Munu verkföllin draga úr jöfnuði? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boðaðra verkfalla er kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa samþykkt. Haldi fram sem horfir er líklegt að samningar um verulegar nafnlaunahækkanir verði niðurstaðan. Verkfallsrétturinn veitir launþegum sterka samningsstöðu þar sem fæst fyrirtæki þola að starfsemi þeirra stöðvist í lengri tíma. Til marks um það hafa Samtök atvinnulífsins þegar lagt fram tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna yfir þrjú ár, en því tilboði var hafnað. Til samanburðar er það mat Seðlabanka Íslands að svigrúm til launahækkana nemi um 11% á sama tímabili. Launahækkanir umfram svigrúm munu óhjákvæmilega leiða til aukinnar verðbólgu. Nýverið birtist grein eftir aðalhagfræðing Seðlabankans þar sem áhrif 30% nafnlaunahækkunar á næstu þremur árum voru áætluð. Niðurstaðan var sú að verðlag myndi hækka um 15% til viðbótar við nýjustu spá bankans. Verðbólga færi þannig yfir 7% á ári samanborið við 2,5% á ári ef samið væri um launahækkanir innan þess svigrúms sem er til staðar.Tekjulágir berskjaldaðir Yfirskrift baráttudags verkalýðsins í ár var „jöfnuður býr til betra samfélag“ og endurómaði það sjónarmið í ræðum forsvarsmanna flestra verkalýðsfélaga á deginum. Hið þversagnakennda er að kröfugerðir verkalýðsfélaganna eru til þess fallnar að draga úr jöfnuði á sama tíma og forsvarsmenn þeirra gera kröfu um aukinn jöfnuð. Ástæða þess er að tekjulægri einstaklingar eru berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en þeir tekjuhærri. Tekjulágir verja hærri hluta launa sinna í neyslu, sem verður sífellt kostnaðarsamari eftir því sem verðlag hækkar. Tekjuháir hafa aftur á móti svigrúm til að leggja fyrir og fjárfesta í eignum sem veita þeim vörn gagnvart verðbólgu. Verðbólga kemur sér því verr fyrir þá tekjulægri og dregur þannig úr jöfnuði. Neikvæð áhrif verðbólgu á jöfnuð eru mikil hérlendis samanborið við önnur ríki. Samkvæmt útgjaldatölum frá Hagstofu Íslands ver tekjulægsti fjórðungur Íslendinga ríflega helmingi hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu en sá tekjuhæsti. Aðstöðumunur þessara hópa þegar kemur að því að verja sig gagnvart verðbólgu er því mikill. Auk þess er verðtrygging útbreidd hérlendis. Geta tekjuhærri einstaklinga til að verja sig með beinum hætti gagnvart verðbólgu, til dæmis með fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum, er því meiri en í mörgum öðrum ríkjum. Barátta forstöðumanna verkalýðsfélaga fyrir auknum jöfnuði með ríflegum nafnlaunahækkunum getur vart talist skynsamleg. Slíkar hækkanir munu leiða til aukinnar verðbólgu sem vinnur gegn því markmiði. Standi vilji til að auka jöfnuð í samfélaginu væri líklegra til árangurs að líta til þeirra aðferða sem önnur norræn ríki hafa beitt. Þar hafa hóflegar nafnlaunahækkanir og lág verðbólga stutt við markmið um aukinn jöfnuð og stöðugt vaxandi kaupmátt á undanförnum áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boðaðra verkfalla er kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa samþykkt. Haldi fram sem horfir er líklegt að samningar um verulegar nafnlaunahækkanir verði niðurstaðan. Verkfallsrétturinn veitir launþegum sterka samningsstöðu þar sem fæst fyrirtæki þola að starfsemi þeirra stöðvist í lengri tíma. Til marks um það hafa Samtök atvinnulífsins þegar lagt fram tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna yfir þrjú ár, en því tilboði var hafnað. Til samanburðar er það mat Seðlabanka Íslands að svigrúm til launahækkana nemi um 11% á sama tímabili. Launahækkanir umfram svigrúm munu óhjákvæmilega leiða til aukinnar verðbólgu. Nýverið birtist grein eftir aðalhagfræðing Seðlabankans þar sem áhrif 30% nafnlaunahækkunar á næstu þremur árum voru áætluð. Niðurstaðan var sú að verðlag myndi hækka um 15% til viðbótar við nýjustu spá bankans. Verðbólga færi þannig yfir 7% á ári samanborið við 2,5% á ári ef samið væri um launahækkanir innan þess svigrúms sem er til staðar.Tekjulágir berskjaldaðir Yfirskrift baráttudags verkalýðsins í ár var „jöfnuður býr til betra samfélag“ og endurómaði það sjónarmið í ræðum forsvarsmanna flestra verkalýðsfélaga á deginum. Hið þversagnakennda er að kröfugerðir verkalýðsfélaganna eru til þess fallnar að draga úr jöfnuði á sama tíma og forsvarsmenn þeirra gera kröfu um aukinn jöfnuð. Ástæða þess er að tekjulægri einstaklingar eru berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en þeir tekjuhærri. Tekjulágir verja hærri hluta launa sinna í neyslu, sem verður sífellt kostnaðarsamari eftir því sem verðlag hækkar. Tekjuháir hafa aftur á móti svigrúm til að leggja fyrir og fjárfesta í eignum sem veita þeim vörn gagnvart verðbólgu. Verðbólga kemur sér því verr fyrir þá tekjulægri og dregur þannig úr jöfnuði. Neikvæð áhrif verðbólgu á jöfnuð eru mikil hérlendis samanborið við önnur ríki. Samkvæmt útgjaldatölum frá Hagstofu Íslands ver tekjulægsti fjórðungur Íslendinga ríflega helmingi hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu en sá tekjuhæsti. Aðstöðumunur þessara hópa þegar kemur að því að verja sig gagnvart verðbólgu er því mikill. Auk þess er verðtrygging útbreidd hérlendis. Geta tekjuhærri einstaklinga til að verja sig með beinum hætti gagnvart verðbólgu, til dæmis með fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum, er því meiri en í mörgum öðrum ríkjum. Barátta forstöðumanna verkalýðsfélaga fyrir auknum jöfnuði með ríflegum nafnlaunahækkunum getur vart talist skynsamleg. Slíkar hækkanir munu leiða til aukinnar verðbólgu sem vinnur gegn því markmiði. Standi vilji til að auka jöfnuð í samfélaginu væri líklegra til árangurs að líta til þeirra aðferða sem önnur norræn ríki hafa beitt. Þar hafa hóflegar nafnlaunahækkanir og lág verðbólga stutt við markmið um aukinn jöfnuð og stöðugt vaxandi kaupmátt á undanförnum áratugum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun