Tíkall í krukkuna hvern dag Guðrún Ansnes skrifar 12. maí 2015 10:00 Eva með gripinn góða sem hún safnaði sér fyrir, tíkall fyrir tíkall. fréttablaðið „Ég hef alltaf átt erfitt með raðgreiðslur og Visa-reikninga, en ég hef ekki getað notað vörurnar fyrr en þær eru greiddar að fullu,“ segir Eva Hrund Kjerúlf, sem á dögunum lét gamlan draum rætast er hún fjárfesti í sinni fyrstu hrærivél, eftir fimmtán ára sleitulausa söfnun. Eva hefur safnað fyrir hrærivélinni síðan árið 2000, eða síðan hún eignaðist eldri dóttur sína. „Hugmyndin kom þegar ég sat eina andvökunóttina með hana og horfði á bíómynd á Stöð 2 þar sem sögupersónan safnaði miklum peningum með litlum fjárhæðum. Mér datt í hug að þetta gæti ég líka gert og hóf þegar í stað að setja tíu krónur í tíkallakrukkuna mína,“ útskýrir hún. Eva segir ekki hafa verið erfitt að standa við að setja í krukkuna dag hvern: „Ég hélt bókhald, og ef ég gleymdi að setja í krukkuna, sá ég það svart á hvítu og bætti upp.“ Eva segist hafa verið gríðarlega stolt þegar hún fór loks og keypti sér Kitchenaid-hrærivélina sem hana hafði alltaf langað í. „Það var virkilega gaman, og ef til vill skemmtilegra en ella,“ bendir Eva á og segir fólk í dag of upptekið af að eiga flottari hluti en næsti maður. „Það er ekkert mál að safna fyrir hlutunum, maður verður bara að setja sér markmið. Ég veit reyndar ekki um neinn sem gerir þetta í dag, það er svo auðvelt að draga upp Visa-kortið." Eva segir þetta aldrei hafa staðið tæpt hjá henni og hún hafi alls ekki freistast til að seilast ofan í tíkallakrukkuna og spreða í eitthvað annað. En ætli hafi þá ekki verið erfitt að láta sjóðinn fara? „Nei, alls ekki. Það var bara virkilega skemmtilegt. Ég er þegar byrjuð að safna aftur og nú ætla ég að setja tuttugu, eða jafnvel þrjátíu krónur á dag í söfnunina, ég hef nefnilega aldrei átt nýtt sófasett,“ segir þessi samviskusami safnari að lokum. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Ég hef alltaf átt erfitt með raðgreiðslur og Visa-reikninga, en ég hef ekki getað notað vörurnar fyrr en þær eru greiddar að fullu,“ segir Eva Hrund Kjerúlf, sem á dögunum lét gamlan draum rætast er hún fjárfesti í sinni fyrstu hrærivél, eftir fimmtán ára sleitulausa söfnun. Eva hefur safnað fyrir hrærivélinni síðan árið 2000, eða síðan hún eignaðist eldri dóttur sína. „Hugmyndin kom þegar ég sat eina andvökunóttina með hana og horfði á bíómynd á Stöð 2 þar sem sögupersónan safnaði miklum peningum með litlum fjárhæðum. Mér datt í hug að þetta gæti ég líka gert og hóf þegar í stað að setja tíu krónur í tíkallakrukkuna mína,“ útskýrir hún. Eva segir ekki hafa verið erfitt að standa við að setja í krukkuna dag hvern: „Ég hélt bókhald, og ef ég gleymdi að setja í krukkuna, sá ég það svart á hvítu og bætti upp.“ Eva segist hafa verið gríðarlega stolt þegar hún fór loks og keypti sér Kitchenaid-hrærivélina sem hana hafði alltaf langað í. „Það var virkilega gaman, og ef til vill skemmtilegra en ella,“ bendir Eva á og segir fólk í dag of upptekið af að eiga flottari hluti en næsti maður. „Það er ekkert mál að safna fyrir hlutunum, maður verður bara að setja sér markmið. Ég veit reyndar ekki um neinn sem gerir þetta í dag, það er svo auðvelt að draga upp Visa-kortið." Eva segir þetta aldrei hafa staðið tæpt hjá henni og hún hafi alls ekki freistast til að seilast ofan í tíkallakrukkuna og spreða í eitthvað annað. En ætli hafi þá ekki verið erfitt að láta sjóðinn fara? „Nei, alls ekki. Það var bara virkilega skemmtilegt. Ég er þegar byrjuð að safna aftur og nú ætla ég að setja tuttugu, eða jafnvel þrjátíu krónur á dag í söfnunina, ég hef nefnilega aldrei átt nýtt sófasett,“ segir þessi samviskusami safnari að lokum.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira