Fjórtán ára frum-kvöðull bjó til tölvu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Hinn fjórtán ára gamli Jens Elí Gunnarsson stefnir á að verða verkfræðingur. Vísir/Ernir „Ég er búinn að vera að gera þetta frá því ég var fimm ára og hef mjög gaman af þessu,“ segir uppfinningamaðurinn og föndrarinn Jens Elí Gunnarsson. Hann er aðeins fjórtán ára gamall og hefur frá fimm ára aldri verið ákaflega iðinn við það að búa til ýmsa hluti úr nánast engu. Nýjasta uppfinning hans er Wii-fartölva sem er í raun einstök og kallar hann uppfinninguna Grape Computer. „Þetta er í raun bæði Wii-tölva og DVD-spilari, það er skjár í henni og hún gengur fyrir einni snúru. Hún er með hátalara og heyrnartól og maður getur slökkt og kveikt á þeim hlutum sem eru í tölvunni. Þetta byrjaði samt allt á því á að frændi minn kom með skjá til mín, svo stytti ég allar snúrur til að þær myndu passa í boxið sem hýsir tölvuna. Svo var nóg pláss eftir og setti ég þá DVD-spilara boxið þannig að ég get spilað og horft,“ útskýrir Jens Elí. Þessi nýja uppfinning hans er þó ekki fullkláruð. „Ég á eftir að laga lúkkið aðeins,“ bætir Jens Elí við og hlær.Einstök tölva, blanda af Wii-tölvu og DVD-spilara.Vísir/ErnirSpurður út í uppruna fiktsins segir Jens Elí að frændur hans hafi átt sinn þátt í að kveikja áhugann á uppfinningaseminni. „Ég byrjaði hjá frændum mínum og var mikið að skoða hvað þeir voru að gera. Ég var líka mikið að skrúfa í sundur sjónvörp og svoleiðis. Svo fór ég að skoða á netinu og gúglaði setninguna how to make something. Ég gúglaði meðal annars hvernig á að gera Play Station-fartölvu,“ segir Jens Elí.Langar að verða verkfræðingur Í föðurfjölskyldu hans er mikið af iðnhönnuðum og því mikið verksvit og áhugi í blóðinu. Hann fór svo fljótlega í búðina Íhluti og létu starfsmenn búðarinnar hann hafa stóra bók með hlutum sem henta í smíði líkt og Jens Elí fæst við. Þá er hann tíður gestur í hinum ýmsu byggingavöruverslunum þegar hann er í leit að hinum ýmsu hlutum. Í framtíðinni langar hann að verða verkfræðingur. „Ég er að vinna hjá pabba mínum þegar ég er ekki í skólanum en hann er húsasmiður. Ég hef gaman af því að smíða og nota svo launin sem ég fæ frá pabba til að kaupa hluti til að búa til hitt og þetta.“Byssa sem Jens Elí bjó til en hún skýtur teygjum.Vísir/ErnirÞað ætti að koma fáum á óvart að Jens Elí stendur sig vel í smíði í skólanum. „Ég fæ alltaf 10 í smíði,“ segir Jens Elí og hlær. „Ég hef verið að reyna að finna nám á netinu fyrir unglinga sem hafa áhuga á að læra ýmislegt um svona tækni og hönnun. Það er samt yfirleitt allt á háskólastigi, því miður,“ bætir Jens Elí við, en hann vill ólmur komast í verkfræðitengt nám sem fyrst. Þó að hann komist ekki í nám tengt áhugamáli sínu fyrst um sinn smíðar hann hina ýmsu hluti og má þar nefna trébyssu sem skýtur nokkrum teygjum í einu og hleður sig, Iron Man-hjálm með ljósi inni í og stól, svo sitt hvað sé nefnt. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Ég er búinn að vera að gera þetta frá því ég var fimm ára og hef mjög gaman af þessu,“ segir uppfinningamaðurinn og föndrarinn Jens Elí Gunnarsson. Hann er aðeins fjórtán ára gamall og hefur frá fimm ára aldri verið ákaflega iðinn við það að búa til ýmsa hluti úr nánast engu. Nýjasta uppfinning hans er Wii-fartölva sem er í raun einstök og kallar hann uppfinninguna Grape Computer. „Þetta er í raun bæði Wii-tölva og DVD-spilari, það er skjár í henni og hún gengur fyrir einni snúru. Hún er með hátalara og heyrnartól og maður getur slökkt og kveikt á þeim hlutum sem eru í tölvunni. Þetta byrjaði samt allt á því á að frændi minn kom með skjá til mín, svo stytti ég allar snúrur til að þær myndu passa í boxið sem hýsir tölvuna. Svo var nóg pláss eftir og setti ég þá DVD-spilara boxið þannig að ég get spilað og horft,“ útskýrir Jens Elí. Þessi nýja uppfinning hans er þó ekki fullkláruð. „Ég á eftir að laga lúkkið aðeins,“ bætir Jens Elí við og hlær.Einstök tölva, blanda af Wii-tölvu og DVD-spilara.Vísir/ErnirSpurður út í uppruna fiktsins segir Jens Elí að frændur hans hafi átt sinn þátt í að kveikja áhugann á uppfinningaseminni. „Ég byrjaði hjá frændum mínum og var mikið að skoða hvað þeir voru að gera. Ég var líka mikið að skrúfa í sundur sjónvörp og svoleiðis. Svo fór ég að skoða á netinu og gúglaði setninguna how to make something. Ég gúglaði meðal annars hvernig á að gera Play Station-fartölvu,“ segir Jens Elí.Langar að verða verkfræðingur Í föðurfjölskyldu hans er mikið af iðnhönnuðum og því mikið verksvit og áhugi í blóðinu. Hann fór svo fljótlega í búðina Íhluti og létu starfsmenn búðarinnar hann hafa stóra bók með hlutum sem henta í smíði líkt og Jens Elí fæst við. Þá er hann tíður gestur í hinum ýmsu byggingavöruverslunum þegar hann er í leit að hinum ýmsu hlutum. Í framtíðinni langar hann að verða verkfræðingur. „Ég er að vinna hjá pabba mínum þegar ég er ekki í skólanum en hann er húsasmiður. Ég hef gaman af því að smíða og nota svo launin sem ég fæ frá pabba til að kaupa hluti til að búa til hitt og þetta.“Byssa sem Jens Elí bjó til en hún skýtur teygjum.Vísir/ErnirÞað ætti að koma fáum á óvart að Jens Elí stendur sig vel í smíði í skólanum. „Ég fæ alltaf 10 í smíði,“ segir Jens Elí og hlær. „Ég hef verið að reyna að finna nám á netinu fyrir unglinga sem hafa áhuga á að læra ýmislegt um svona tækni og hönnun. Það er samt yfirleitt allt á háskólastigi, því miður,“ bætir Jens Elí við, en hann vill ólmur komast í verkfræðitengt nám sem fyrst. Þó að hann komist ekki í nám tengt áhugamáli sínu fyrst um sinn smíðar hann hina ýmsu hluti og má þar nefna trébyssu sem skýtur nokkrum teygjum í einu og hleður sig, Iron Man-hjálm með ljósi inni í og stól, svo sitt hvað sé nefnt.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira