Leyfum þjóðinni að ákveða hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið guðbjartur hannesson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbjartur Hannesson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar