.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun