Um kennslu og slagsíður Torfi Stefán Jónsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Í síðustu viku vakti Stundin athygli á glæru sem ég og fleiri hafa notað við kennslu í Fél. 303 (stjórnmálafræði). Síðan er lagt út frá glærunni um að talsverð vinstri slagsíða sé í kennslunni. Þessi glæra er ein af rúmlega 100 sem ég nota í kennslu. Sumar glærur innihalda texta, aðrar myndir, skopmyndir (takk Halldór Baldursson) og fleira. Ég notast ýmist við PowerPoint eða netforritið prezi.com. Í mínum huga eru glærur alls ekki eitthvað sem nemendur geta treyst á sem frábærar glósur fyrir próf. Ég vil helst nota glærur til að varpa einhverju fram til greiningar. Ýmist sjálfur, með nemendum eða þá eingöngu nemendur. Þessi tiltekna glæra er unnin upp úr um 11 blaðsíðum í bókinni Stjórnmálafræði fyrir framhaldsskóla eftir Magnús Gíslason, útgefin 2007. Þar eru tekin fyrir nokkur hugtök og þau rædd og reynt að meta hvort þau tilheyri fremur hægri eða vinstri. Mestu máli skiptir samhengið með sýnidæmunum. Þetta er þó engan veginn tilraun til þess að búa til einhvern vinstri eða hægri ás, sem fær reyndar á sig margs konar gagnrýni í tímum. Reyndar byrjuðum við áfangann á að notast við politicalcompass.org og ræddum síðan kosti og galla þess fyrirkomulags. Til að læra um stjórnmál eru nemendur sendir til að taka viðtöl við stjórnmálamenn sem bregðast ótrúlega vel við slíkum beiðnum og eiga þakkir skildar fyrir liðlegheit. Eins förum við yfir hugmyndafræði, hvaðan hugmyndir koma og í hvaða umhverfi þær spretta fram, kosti þeirra og galla. Loks hef ég alltaf reynt að fiska einhverja gestafyrirlesara til að lífga upp á tímana. Á þessari önn fékk ég Skota til að ræða þjóðaratkvæðagreiðsluna í Skotlandi 2014, ómetanleg innsýn sem fékkst þar. Síðan fékk ég íslenskan stjórnmálamann úr Sjálfstæðisflokknum til að ræða breytingar á stjórnmálum í sveitarstjórnar- og landsmálum síðastliðin 40 ár. Það að hægt sé fá slíkan reynslubolta til að miðla þekkingu sinni er frábært. Það sem slær mig helst í gagnrýni sumra einstaklinga í framhaldi af fréttinni í Stundinni, er að ætla bráðgáfuðum og gagnrýnum nemendum að þeir taki eitthvað sem ég ber á borð fyrir þá sem sannleik um gott og illt. Að ég geti og reyni með illkvittnum glærum að lokka þau öll yfir á vinstri væng stjórnmálanna. Bæði er það oftrú á sannfæringarkrafti mínum (og vilja) og ekki síst vantrú á ungu fólki í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku vakti Stundin athygli á glæru sem ég og fleiri hafa notað við kennslu í Fél. 303 (stjórnmálafræði). Síðan er lagt út frá glærunni um að talsverð vinstri slagsíða sé í kennslunni. Þessi glæra er ein af rúmlega 100 sem ég nota í kennslu. Sumar glærur innihalda texta, aðrar myndir, skopmyndir (takk Halldór Baldursson) og fleira. Ég notast ýmist við PowerPoint eða netforritið prezi.com. Í mínum huga eru glærur alls ekki eitthvað sem nemendur geta treyst á sem frábærar glósur fyrir próf. Ég vil helst nota glærur til að varpa einhverju fram til greiningar. Ýmist sjálfur, með nemendum eða þá eingöngu nemendur. Þessi tiltekna glæra er unnin upp úr um 11 blaðsíðum í bókinni Stjórnmálafræði fyrir framhaldsskóla eftir Magnús Gíslason, útgefin 2007. Þar eru tekin fyrir nokkur hugtök og þau rædd og reynt að meta hvort þau tilheyri fremur hægri eða vinstri. Mestu máli skiptir samhengið með sýnidæmunum. Þetta er þó engan veginn tilraun til þess að búa til einhvern vinstri eða hægri ás, sem fær reyndar á sig margs konar gagnrýni í tímum. Reyndar byrjuðum við áfangann á að notast við politicalcompass.org og ræddum síðan kosti og galla þess fyrirkomulags. Til að læra um stjórnmál eru nemendur sendir til að taka viðtöl við stjórnmálamenn sem bregðast ótrúlega vel við slíkum beiðnum og eiga þakkir skildar fyrir liðlegheit. Eins förum við yfir hugmyndafræði, hvaðan hugmyndir koma og í hvaða umhverfi þær spretta fram, kosti þeirra og galla. Loks hef ég alltaf reynt að fiska einhverja gestafyrirlesara til að lífga upp á tímana. Á þessari önn fékk ég Skota til að ræða þjóðaratkvæðagreiðsluna í Skotlandi 2014, ómetanleg innsýn sem fékkst þar. Síðan fékk ég íslenskan stjórnmálamann úr Sjálfstæðisflokknum til að ræða breytingar á stjórnmálum í sveitarstjórnar- og landsmálum síðastliðin 40 ár. Það að hægt sé fá slíkan reynslubolta til að miðla þekkingu sinni er frábært. Það sem slær mig helst í gagnrýni sumra einstaklinga í framhaldi af fréttinni í Stundinni, er að ætla bráðgáfuðum og gagnrýnum nemendum að þeir taki eitthvað sem ég ber á borð fyrir þá sem sannleik um gott og illt. Að ég geti og reyni með illkvittnum glærum að lokka þau öll yfir á vinstri væng stjórnmálanna. Bæði er það oftrú á sannfæringarkrafti mínum (og vilja) og ekki síst vantrú á ungu fólki í framhaldsskólum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar