Leyfum þjóðinni að ákveða hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið guðbjartur hannesson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbjartur Hannesson Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun