Fjórtán ára frum-kvöðull bjó til tölvu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Hinn fjórtán ára gamli Jens Elí Gunnarsson stefnir á að verða verkfræðingur. Vísir/Ernir „Ég er búinn að vera að gera þetta frá því ég var fimm ára og hef mjög gaman af þessu,“ segir uppfinningamaðurinn og föndrarinn Jens Elí Gunnarsson. Hann er aðeins fjórtán ára gamall og hefur frá fimm ára aldri verið ákaflega iðinn við það að búa til ýmsa hluti úr nánast engu. Nýjasta uppfinning hans er Wii-fartölva sem er í raun einstök og kallar hann uppfinninguna Grape Computer. „Þetta er í raun bæði Wii-tölva og DVD-spilari, það er skjár í henni og hún gengur fyrir einni snúru. Hún er með hátalara og heyrnartól og maður getur slökkt og kveikt á þeim hlutum sem eru í tölvunni. Þetta byrjaði samt allt á því á að frændi minn kom með skjá til mín, svo stytti ég allar snúrur til að þær myndu passa í boxið sem hýsir tölvuna. Svo var nóg pláss eftir og setti ég þá DVD-spilara boxið þannig að ég get spilað og horft,“ útskýrir Jens Elí. Þessi nýja uppfinning hans er þó ekki fullkláruð. „Ég á eftir að laga lúkkið aðeins,“ bætir Jens Elí við og hlær.Einstök tölva, blanda af Wii-tölvu og DVD-spilara.Vísir/ErnirSpurður út í uppruna fiktsins segir Jens Elí að frændur hans hafi átt sinn þátt í að kveikja áhugann á uppfinningaseminni. „Ég byrjaði hjá frændum mínum og var mikið að skoða hvað þeir voru að gera. Ég var líka mikið að skrúfa í sundur sjónvörp og svoleiðis. Svo fór ég að skoða á netinu og gúglaði setninguna how to make something. Ég gúglaði meðal annars hvernig á að gera Play Station-fartölvu,“ segir Jens Elí.Langar að verða verkfræðingur Í föðurfjölskyldu hans er mikið af iðnhönnuðum og því mikið verksvit og áhugi í blóðinu. Hann fór svo fljótlega í búðina Íhluti og létu starfsmenn búðarinnar hann hafa stóra bók með hlutum sem henta í smíði líkt og Jens Elí fæst við. Þá er hann tíður gestur í hinum ýmsu byggingavöruverslunum þegar hann er í leit að hinum ýmsu hlutum. Í framtíðinni langar hann að verða verkfræðingur. „Ég er að vinna hjá pabba mínum þegar ég er ekki í skólanum en hann er húsasmiður. Ég hef gaman af því að smíða og nota svo launin sem ég fæ frá pabba til að kaupa hluti til að búa til hitt og þetta.“Byssa sem Jens Elí bjó til en hún skýtur teygjum.Vísir/ErnirÞað ætti að koma fáum á óvart að Jens Elí stendur sig vel í smíði í skólanum. „Ég fæ alltaf 10 í smíði,“ segir Jens Elí og hlær. „Ég hef verið að reyna að finna nám á netinu fyrir unglinga sem hafa áhuga á að læra ýmislegt um svona tækni og hönnun. Það er samt yfirleitt allt á háskólastigi, því miður,“ bætir Jens Elí við, en hann vill ólmur komast í verkfræðitengt nám sem fyrst. Þó að hann komist ekki í nám tengt áhugamáli sínu fyrst um sinn smíðar hann hina ýmsu hluti og má þar nefna trébyssu sem skýtur nokkrum teygjum í einu og hleður sig, Iron Man-hjálm með ljósi inni í og stól, svo sitt hvað sé nefnt. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Ég er búinn að vera að gera þetta frá því ég var fimm ára og hef mjög gaman af þessu,“ segir uppfinningamaðurinn og föndrarinn Jens Elí Gunnarsson. Hann er aðeins fjórtán ára gamall og hefur frá fimm ára aldri verið ákaflega iðinn við það að búa til ýmsa hluti úr nánast engu. Nýjasta uppfinning hans er Wii-fartölva sem er í raun einstök og kallar hann uppfinninguna Grape Computer. „Þetta er í raun bæði Wii-tölva og DVD-spilari, það er skjár í henni og hún gengur fyrir einni snúru. Hún er með hátalara og heyrnartól og maður getur slökkt og kveikt á þeim hlutum sem eru í tölvunni. Þetta byrjaði samt allt á því á að frændi minn kom með skjá til mín, svo stytti ég allar snúrur til að þær myndu passa í boxið sem hýsir tölvuna. Svo var nóg pláss eftir og setti ég þá DVD-spilara boxið þannig að ég get spilað og horft,“ útskýrir Jens Elí. Þessi nýja uppfinning hans er þó ekki fullkláruð. „Ég á eftir að laga lúkkið aðeins,“ bætir Jens Elí við og hlær.Einstök tölva, blanda af Wii-tölvu og DVD-spilara.Vísir/ErnirSpurður út í uppruna fiktsins segir Jens Elí að frændur hans hafi átt sinn þátt í að kveikja áhugann á uppfinningaseminni. „Ég byrjaði hjá frændum mínum og var mikið að skoða hvað þeir voru að gera. Ég var líka mikið að skrúfa í sundur sjónvörp og svoleiðis. Svo fór ég að skoða á netinu og gúglaði setninguna how to make something. Ég gúglaði meðal annars hvernig á að gera Play Station-fartölvu,“ segir Jens Elí.Langar að verða verkfræðingur Í föðurfjölskyldu hans er mikið af iðnhönnuðum og því mikið verksvit og áhugi í blóðinu. Hann fór svo fljótlega í búðina Íhluti og létu starfsmenn búðarinnar hann hafa stóra bók með hlutum sem henta í smíði líkt og Jens Elí fæst við. Þá er hann tíður gestur í hinum ýmsu byggingavöruverslunum þegar hann er í leit að hinum ýmsu hlutum. Í framtíðinni langar hann að verða verkfræðingur. „Ég er að vinna hjá pabba mínum þegar ég er ekki í skólanum en hann er húsasmiður. Ég hef gaman af því að smíða og nota svo launin sem ég fæ frá pabba til að kaupa hluti til að búa til hitt og þetta.“Byssa sem Jens Elí bjó til en hún skýtur teygjum.Vísir/ErnirÞað ætti að koma fáum á óvart að Jens Elí stendur sig vel í smíði í skólanum. „Ég fæ alltaf 10 í smíði,“ segir Jens Elí og hlær. „Ég hef verið að reyna að finna nám á netinu fyrir unglinga sem hafa áhuga á að læra ýmislegt um svona tækni og hönnun. Það er samt yfirleitt allt á háskólastigi, því miður,“ bætir Jens Elí við, en hann vill ólmur komast í verkfræðitengt nám sem fyrst. Þó að hann komist ekki í nám tengt áhugamáli sínu fyrst um sinn smíðar hann hina ýmsu hluti og má þar nefna trébyssu sem skýtur nokkrum teygjum í einu og hleður sig, Iron Man-hjálm með ljósi inni í og stól, svo sitt hvað sé nefnt.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira