Hvað gera ljósmæður í meðgönguvernd? Bergrún Svava Jónsdóttir og Steina Þórey Ragnarsdóttir skrifar 13. maí 2015 07:00 Ljósmóðir er eitt elsta starfsheiti kvenna á Íslandi og er löng hefð fyrir því að ljósmæður annist konur í barnseignarferlinu. Samkvæmt Alþjóðasamtökum ljósmæðra er ljósmóðir sú sem gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf ekki aðeins fyrir konur, heldur einnig fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið í heild. Í hlutverki ljósmóður felst fræðsla á meðgöngu, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið, einnig fræðsla um heilbrigði og kynheilbrigði kvenna ásamt umönnun barna. Ljósmóðir getur starfað hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á stofum eða á heilsugæslustöðvum. (Alþjóðasamtök ljósmæðra ICM, Brisbane, Ástralíu 19. júlí, 2005.) Ljósmæður sinna konum á meðgöngu, aðstoða þær í fæðingum og annast þær og nýburann á sængurlegutímanum. Í hugum margra eru störf ljósmæðra að langmestu leyti tengd barnsfæðingum en réttara er að ljósmæður sinna starfi á mun breiðari vettvangi. Samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis um meðgönguvernd á konum í eðlilegri meðgöngu að standa til boða að vera í meðgönguvernd hjá ljósmæðrum. Á flestum heilsugæslustöðvum á Íslandi eru starfandi ljósmæður í meðgönguvernd sem sinna þunguðum konum ásamt heimilislæknum. Í meðgönguverndinni kynnast þær konum vel og ná þar að skima fyrir helstu meðgöngukvillum. Þegar kemur að fæðingunni eru ljósmæður til staðar til að aðstoða konuna og veita stuðning og styrk í hríðunum og taka oftast á móti barninu þegar það kemur í heiminn. Í sængurlegunni og í heimaþjónustu aðstoða ljósmæður konur og fjölskyldur við að takast á við þau ýmsu verkefni sem fylgja breyttu fjölskyldumunstri eftir að barnið er fætt.Meðgönguvernd Í meðgönguverndinni er lagður grunnur að góðu eftirliti og koma langflestar konur í viðtal hjá ljósmóður í upphafi meðgöngu. Þar er farið yfir heilsufarssögu, fjölskyldusögu og skimað fyrir ýmsum sjúkdómum og kvillum sem gætu haft áhrif á heilsu hinnar verðandi móður og barnið sem hún gengur með. Flestar hraustar konur eru að langmestu leyti í meðgönguvernd hjá ljósmóður sem hefur aðgang að lækni á heilsugæslu en ef konur þurfa sérhæfðara eftirlit þá er þeim sinnt af ljósmæðrum í áhættumeðgönguvernd ásamt fæðingar- og kvensjúkdómalæknum. Þar ná ljósmæður að mynda góð tengsl við hina verðandi móður. Hraustar konur hitta ljósmóður 7-11 sinnum á meðgöngunni og er í hverri skoðun blóðþrýstingur mældur, skimað fyrir eggjahvítu í þvagi, hlustað eftir hjartslætti fóstursins og vöxtur fóstursins metinn, ásamt því að fræða, styðja og styrkja hina verðandi móður, bæði andlega og líkamlega. Hægt er að greina snemma ef eitthvað bregður út af og grípa inn í til þess að minnka líkur á að frávikin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir móður eða hið ófædda barn. Á flestum stöðvum, þar sem meðgönguvernd fer fram, er reynt að halda samfelldri þjónustu, þ.e.a.s. að hver kona hitti sömu ljósmóðurina í hverri skoðun. Með því næst betri árangur í að meta heilsu móður og barns auk þess að visst traust myndast á milli ljósmóðurinnar og hinnar verðandi móður, enda telja rannsóknir að samfelld þjónusta ljósmóður við konu á meðgöngu undirbúi konur frekar undir náttúrulega fæðingu. Hægt er að hvetja konur til þess að undirbúa sig á meðgöngu s.s. með jóga, nálastungum og fræðslu. Hægt er að styðja við alla þessa þætti með stuðningi ljósmæðra þar sem viðvera ljósmóður og yfirseta í fæðingum hjálpar konum að fæða án verkjalyfja og þar af leiðandi að styðja við eðlilegar fæðingar. Mikilvægt er að í meðgönguvernd sé góð samvinna á milli ljósmæðra og lækna og leita ljósmæður til heimilis- og fæðingarlækna ef eitthvað bregður út af í eðlilegu ferli meðgöngunnar. Ljósmæður eru oftast aðaltengiliður barnshafandi kvenna inn í heilbrigðiskerfið og eru með einstaklingshæfða og heildræna nálgun á fjölskylduna og er því mikilvægt að vel menntaðar ljósmæður séu til staðar fyrir konur í barnseignarferlinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósmóðir er eitt elsta starfsheiti kvenna á Íslandi og er löng hefð fyrir því að ljósmæður annist konur í barnseignarferlinu. Samkvæmt Alþjóðasamtökum ljósmæðra er ljósmóðir sú sem gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf ekki aðeins fyrir konur, heldur einnig fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið í heild. Í hlutverki ljósmóður felst fræðsla á meðgöngu, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið, einnig fræðsla um heilbrigði og kynheilbrigði kvenna ásamt umönnun barna. Ljósmóðir getur starfað hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á stofum eða á heilsugæslustöðvum. (Alþjóðasamtök ljósmæðra ICM, Brisbane, Ástralíu 19. júlí, 2005.) Ljósmæður sinna konum á meðgöngu, aðstoða þær í fæðingum og annast þær og nýburann á sængurlegutímanum. Í hugum margra eru störf ljósmæðra að langmestu leyti tengd barnsfæðingum en réttara er að ljósmæður sinna starfi á mun breiðari vettvangi. Samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis um meðgönguvernd á konum í eðlilegri meðgöngu að standa til boða að vera í meðgönguvernd hjá ljósmæðrum. Á flestum heilsugæslustöðvum á Íslandi eru starfandi ljósmæður í meðgönguvernd sem sinna þunguðum konum ásamt heimilislæknum. Í meðgönguverndinni kynnast þær konum vel og ná þar að skima fyrir helstu meðgöngukvillum. Þegar kemur að fæðingunni eru ljósmæður til staðar til að aðstoða konuna og veita stuðning og styrk í hríðunum og taka oftast á móti barninu þegar það kemur í heiminn. Í sængurlegunni og í heimaþjónustu aðstoða ljósmæður konur og fjölskyldur við að takast á við þau ýmsu verkefni sem fylgja breyttu fjölskyldumunstri eftir að barnið er fætt.Meðgönguvernd Í meðgönguverndinni er lagður grunnur að góðu eftirliti og koma langflestar konur í viðtal hjá ljósmóður í upphafi meðgöngu. Þar er farið yfir heilsufarssögu, fjölskyldusögu og skimað fyrir ýmsum sjúkdómum og kvillum sem gætu haft áhrif á heilsu hinnar verðandi móður og barnið sem hún gengur með. Flestar hraustar konur eru að langmestu leyti í meðgönguvernd hjá ljósmóður sem hefur aðgang að lækni á heilsugæslu en ef konur þurfa sérhæfðara eftirlit þá er þeim sinnt af ljósmæðrum í áhættumeðgönguvernd ásamt fæðingar- og kvensjúkdómalæknum. Þar ná ljósmæður að mynda góð tengsl við hina verðandi móður. Hraustar konur hitta ljósmóður 7-11 sinnum á meðgöngunni og er í hverri skoðun blóðþrýstingur mældur, skimað fyrir eggjahvítu í þvagi, hlustað eftir hjartslætti fóstursins og vöxtur fóstursins metinn, ásamt því að fræða, styðja og styrkja hina verðandi móður, bæði andlega og líkamlega. Hægt er að greina snemma ef eitthvað bregður út af og grípa inn í til þess að minnka líkur á að frávikin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir móður eða hið ófædda barn. Á flestum stöðvum, þar sem meðgönguvernd fer fram, er reynt að halda samfelldri þjónustu, þ.e.a.s. að hver kona hitti sömu ljósmóðurina í hverri skoðun. Með því næst betri árangur í að meta heilsu móður og barns auk þess að visst traust myndast á milli ljósmóðurinnar og hinnar verðandi móður, enda telja rannsóknir að samfelld þjónusta ljósmóður við konu á meðgöngu undirbúi konur frekar undir náttúrulega fæðingu. Hægt er að hvetja konur til þess að undirbúa sig á meðgöngu s.s. með jóga, nálastungum og fræðslu. Hægt er að styðja við alla þessa þætti með stuðningi ljósmæðra þar sem viðvera ljósmóður og yfirseta í fæðingum hjálpar konum að fæða án verkjalyfja og þar af leiðandi að styðja við eðlilegar fæðingar. Mikilvægt er að í meðgönguvernd sé góð samvinna á milli ljósmæðra og lækna og leita ljósmæður til heimilis- og fæðingarlækna ef eitthvað bregður út af í eðlilegu ferli meðgöngunnar. Ljósmæður eru oftast aðaltengiliður barnshafandi kvenna inn í heilbrigðiskerfið og eru með einstaklingshæfða og heildræna nálgun á fjölskylduna og er því mikilvægt að vel menntaðar ljósmæður séu til staðar fyrir konur í barnseignarferlinu.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun