Að leita og finna ekki – opið bréf til Jóns Gnarr Guðrún Margrét Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun