Innlent

SÍ fær 25 milljónir í mótshaldið

Svavar Hávarðsson skrifar
Reykjavíkurskákmót Stórmót í skák á Íslandi eru engin nýlunda.
Reykjavíkurskákmót Stórmót í skák á Íslandi eru engin nýlunda. Vísir/Daníel
Skáksamband Íslands hefur fengið 25 milljóna króna styrk frá ríkisstjórninni til að standa straum af kostnaði við Evrópumót landsliða í skák sem verður haldið hér á landi 12. til 22. nóvember næstkomandi.

Frá þessu er greint í fréttabréfi sambandsins.

Árið 2012 voru áform SÍ um að sækjast eftir því að halda Evrópumót landsliða í skák hér á landi kynnt. Þá var veittur tveggja milljóna króna styrkur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til undirbúnings og jafnframt vilyrði um styrkinn sem nú er í hendi.

„Þetta er einn stærsti viðburður sem Skáksamband Íslands hefur staðið fyrir og mun eflaust efla áhuga almennings á íþróttinni auk þess að vera afar hvetjandi viðburður fyrir okkar sterkustu skákmenn. Okkar hlutverk er að búa til umgjörð í heimsklassa og þessi styrkur gerir okkur það kleift. Skákhreyfingin er ríkisstjórninni afar þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Gunnar Björnsson, forseti SÍ, í fréttabréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×