Guðjón Valur: Nú fer ég og gef strákunum pitsu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2015 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson ræðir málin við nýja aðstoðarþjálfara liðsins, Ólaf Stefánsson. Vísir/Ernir Eftir talsverða niðursveiflu síðasta rúma árið þá stigu Strákarnir okkar eins og við þekkjum þá aftur út á fjalir Laugardalshallar. Serbía lenti undir íslensku hraðlestinni sem vann ótrúlegan sextán marka sigur, 38-22. Með viljann að vopni og sjálfstraustið í botni hreinlega keyrðu strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu mínútu. Komust í 8-1, misstu það niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá bara aftur í og litu aldrei til baka. 16-10 í hálfleik og síðan var gefið í botn og keyrt yfir andstæðinginn í seinni hálfleik. Einhver besta frammistaða sem liðið hefur sýnt í nokkur ár. Þetta geta strákarnir og þeir vita það manna best. „Það small eiginlega allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti,“ sagði brosmildur landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, en hann fór algjörlega á kostum. Skoraði tólf mörk í leiknum og þar af tíu úr hraðaupphlaupum. „Við vorum með svör við öllu og sundurspiluðum þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo spilamennskan hafi verið slæm upp á síðkastið. Það er leiðinlegt að spila illa. Við þykjumst vita hvað hefur verið að og það hefur tekið tíma að laga það. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að vinna Serbíu á útivelli með sextán mörkum.“ Guðjón segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig og ofan á þetta verði að byggja. Eftir erfitt gengi segir hann afar ljúft að hafa náð að sýna aftur hvað liðið getur. „Við höfum verið að spila langt fyrir neðan okkar getu og það hefur nagað alla inn að beini. Það detta nokkur kíló af öxlunum í kvöld. Nú fer ég og gef strákunum pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti allan hringinn. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Eftir talsverða niðursveiflu síðasta rúma árið þá stigu Strákarnir okkar eins og við þekkjum þá aftur út á fjalir Laugardalshallar. Serbía lenti undir íslensku hraðlestinni sem vann ótrúlegan sextán marka sigur, 38-22. Með viljann að vopni og sjálfstraustið í botni hreinlega keyrðu strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu mínútu. Komust í 8-1, misstu það niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá bara aftur í og litu aldrei til baka. 16-10 í hálfleik og síðan var gefið í botn og keyrt yfir andstæðinginn í seinni hálfleik. Einhver besta frammistaða sem liðið hefur sýnt í nokkur ár. Þetta geta strákarnir og þeir vita það manna best. „Það small eiginlega allt frá byrjun og það gerir allt auðveldara. Þetta var frábær frammistaða, sama hvar drepið er niður fæti,“ sagði brosmildur landsliðsfyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson, en hann fór algjörlega á kostum. Skoraði tólf mörk í leiknum og þar af tíu úr hraðaupphlaupum. „Við vorum með svör við öllu og sundurspiluðum þá. Okkur hefur liðið vel og stemningin góð þó svo spilamennskan hafi verið slæm upp á síðkastið. Það er leiðinlegt að spila illa. Við þykjumst vita hvað hefur verið að og það hefur tekið tíma að laga það. Vonandi höldum við áfram svona þó svo ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að vinna Serbíu á útivelli með sextán mörkum.“ Guðjón segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig og ofan á þetta verði að byggja. Eftir erfitt gengi segir hann afar ljúft að hafa náð að sýna aftur hvað liðið getur. „Við höfum verið að spila langt fyrir neðan okkar getu og það hefur nagað alla inn að beini. Það detta nokkur kíló af öxlunum í kvöld. Nú fer ég og gef strákunum pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti allan hringinn.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 38-22 | Mögnuð frammistaða strákanna Íslenska landsliðið valtaði yfir það serbneska í undankeppni EM 2016 í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 38-22, Íslandi í vil. 29. apríl 2015 13:50