Lífið

Hlakkar til að sjá Wu-Tang Clan

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
 Ósk segir að eins og staðan sé núna, þá verði uppselt á Secret Solstice.
Ósk segir að eins og staðan sé núna, þá verði uppselt á Secret Solstice. Vísir/Pjetur
Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir er nýr kynningarstjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice.

„Aðstandendur hátíðarinnar höfðu samband við mig í mars, en mér fannst þetta frábært tækifæri til þess að fá að vinna með frábæru fólki og listamönnum á hátíðinni. Svo eru það hlutir sem fylgja eins og að fara í þyrluflug með Blaz Roca og drekka kampavín, það gerist ekkert á hverjum degi,“ segir hún hress.

Ósk hefur þó alls ekki sagt skilið við útvarpið og sjónvarpið, enda er starf kynningarstjórans aðskilið frá þessu tvennu. „Það er bara eitt orð sem skiptir máli og það er skipulag. Þetta er krefjandi vissulega, en sonur minn Benjamín, kærasti, fjölskylda og vinir eru í fyrsta sæti og þau eru ástæðan fyrir því að ég get gert það sem ég er að gera.“

Secret Solstice fer fram í júní, og lítur allt út fyrir að uppselt verði á hátíðina. „Við komum 10.000 manns á svæðið í ár og núna lítur út fyrir að það verði uppselt. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þær móttökur sem við höfum fengið.“

Sjálf segist Ósk spenntust fyrir Wu-Tang Clan. „Ég ólst upp við að allur 7. bekkur í skólanum mínum hittist hjá skólabróður okkar í Wu Wear og hlustaði á Wu-Tang Forever. Það var ekkert betra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×