Að leita og finna ekki – opið bréf til Jóns Gnarr Guðrún Margrét Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 07:00 Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Jóni Gnarr fyrir að opna umræðuna um mikilvægustu spurningu lífsins um hvort Guð er til eða ekki. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að gefa okkur forsendur sem við byggjum líf okkar á og mótar lífsgönguna á einn eða annan hátt. Ég met hreinskilni þína og heiðarleika þegar þú deilir reynslu þinni með þjóðinni og trú þinni að Guð sé ekki til. Ég dáist líka að leit þinni að Guði á árum áður því af vitnisburði þínum að dæma hefur þú virkilega lagt þig fram um að finna eða nálgast Guð. Þess vegna finnst mér líka afar sorglegt að sjá að eftir alla leit þína kemstu að þeirri niðurstöðu að Guð sé ekki til. Mig langar að deila með þér reynslu fjölskyldu minnar. Afi minn lá á Vífilsstöðum fársjúkur af berklum þegar mamma fór að leita Guðs og fyrir henni var bati hans í kjölfarið sönnun þess að Guð væri til. Pabbi var hins vegar algjörlega andsnúinn trúnni á Guð. Eitt sinn er hann var í laxveiði og hafði ekki orðið var þá datt honum það snjallræði í hug að gera tilraun um hvort Guð væri til. Hann kastaði færinu og sagði um leið: Guð, ef þú ert til, gefðu mér þá lax. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en lax stökk upp úr ánni og lenti við fætur hans. Guð þurfti ekki einu sinni veiðistöngina til að gefa honum laxinn sem hann bað um. Pabba varð svo mikið um þetta að hann brunaði í bæinn og tók á móti Jesú sem frelsara sínum. Þessi reynsla mótaði allt hans líf. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp við þá vissu að Guð væri til.Ekki missa af því bestaEn maður lifir ekki á trú foreldranna. Ég þurfti að taka ákvörðun eins og allir um það hvort ég ætlaði að gefa Guði líf mitt. Þegar ég lít til baka eftir yfir 40 ára göngu með Guði þá er ekki vottur af efa í hjarta mínu um að Guð sé til. Ég finn oft nærveru hans áþreifanlega. Ég hef ótal oft fengið bænasvör og Guð er besti vinur minn. Hann er það sem ég vildi síst vera án í lífinu. Það er ekki samasemmerki á milli þess að hafa ekki fundið Guð og hann sé ekki til. Þótt ég sjái ekki vindinn er það engin sönnun fyrir því að hann sé ekki til. Ég get fundið hann og séð kraft hans. Sama á við um ástina og einnig Guð, ég sé hann ekki en ég finn fyrir honum og sé verk hans. Ég skora á þig að prófa að fara með litla bæn í einlægni og vita hvað gerist. Hún gæti hljómað svona: Drottinn Jesús, ef þú ert til þá tek ég við þér sem frelsara mínum og bið þig um að hreinsa mig með blóði þínu úthelltu á krossinum. Gefðu mér trú og fylltu mig af krafti Heilags anda. Ef Guð er ekki til þá gerist nákvæmlega ekkert við þessa bæn svo áhættan er engin. Ef Guð er hins vegar til gætirðu ekki tekið betra skref til að nálgast hann. Þú munt þá komast að því að hann er lifandi og persónulegur Guð. Í framhaldi af því væri sterkur leikur að finna Biblíuna og biðja Guð að tala til þín í gegnum hana. Ég hvet þig, kæri Jón, til að gefast ekki upp því sá finnur sem leitar af öllu hjarta. Ekki missa af því besta í lífinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun