Að leita og finna ekki – opið bréf til Jóns Gnarr Guðrún Margrét Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar